Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 17
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA því tekin til athugunar jafnhliða. Stofnun Eimskipa- fjelags Isiands var þá og einnig á döfinni, og ýtti það mikið undir að lögunum yrði breytt. Þannig að þau næðu einnig til stórra fólks og vöruflutninga- skipa. Landstjórninni var nú send áskorun um að taka mál þetta til yfirvegunar á nefndum grundvelli. Varð hún við þeirri ósk og kvaddi skólastjóra Stýrimannaskólans til þess að undirbúa málið fyrir þingið. Með honum vann svo nefnd frá Vjelstjóra- fjelaginu. Gekk nú á ýmsu um málið. Mætti það andstöðu í þinginu framan af, þangað til á þinginu 1915 að það náði fram að ganga. Voru þá samþ. lög úm sjerstakan Vjelstjóraskóla í Reykjavík, sem tók til starfa haustið 1915. Með hliðsjón af stórum auknu námi í vjelfræði og aukningu skipastólsins, hafði lögunum um atv. við vjelgæslu á ísl. skipum, verið breytt á sama þingi. Öðluðust þau konungsstað- festingu 3. nóv. 1915. Lög þau sem hjer um ræðir, eiga einkum við skip með eimvjelum. Önnur lög hafa og einnig verið sett um atvinnu við vjelgæslu á íslenskum mótorskipum frá 20. júní 1928; hafði Fiskifjelag Islands aðalforgöngu að því. Við þetta situr enn að mestu. Fjelagið hefir ekki talið þörf á að gerðar væru meiri kröfur til náms, frá löggjafarinnar hlið. Hinsvegar má telja fyrir- sjáanlegt, að innan skamms verði óhjákvæmilegt að auka kenslu við Vjelstjóraskólann, bæði í raf- magnsfræði og bifvjelafræði. Vegna þess hvað vjelskipum hefir fjölgað hjer ört, hefir allmikið skort á, að hægt hafi verið að manna þau fullnuma og æfðum vjelstjórum. Heidur en að flytja inn útlendinga, hefir það ráð verið tekið, að atv.málaráðuneytið veitir undanþágur frá lögunum í bili, til manna sem líklegastir eru og nokkra æfingu hafa. Hefir myndast sú regla, að ráðuneytið veitir sjaldan undanþágurnar nema að fjelagið sje því meðmælt, og skoðar það sem trygg- ingu fyrir því, að æfðir menn sjeu þá ekki fyrir hendi. Á þinginu 1926, voru að tilhlutun vjelskipaeig- enda, lögfestar undanþáguheimildir fyrir útlenda menn, ef vöntun yrði á innlendum. Fjelagið beitti sjer á móti þeirri löggjöf af þjóðlegum ástæðum, en fjekk ekki áheyrn. Styrktarmál. Eftir að löggjöf fyrir vjelstjórastjettina var kom- in í sæmilegt horf, tók fjelagið að snúa sjer að öðrum efnum. Hinn skjóti og farsæli vöxtur vjelskipaflotans benti á, að hjer mundi smám saman myndast fjöl- menn stjett manna, sem eingöngu hefði vjelgæslu að atvinnu. Eftir fordæmi annara fjelaga, þótti því við eiga að búa í haginn fyrir framtíðina, eftir því sem aðstaða og efnahagur leyfði. Þann 21. sept 1915, var stofnaður »Styrktar- sjóður Vjelstjórafjelags íslands«, með 200 kr. stofnfje og 5,00 kr. árstillagi á mann. Var till. síð- ar hækkað upp í 10 kr. og síðar upp í 40 kr. Eru eigur sjóðsins um síðustu áramót orðnar fullar 30.000 kr. »Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum bágstadda fjelagsmenn, ekkjur þeirra og börn«. Árið 1918 er í fyrsta sinni útbýtt styrk af eign- um fjelagsins, Hafa styrkveitingar síðan vaxið mjög ört. Eru styrktarmálin nú orðin einn meginþáttur- inn í framkvæmdum fjelagsins. Nokkur börn látinna fjelaga eru á fullu framfæri þess. Auk þess er að jafnaði veittur styrkur við dauðsföll ef þörf krefur, og önnur aðstoð í tje látin eftir ástæðum. Starfa sjerstakar nefndir innan fjelagsins í þeim tilgangi. Árleg útgjöld til styrkveitinga hafa síðustu árin numið um 2000,00 kr. Mjög ákveðnar raddir hafa heyrst innan fjelagsins um það, að hjer beri að setja markið hátt, og marka fordæmi öðrum fje- lögum. En því miður verður það knappur efna- hagur sem markar að líkindum brautina fyrst um sinn. Árið 1926 er efnt til húsbygginga fyrir reikn- ing styrktarsjóðsins. Og á síðastliðnu ári er húsið full smíðað. I húsinu eru bæði sölubúðir og íbúðir. Er tilætlunin að leigja það þeim sem fjelagið ann- ars þarf að ljetta undir með, ef takast mætti á þann hátt að hjálpa þeim til sjálfshjálpar. Hefir þegar verið gerð tilraun í þessa átt og virðist ætla að hepnast vel. Á síðastliðnu ári, gekst fjelagið fyrir því, að konur fjelagsmanna stofnuðu með sjer fjelagsskap í þeim tilgangi að vinna að styrktarmálum fjelags- ins. Gefa byrjunarframkvæmdir kvenfjelagsins bestu vonir um, að það geti lagt hönd á plóginn, svo um muni þegar frá líður. Ýmsar framkvæmdir. Árið 1916 kemur fjelagið í fyrsta sinni fram sem sjálfstæður aðili við kaupsamninga fyrir hönd með- limanna. Hefir það jafnan síðan samið við útgerð- armenn um launakjör vjelstjóranna. Ávalt hefir náðst samkomulag á friðsamlegann hátt. Enda er það fullur vilji og ásetningur fjelagsins að vinna að því, að koma því máli inn á þá braut að kaup- gjaldsdeilur sjeu útilokaðar. [ 79 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.