Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 4
T í M A R I T IÐN AÐARMAN N A Minningargreinar um Gísla Guðmundsson Minningarorð varaformanns. Það var mörgum sár harmafregn, þegar frjettist Iát Gísla Guðmundssonar gerlafræðings, formanns Iðnaðarmannafjelagsins f Reykjavík; hann sem á svo stuttum tíma var búinn að eignast svo mikið álit fyrir áhuga og víðsýni í þarfir iðnaðarins. Því varð söknuðurinn tilfinnanlegri hjá þeim, sem þektu hann vel, þeim fanst hann eiga svo mikið ógert, af sínum góðu og göfugu hugsjónum, og því vandfylt það öndvegi, sem hann skipaði. Hann mátti teljast þar með allra framsýnustu manndómsmönnum til orða og athafna. Hann var kosinn formaður Iðnaðarmannafjelagins í Reykjavík 24. febrúar 1925, hann var því tæp fjögur ár formaður þess. Mjer var það vel kunnugt, þegar Gísli sál. settist fyrst í það formannssæti, fjelags með svo margþættuð skylduslörf að hann fann til djúprar ábyrgðar, og að því fylgdi oft meiri vandi en vegsemd. En Gísli sál. sýndi þar óvenju fljótt sína miklu og góðu hæfilegleika, sem forseti. Honum var vel ljóst, hvaða gildi góð iðn- aðarstjett er hverju Iandi, hún sem hefur fram- kvæmdarvald á öllu því verklega, og geymir mann- dómsverkin um ár og aldir, komandi kynslóð til ævarandi minningar og fyrirmyndar. Hann hafði hvað mest yndi af að grafa úr gleymskunnar djúpi minningarathafnir liðna tímans, færa þær í nýjan búning, sem gaf þeim gildi fyrir framtíðina; þar misti okkar ungi óþroskaði iðnaður ekki hvað minst við fráíall hans. Eitt af hans mörgu og góðu áhugamálum var sfofnun »Tímarits Iðnaðarmanna«, hann vissi vel hvað gott málgagn getur verið fyrir iðnaðarstjettina, þar kæmi best í ljós hugsun og áhugi iðnaðar- manna, sem geyma mundi hróður þeirra, sem þar ljetu til sín heyra. Hann var líka ritstjóri þess frá byrjun og hefði efalaust orðið lengi, ef líf og kraftar hefðu leyft. Nú er það okkar sem eflir lifum, að taka við því starfi, og leggja þar alla alúð við, að það verði sem veglegast. Það er máske besta þakk- lætið, sem við getum sýnt hinum fráfallna stjettar- bróður. — Já, hann átti manndáð og þor, og hann sá hvar lágu menningarspor. Það sýndi hann með sínum góða vilja, og göfuga starfi. Já, vinur! Haf þökk fyrir alt! Far þú vel, meira að starfa guðs um geim. Jón Halldórsson. Minning á fjelagsfundi. A fundi sem haldinn var í Iðnaðarmannafjelagi Reykjavíkur fimtudaginn 11. október síðast liðinn, setti varaformaður fundinn og mintist með nokkr- um orðum á fráfall hins ástsæla formanns fjelags- ins Gísla sál. Guðmundssonar gerlafræðings, og bar öllum fjelögunum kveðju frá honum, sem hann hafði beðið varaformann fyrir, við síðustu samfundi þeirra. Að því loknu bað varaform. alla fundar- menn að standa upp í þakklætis- og virðingarskini fyrir alt það góða sem hann hafði gert iðnaðar- stjettinni. Að því búnu, gekk einn fjelagsmanna fram, og las upp eftirfarandi kvæði: Farinn er úr formannssæti Fjelagsmaður vor hinn besti. Drúpir rekka hópur hljóður, Himinn fagnar mætum gesti. Geymast fyrir góða kynning Glöggar minjar sæmdarverka. Aldrei hverfur endurminning Ævistarfsins góða og merka. Minning Gísla gerlafræðings Geislum slær á auða rúmið. Vinarþel hans þáttinn lagði Þráðbeint yfir saknaðshúmið. Kveður oss til dugs og dáða, Drengskapar og sameiningar. Bendir oss í bróðuranda, Brautina til þjóðmenningar. Hafðu Gísli, hjartans þakkir! Hófi og stilling gæddur varstu. Með þeim vopnum vanstu störfin, Virðing allra af hólmi barstu. Vjer hin sömu vopn oss kjósum Vinur kær — í nýtu starfi. Megi heill og gifta’ oss gefa Geðprýðina þína að aifi. Á. J. Helstu æviatriði. Gísli Guðmundsson var fæddur 6. júlí 1884 að Hvamsvík í Kjós. Foreldrar hans voru hjónin Jak- obína Jakobsdóttir frá Valdastöðum og Guðmund- [ 66 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.