Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 18
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA Árið 1923 er samþykt Merki fyrir fjelagið og tekið til notkunar. Árlegt iðgjald meðlimanna er nú 75 kr. Nema sjóðeignir fjelagsins alls um 60.000 kr. Meðlima- fjöldi 110. Stjórn fjelagsins skipa nú þessir 7 menn: Hallgr. ]ónsson form., Ágúst B. Quðmundsson ritari, Skúli Sívertsen fjehirðir, og meðstjórnendur þeir: Júlíus Kr. Olafsson, G. ]. Fossberg, Hafliði Jónsson og Þorsteinn Árnason. « Hallgr. Jónsson. Iðnbókasafnið. Það eru Iiðin full 3 ár frá stofnun Iðnbóka- safnsins, sem myndað var af bókasöfnum Iðnaðar- mannafjelagsins, Iðnfræðafjelagsins og Verkfræð- ingafjelagsins. Þessi tími hefur verið notaður til þess að raða safninu, skrásetja það og binda. Er nú svo komið, að það er alt skrásett, og um 500 bindi innbundin. Töluvert er þó óbundið enn þá, en það smá-minkar, því stöðugt er verið að binda og það töluvert meira en við bætist af bókum og nýjum tímaritum á ári hverju. Safnið fær árlega töluvert af tímarítum ið- og iðnfræðislegs efnis, aðallega í skiftum fyrir Tímarit Verkfræðingafjelags íslands, og Tímarit Iðnaðar- manna. Einnig nokkur sem framhald af skiftum við Sindra. Auk þess hafa einstakir menn gefið safninu talsvert af bókum og tímaritum, og sumum þeirra fágætum og verðmætum. T. d. hefur Th. Krabbe vitamálastjóri gefið því á annað hundrað bindi af eldri og yngri árgöngum af verkfræðilegum og iðn- fræðilegum tímaritum, og mikið af því innbundið. Val- geir Björnsson bæjarverkfræðingur gaf því talsvert af óinnbundnum tímaritum, Steingrímur ]ónsson rafmagnstjóri nokkrar bækur og biskupinn, Dr. ]ón Helgason merkilegt rit um »astronomisku« klukkuna í Dómkirkjunni í Lundi í Svíþjóð, og nokkrir fleiri minni gjafir. Af þeim tímaritum, sem stöðugt koma ný, og liggja frammi í safninu, má nefna þessi: íslensk: Tímarít Verkfræðingafjelags íslands, Tíma- rit Iðnaðarmanna, Skírnir, Eimreiðin, Iðunn, Búnaðarritið, Ægir, Verslunartíðindin, Freyr, Hagtíðindin, Hagskýrslur, Veðráttan o. fl. Dönsk: Ingeniören, Dansk Vejtidskrift, Tidskrift for Inpustri, Elektro-teknikeren, Architekten, Den tekniske Forenings Tidskrift. Norsk: Norges Haandverk, Teknisk Ukeblad, ]ernindustri. Sænsk: Teknisk Tidskrift. Finsk: Tekniska FöreningensiFinlandFörhandlingar. Tímarit á þýzku: Ingenieur Zeitschrift, Siemens Zeitschrift. Tímarit á frönsku: Procés-Verbal, Memoires des Ingenieurs Civils. Tímarit á ensku: Compressed Air Magazine, Power, Engineering Procers, Proceedings of the physical Society, Proceeding of the American Society of Civil Engineers, ]ournal of the Franklin Institute. Safnið er lítið notað enn þá og mætti vera meir. Það er opið á mánudögum og iaugardögum kl. 6—7 síðdegis, og þá bókavörður safnsins (Sigurður Sigurðsson kennari) ávalt viðstaddur. Rjett til að nota safnið, sitja í því og lesa nýjustu tímaritin og fá innbundin tímarit og bækur lánuð heim hafa allir fjelagsmenn Iðnaðarmannafjelagsins og Verk- fræðingafjelagsins, og kennarar Iðnskólans. Einnig geta nemendur Iðnskólans fengið þar bækur að láni, en þó með því skilyrði, að einhver af að- standendum safnsins ábyrgist bækurnar fyrir þá. ]eg rita þessar línur til þess að benda fjelags- mönnum á, að óhætt er að fara að nota sjer það meira en verið hefur. Reglur um safnið og notkun þess geta menn fengið hjá bókaverði. Ef einhver fjelagsmanna hefur augastað á sjer- stöku tímariti eða ritum, sem hann teldi æskilegt að útvegað yrði handa safninu, mun tillaga um það verða tekin til athugunar af stjórnarnefnd safnsins, en í henni eru Árni Pálsson verkfræðingur og undirritaður. Helgi Hermann. Iðnaðarmenn! Útbreiðið Tímarit Iðnaðarmanna, því meira sem það eflist, þess fjölbreyttara getur það orðið að efni til og þess meira virði fyrir Iðnaðarstéttina. Árgangurinn kostar að eins 4 krónur auk lítils- háttar innheimtukostnaðar. Innheimtu- og afgreiðslumaður: Jón Uíðis, Hverfisgötu 40, Rvík. Sími 1222, tekur á móti pöntunum. Prentsmiðjan Gutenberg h.f. — 1928. I 80 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.