Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Page 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Page 13
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA þannig það gildi er gæti orðið alþjóð til uppbygg- ingar. I skurðlistinni kemur þessi iíðarandi einnig mjög greinilega í ljós því einmitt samtímis því að lík- ingamálið flæddi einna grimmast yfir landið, hafa skurðmennirnir leikið sjer að því að gera útskurð- armunstur sín sem allra margbrotnust og ramm- flóknust, svo að oft þarf sjerstaka yfirlegu og ná- kvæma athugun til að finna botn í öllum þeim flækjum og brugðr.ingum, en þeim er samt oft vel og smekklega fyrir komið og mynda fagurt og þægilegt skraut fyrir augað, og gerir oftast lítið til hvort menn skilja það til fulls eður ei. Slíkum flækjumunstrum og brugðningum má einnig oft líkja við hina rándýru bragarhætti sem íslendingar tömdu sjer í stórum stíl. Það mun mega fullyrða að útskurðurinn sje yfir- gripsmesta, íburðarmesta og fjölbreytilegasta þjóð- listar-ment Islendinga á verklegu sviði og eins og áður er á drepið hefir þessi ment gengið í bylgj- um sem munu vera mjög semfara öðrum menn- ingaröldum hjer á landi. A síðastliðinni öld, mun smekkur og virðing á því stígi hafa komist einna lægst, og þrátt fyrir djörf og dugnaðarleg tilþrif í áttina til endureisnar, er smekkur fólks í þessari grein en á svo lágu stígi víða hvar, að neðar má helst ekki fara, og má þar um kenna hinum svo- kallaða danska almúgastíl og útsögunarflingri sem landinn hefir gleypt við með óviðráðanlegri fíkn og græðgi, eru sum heimili orðin svo gegneitruð af þessu ódámsprjáli að vart er þar líft innan dyra, kemur þar fram í einni mynd sú makalausa á- sækni nútíðar-lslendinga margra hverra að gleypa við hverskyns erlendu innflæði, en gleyma að efla og göfga sína eigin þjóðlegu menningu á hverju sviði sem er. Með því að efla og þroska vorar þjóðlegu mentir munum vjer vinna þjóð vorri til á- gætis, en annars ekki. í þessu sambandi vil jeg ekki láta undir höfuð legqjast að minnast á þann sem fyrstur manna varð til þess að endurlífga ís- lenska skurðlistar-ment hjer á landi, á jeg þar við Stefán Eiríksson hinn stórhaga og afkastamikla skurðsnilling sem með víkingsdugnaði fjekk undra miklu til leiðar komið í rjetta átt á þessu sviði, bæði með kenslu og í eigin verkum. Og þrátt fyrir ákafan kærleika Stefáns á þeim stílategundum sem hann lærði erlendis á yngri árum, hneigðist hann æ meir og meir aftur að íslenskum stílsmáta í verkum sínum, og varð þannig fyrirmynd ýmsra annara sem síðan hafa reynt að amla í rjetta átt, þó illa gangi enn að breyta smekk lýðsins. Enda er það segin saga að ómaklega hafa, jafnvel sumir nemendur Stefáns Eiríkssonar, reynst í því að halda uppi þeirri merkisstöng sem hann hóf á loft, hefi jeg sjeð þess glögg merki og altof mörg, að lærðir útskurðarmenn sem gefa sig út til að veita alþýðufólki tilsögn í útskurði til prýði heimafyrir, skeyta lítt eða ekkert um stílsmáta þeirra upp- drátta er þeir láta fólkið vinna eftir. Það er vitan- lega, langhægast að »kalkera« uppdrætti úr er- lendum blöðum og dreifa út meðal nemendanna. En gagnvart alþýðu álít jeg þessa aðferð afar- hættulega. Og væri þeim mönnum er slíkt fremja borgandi álitleg fjárupphæð, til þess að táta ekk- ert til sín taka í þessu efni. Nú nægir ekki leng- ur danski almúgastíllinn og »Familíusjúrnallinn« heldur er farið að halda þýskum »moderne« stíl að íslenskri alþýðu, og hefi jeg nýlega sjeð þess glögt merki. Það er afsakanlegt fólki sem er ómentað í þess- um greinum þó að það nái sjer í fyrirmyndir þær sem það getur, en af kennurum þessara menta er það næsfa vítaverð grunnhyggni eða skeytingar- leysi, nema hvortveggja sje. Fólki sem ekki lærir annað en lítilsháttar kák í heimilisútskurði má alls ekki kenna annað en þjóðleg fræði í þeirri grein, og hvers vegna? Nefnum eitt dæmi: Unglingur vill fá lítilsháttar tilsögn í útskurði, kennarinn teiknar »moderne« uppdrátt úr þýsku tímariti og lætur nem- andann kalkera það á fjöl, nemandinn hóglast svo við fjölina þar til hún ér öll gegngrafin og út- koman er alveg yndisleg í augum fávitans. Ung- lingurinn fer heim, vex upp og er að smá skera út, hann kann ekki annað en eitthvert smánarkák í þýskum »moderne« stíl, hagir unglingar í nándinni fara að reyna að krota eitthvað líkt, og svo koll af kolli. Nú kemur þýskur mentamaður siglandi á einu hinna nýju skrautskipa sem öll eru útskorin í þýskum »moderne« stíl. Þessi skip eru oft glæsileg teikn um menningu sinnar þjóðar útskorin og máluð af smekkvísuin snillingum, þjóðverjinn stígur af skipsfjöl og ferðast um landið, þá bregður svo undarlega við að heilar sveitir sögueyjarinnar eru útskornar í klúðurslegum »moderne« stíl, ætli hann verði ekki hrifinn af þjóðarment Islendinga á þessu sviði. Oðru máli gegnir um fagmenn í þess- ari grein þeir verða vitanlega að kunna skil á mismunandi stílategundum og svo vel að skamm- laust sje. Eins og nú hefir verið sagt hlýtur út- koman að verða, ef sjálfir kennararnir verða til þess að útbreiða um landið erlendar fyrirmyndir sein enga rótfestu eiga meðal þjóðarinnar. Það er engin sjerstök nýlunda að útsölustaðir I 75 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.