Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 9
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA óskifta að baki, hún óskar að þessu Iðnráði megi vegna vel, og takist giftusamlega að leysa úr á- greinings- og vandamálum komandi tíma, að verkin megi þar lofa meistarann. Með þessari hugsun vil jeg þá leyfa mjer að setja þennan fund og bjóða ykkur kæru fulltrúar innilega velkomna í þetta á- byrðarmikla starf, og óska þess, að sannleikur og rjetllæti fái ávalt að skipa öndvegið í öllum ykkar störfum, hvernig svo sem högum annars kann að vera háttað. — Þá var gengið til kosninga í framkvæmdarnefnd og voru þessir kosnir: Einar Gíslason, Guttormur Andrjesson, Helgi H, Eiríksson, Jón Halldórsson og Magnús Benjamínsson. Kosnir til þess að semja fundarsköp og starfs- reglur fyrir ráðið voru: Guðmundur Eiríksson, Helgi H. Eiríksson og Þorleifur Gunnarsson. Oefað á Iðnráðið mikið og þarft verk fyrir hönd- um og væri æskilegt að ekki liði á löngu áður en hægt væri að koma því svo fyrir að iðnaðarmenn út um land einnig gætu tekið þátt í kosningu ráðs- ins þannig að öll iðnaðarstjettin í landinu gæti stutt það og átt þar sitt athvarf. Trjeskuröur og höfðaletur. Efttr Ríkarð Jónsson. Með formála eftir Gísla Guðmundsson. Eftir tilmælum mínum ritaði Ríkarður Jónsson síðastliðið vor allítarlega grein í tímaritið »Norges Haandverk«. Ritgerðin vakti mikla athygli, því þótt Norðmenn sjeu vel að sjer í trjeskurði, kom þeim á óvart, nokkuð af því er Rikarður sagði þeim. Þótt seint sje, birtist hjer í tímariti voru úrdráttur úr ritgerð þessari og auk þess dálítil grein um höfðaletrið íslenska. Ríkarður fann að því við mig er hann hafði sjeð grein sína í norska tímaritinu að þar eru nær eingöngu myndir af verkum eftir hann, líkaði honum þetta miður því svo gat litið út sem hann hefði tranað sínum verkum þar fram, en þetta var hvorki mín sök nje Ríkarðs, heldur stendur þannig á því, að jeg safnaði myndum af ísl. útskurði bæði gömlum og nýjum og sendi ritstjóranum fyrir »Norges Haandverk* og hefir hann eingöngu valið myndir eftir Rikarð, að undanteknum hvalbeinsstól Stefans Eiríkssonar, og skal það afsakað að Timarit Iðn- aðarmanna, hefir ekki fyrir hendi önnur prentmót af ísl. útskurði en þau sem »Norges Haandverk* góðfúslega hefir látið oss í tje til notkunar. Vera má að »Norges Haandverk* birti síðarmeir fleiri af myndum þeim er jeg sendi ritstjcranum og verða þær þá jafnharðan birtar í Tímariti Iðnað- armanna. Áður en lokið er þessum fáorða for- mála, þá vil jeg tilfæra hjer samtal við Englend- ing, sem fyrir nokkrum árum kom til íslands með e. s. Gullfoss, því vel getur verið að farið verði að hugsa um trjeskurð á íslenskum farþegaskipum, Englendingurinn segir við mig að því er jeg man best: »Jeg hjelt að íslensku skipin væru mikið út- skorin innanborðs, enda hafði jeg mikið heyrt dáðst að hinum einkennilega íslenska stíl, í trje- skurði íslendinga«. Eftir á fór jeg að hugsa ræki- lega um málið, og fanst þá ekki neift því til fyrir- stöðu, að trjeskurður í farþegaskipum væri fram- kvæmanlegur. Ekki vantaði fyrirmyndirnar, og vel mátti komast af með grunnskurð, sem áður var mikið notaður, og var frekar ódýr. Oþarft var að skreyta nema borðsalinn, eða setustofur uppi, rjett til þess, að menn gætu rekið augun í að hjer væri um forna þjóðarmenningu að ræða; þá virð- ist smekklegra að skreyta skipið með höfðaletri þegar um kvæði er að ræða, heldur en að skreyta með ósmekklegri skrautskrift. Frá því Iðnaðar- mannafjelagið rjeðist í að gera útskorna baðstofu í fornu sniði, getur enginn vafi leikið á því, að auðveldlega má skreyta farþegaskipin íslensku með útskurði án verulegs kostnaðar, því trjeskurður baðstofu iðnaðarmanna var furðulega ódýr. Nú kunna menn að finna trjeskurðinum það til foráttu, að ilt sje að halda honum hreinum, en þetta er hinn mesti misskilningur, því nú eru ryksugur í hverju horni að heita má. Þjóðverjar leggja nú mikið kapp á trjeskurð á nýrri farþegaskipum, en hann er sviplitill, miðað við hinn forna rammíslenska trjeskurð. Gísli Guðmundsson. Nokkur orð um íslenska útskurðarlist. Hin löngu íslensku vetrarkvöld og skammdegi, hefur verið gróðarstía fyrir heimilsiðnað Islend- inga, fyrir list-iðnað þeirra, listir, skáldskap, bók- mentir og yfirleitt allan andlegan gróður, alt frá landnámstíð, því að hin stuttu surnur, og skamm- vinna bjargræðistíma var öðru að sinna og öðrum hnöppum að hneppa. í stórhríðum og öðrum ill- viðrum, þegar Stormgríður og Gaddúð og aðrar illveðursnornir geysuðu yfir landið og skemtu sjer og sínum líkum, vikum og mánuðum saman, með ógurlegum tröllasöngvum og skessudönsum, þá var ;i .71 :j

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.