Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 12
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA skáldskapur sameiginlegt og með nægilegri rann- sókn mætti sýna fram á þennan órjúfanlega skyld- leik með glöggnm rökum, enda ekki undarlegt, þar sem sömu mennirnir voru oft hvorttveggja í senn skáld og listfengismenn. Það er vitanlega jafnrangt að kalla alt útskurðar- krot Iist, eins og að kalla ait sem orkt hefur verið skáldskap, í hvorutveggju veður uppi arfi meðal- mensku, og hortitta, svo að blómjurtirnar eiga oft erfitt með að teygja kollana upp úr óskapnaði og illgresi. En þennan raunver-ulega sannleika má enginn kippa sjer upp við, því að þar sem mikil gróska og gróðurmagn er í jarðveginum, þróast jafnan kynsfrin öll af Ijótum og fánýtum urtum í skjóli hinna fögru og nytsörtfu. Alt frá ómunatíð fram á vora daga hafa Norðurlandabúar og engu síst Islendingar formað hugsanir sínar í trje, jafnvel konungar og biskupar lögðu gjörva hönd á trjáboli og ristu rúnir, tálguðu myndir og rósaverk. Má til nefna Ólaf konung trjetelgju, Guðbrand biskup o. fl. Drekar, gammar og aðrar kynjavættir, ásamt orustutáknum, voru huglefknust viðfangsefni hinna norrænu víkinga. Svo var einnig hjer á landi fram eftir öldum, þangað til síðarmeir að kristilegt hugarfar og suðrænar fyrirmyndir blönduðu mjöð- inn og bljesu nýju' lífi og viðleitni í skáldskapar- ment og listment íslendinga. Með gapandi höfðum og gínandi trjónum sigldu forfeður vorir frá landi, vitanlega voru það úfskorin drekahöfuð og dýratrjónur sem þeir prýddu skip sín með. Öndvegissúlurnar sem þeir köstuðu fyrir boró og ljetu finria þá strönd sem goðin höfðu þeim fyrirhugað, voru vitanlega útskornir trjebjálkar, ýmist í mynd og líkingu ýmissa goða eða annars- konar hollra vætta, en síðar meir hneigðist hugur- inn að kórbríkum, kirkjuhurðum, altaristöflum, rúmfjölum o. s. frv. Af verklegri ment var það jafnan trjeskurðarlistin, sem var sú víðtækasta og göfugasta, þrátt fyrir vanefni, vanmátt og fákunn- áttu. Í fornsögum vorum er þráfallega getið um útskorin skrauthýsi og aðra prýði. Á þann hátt hafa íslendingar öldum saman »sumur innra fyrir andann, þá ytra herti frost og kyngdi snjó«. Ut á við hefur trjeskurðarlistin einnig stuðlað að því að gera garðinn frægan. Má þar til nefna hina alþektu kirkjuhurð frá Valþjófsstað, sem gerð mun vera á þrettándu öld; mun hún vera víð- kunnust allra íslenskra listaverka, enda ein af glæsilegustu minjum sem geymst hafa hjer á landi í þeirri grein. Leifar af trjeskurði frá mjög gamalli tíð hjer á landi eru æði fáar í hlutfalli við það mikla verk sem menn vita með vissu að gert hefur verið. Mun þetta stafa af misgóðum húsakynnum, misgóðri meðferð og misjöfnum smekk og virðingu fyrir listrænu verki og ekki síst vegna þess hve trjeð er forgengilegt efni í röku og óstöðugu veðr- áttufari. Samt sem áður eru á Þjóðmenjasafninu í Reykjavík furðu margbreytilegar og ríkulegar minjar um íslenska trjeskurðarlist frá öllum öldum, alt frá landnámstíð. Þar má sjá hvernig smekkurinn í þessari ment hefur breytst öld frá öld. Þar má sjá hvernig öldur hafa risið, lækkað, risið aftur og svo koll af kollir Lang-fegursíur, hlýjastur, mýkstur og listrænastur er miðaldastíllinn íslenski. Eftir að rómantíski og gotneski stíllinn fluttist hingað norður, samfara kristnum sið, runnu þessar stílategundir saman við hinn fornnorræna víkinga- stíl sem hjer var fyrir. Þar hefur heiðni og kristni blandast saman og myndað heild sem er fjöl- breyttari og fegurri, mýkri og þjálli en sú skurðlist sem áður var. Þar með myndaðist smátt og smátt íslenskur skurðstíll, sem hjer hefur orðið þjóðlegur og landlægur. Úr gotnesku letri hafa skurðsnillingarnir smátt og smátt myndað hið fagra og sjerkennilega Höfða- letur, sem á síðari öldum setur sinn sjerstæða svip á meginþorra allra útskurðarverka^ hjer á landi. Þetta svokallaða Höfðaletur hafa Islendingar svo ofið og fljettað inn í skrautgerð sína, og er það oft gert af svo fínum og ákveðnum smekk og list- fengi, að hann á sjer auðsýnilega djúpar rætur. I ís- lenskri útskurðarment er enginn liður eða þáttur jafn áberandi og Höfðaletrið, sem skurðmeistar- arnir hafa umvafið gotneskum, rómantískum og norrænum skrauthnútum og sveiflum. Islendingar hafa alt fram á þennan dag verið gefnir fyrir alskonar ráðgátur og þrautir, bjuggu þeir sjer til gátur og getraunir, og dægradvalir til að spreyta hugann við. Hvergi kemur þessi ríka tilhneiging landans skýrar fram en í hinu ramm- flókna og margsnúna líkingamáli í skáldskap, þar kemst þessi getraunafíkn á svo hátt stig, að í þá átt mun hvergi hafa verið lengra stigið um víða veröld. Enda fór þar svo að sumum fór að blöskra mál- flækjan og varð sjálft þjóðskáldið ]ónas Hallgríms- son til þess að ráðast á þennan kvæðastíl með háði og ákúrum, enda var sá stílsmáti í skáldmáli þá kominn út í svo miklar öfgar að mörg skáld voru búin að missa sjónir á öðru skáldskapargildi í kveðskap en hinu rammflókna skrúðmáli, sem oft var svo langsókt_að kvæðin urðu oft lítt skilj- anleg nema fynr örfáa sjerfræðinga, og mistu I 74 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.