Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 7
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA unnar. Reyndi hann þá að greiða fyrir mjer eftir föngum, bæði með rannsóknatæki til ferða minna, og eins aðbúnað á stofunni. Sýndi hann þar hið sanna fræðimannseðli, sem í honum bjó. Að vísu held jeg, að hann hafi aldrei skoðað rannsókna- stofu ríkisins sem hið eiginlega heimkynni starf- semi sinnar, þótt hann tæki hana að sjer í bili, en það gerði hans aðstöðu gagnvart sjerdeildarmönnum á stofunni að engu leyti betri. ]eg vil vona hið besta um þá menn, sem eiga að hafa á hendi stjórn Iðnaðarmannafjelags Reykja- víkur eftirleiðis, en jeg efast þó um, að jeg fái þar nokkurntíma mann, sem verði víðsýnni, skilnings- betri og samvinnuþýðari um skólamálin, en Gísli sálugi var. Hann athugaði hvert mál og hverja nýja tillögu um þau efni með það fyrir augum, hvort skólinn nyti þroska þar af eða ekki, án tillits til eldri venju eða sjer-áhugamála. Hann leit jafnan svo á skólann, sem væri það elsta og helsta verk- efni fjelagsins að efla hann sem mest og hlynna að honum á allan hátt. Og þótt skólinn hafi enn ekki orðið fjelaginu til byrði fjárhagslega, þá skyldi hann vel, að svo gæti farið, að hann hlyti að verða það, ef fullnægja ætti þeim kröfum til sjer- fræðslu á ýmsum sviðum, sem aukinn iðnaður í landinu, og þá sjerstaklega í Reykjavík, hlýtur að hafa í för með sjer. Sama var um samvinnu okkar í öðrum fjelags- skap að segja. Altaf mætti manni víðsýni og lipurð en þó athugun og festa hjá Gísla sáluga, svo að vart var hægt að kjósa sjer samvinnuþýðari og betri mann. Mátti þar helst að finna, að á mörg- um sviðum var eftir honum sótt, svo að hann hlaut að koma víða við. Varð afleiðing þess sú, að hann átti stundum erfitt með að sinna öllum þeim trúnaðarstörfum, sem á hann var hlaðið, eða að vinna að þeim eins og hann hefði viljað. Hann var sannur maður, ósjerhlífinn og ötull og iðnaðarmálum vorum einhver hinn þarfasti, sinna samtíðarmanna. Fyrir iðnaðarins menn og málefni er því stórt og vandfylt skarð höggvið í hópinn, einmitt þegar einna mest þurfti á honum að halda. Gifta og blessun fylgdi jafnan störfum Gísla sáluga. Heiðruð og blessuð sje jafnan minning hans. lielgi fiermann Eiríksson. Þegar jeg kom til Reykjavíkur árið 1906, kyntist jeg Gísla heit. Guðmundssyni gerlafræðing og tókst þá með okkur vinátta, sem hjelst ávalt meðan hann lifði. ]eg starfaði undir stjórn hans við verksmiðjuna Sanitas í nokkur ár. Umhyggjusamari og betri húsbónda hef jeg aldrei átt. Það var mjög mikil ánægja að vinna með honum. Hann var einstakt prúðmenni í allri framgöngu og göfugur í hugsun, sönn fyrirmynd. Ávalt glaður og uppörvandi og framúrskarandi verkhagur. ]eg minnist þeirra ára er jeg vann hjá honum sem hinna ánægjulegustu í lífi mínu, og hans sem míns besta velgerðar- manns. Gísli heit. var stofnandi margra iðnaðarfyrirtækja sem hjer hafa risið upp á síðustu árum. Hann var einnig hvatamaður þess að jeg stofnaði Ölg. Egill Skallagrímsson, og Ijet sjer mjög ant um hana — eins og alt sem hann taldi til framfara — og vann mikið fyrir hana alla tíð. Þrátt fyrir mikil og margvísleg störf sem hann hafði með höndum, hafði hann ávalt tíma til að liðsinna og leiðbeina öðrum. Það var hans mesta ánægja. Það var hans háa mark að láta gott af sjer leiða. Með Gísla heitnum hefur íslenska þjóðin mist einn sinna göfugustu sona, sinn mesta áhugamann um íslensk iðnaðarmál, sannkallaðan brautryðjanda. Hann ljet aldrei eigin hagsmuni sitja í fyrirrúmi, heldur gagn þjóðarinnar. Þess vegna varð honum svo mikið ágengt. Blessuð veri minning hans. Tómas Tómasson. Fundum okkar Gísla sál. Guðmundssonar bar fyrst saman í Kaupmannahöfn vorið 1918. ]eg var þá nýbyrjaður á fyrri hluta prófs við Verkfræð- fræðingaskólann og átti eftir af námstímanum hjer um bil þrjú ár. Má því nærri geta að mjer hafi verið það mikið ánægjuefni, að Gísli heit. heim- sótti mig og færði mjer þá fregn, að jeg mundi sennilega eiga kost á forstöðumannsstarfinu við Efnarannsóknarstofuna að náminu loknu. Hafði Gísli sál. tekið það starf að sjer, þegar Ásgeir heit. Torfason fjell frá, haustið 1916 og gegndi hann því starfi til 1. júlf 1921. Sýnir það meðal annars einkar vel, hvern mann hann hafði að geyma, að hann skyldi vilja leggja þetta verk á sig með öðru, til þess að tryggja starfann innlendum manni, en koma í veg fyrir að taka þyrfti útlend- ing eins og til orða mun hafa komið. Mjer er fullkunnugt um að þetta var hið eina, sem rjeði því, að Gísli heit. sagði þessu starfi ekki af sjer miklu fyr, til þess að geta snúið sjer að ýmsum áhugamálum sínum. ]eg þekti ekki af eigin sjón starf Gísla sál, í [ 69 |

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.