Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 8
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA þágu Rannsóknarstofunnar meðan hann veitti henni forstöðu, en það mun öllum bera saman um, er til þektu, að hann hafi rækt það með sömu alúð og öll önnur störf, sem honum var trúað fyrir. Aður en Asgeir Torfason ljest, hafði Gísli heit. veitt forstöðu gerlarannsóknadeild við rannsóknar- stofuna, en vegna húsnæðis- og fjeleysis, fjell sú deild niður síðarmeir. Var að því mikil eftirsjón, að Rannsóknarstofan skildi ekki geta notið starfs- krafta hans í þessari grein. En ósjaldan kom það fyrir að til hans var leitað í þeim efnum, og sýndi hann þá ávalt velvildarhug sinn til Rannsóknastof- unnar, með því að vera boðinn og búinn til þess að greiða úr því sem með þurfti. Eftir að Gísli heit. fór frá Rannsóknastofunni inti hann af hendi ýmsar mikilsverðar rannsóknir í þágu þjóðarinnar. Má þar á meðal nefna rann- sóknir hans á súrskemdum í saltkjöti, rannsóknir á maurdrepandi krafti baðlyfja og í sambandi við það tillögur um innlenda baðlyfjagerð. Hann gerði rannsóknir viðvíkjandi »Hvanneyrarveikinni« og mun hafa sent skýrslu um þær til Magnúsar heit. Einarssonar dýralæknis. Er vonandi að sú skýrsla sje ekki með öllu glötuð. Ennfremur rannsakaði hann gerlagróður, sem skemdum veldur á saltfiski, gerlagróður í súrheyi o. fl. Er það leitt, ef hvergi finst neitt um þessar rannsóknir skráð. Til þess að inna af hendi störf þau, sem nefnd hafa verið, og önnur af líku tægi, hafði Gísli heit. orðið að koma upp hjá sjer gerlarannsóknastofu og kostaði hann til þess miklu fje, enda var hún upp á síðkastið prýðilega vel að áhöldum búin. Þegar hann á síðastliðnu sumri sá hvert stefndi með heilsu sína, bauð hann ríkinu til kaups fyrir mjög lágt verð áhöld sín öll ásamt tilheyrandi all- vönduðu bókasafni. Vænti jeg að enginn álasi ríkisstjórninni fyrir að taka því boði. Gísli heitinn var sá fyrsti og einasti hjerlendra manna, sem lagt hefir stund á almenna gerlafræði. Nú sem stendur er enginn til að fylla það skarð, sem höggvið er á því sviði við fráfall hans. ]eg mun ávalt minnast Gísla sál. sem hins besta drengs og hollasta vinar. Trausti Olafsson. Stofnun Iönráös. Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík hefir lengi haft það mál hjá sjer á dagskrá að stofna hjer Iðnráð, til þess að gæta hagsmuna iðnaðarstjettarinnar og koma skipulagi á atvinnumál hennar. Hefir fjelag- inu verið það Ijóst lengi að enginn gæti betur gætt hagsmuna stjettarinnar í hvívetna en iðnaðar- menn sjálfir. En við iðnaðarlöggjöfina frá síðasta þingi varð brýn nauðsyn á því að eftirlit yrði haft með því að lögin yrðu haldin og að jafnframt væri gætt í öllu hagsmuna iðnaðarmanna. Þess vegna fór stjórn Iðnaðarmannafjel. þess á leit við iðnað- armenn úr einum 40 iðngreinum hjer í bæ að þeir kysu sjer fulltrúa einn í hverri grein til þess að stofna Iðnráð sem gæta skyldi rjettinda iðnaðar- manna bæði innar stjettarinnar og utan og gagn- vart hinu opinbera. 23. des. 1928 komu fulltrúar saman á fund til þess að kjósa í Iðnráðið. Voru mættir fulltrúar frá 22 iðngreinum. Varaformaður Iðnaðarmannafje- lagsins ]ón Halldórsson trjesmíðameistari ávarpaði fundinn þessum orðum: Háttvirtu stjettarbræður og fulltrúar! Þið eruð kallaðir hingað í dag til að stofna Iðnráð, samkvæmt fundarsamþykt Iðnaðarmanna- fjelagsins dags 11. okt. síðastl. Mjer er það mikið gleðiefni, að sjá ykkur hjer, kjörna til þess starfa, því það er Iangt síðan að Iðnaðarmenn fundu þörf fyrir það, og nú erum við að komast að því marki. Mjer virðist Iíka iðngreinarnar hafi skilið vel hlut- verk sitt með því að kjósa svo gott mannval sem mjer virðist hjer saman komið. Störfin sem bíða ykkar, eru margþættuð og vandasöm, en það er með þetta, sem önnur þýðingarmikil störf að tím- inn leiðir í ljós hverjum sigri verður náð. Það mun að því leyti vandasamara en áður þekt störf meðal Iðnaðarmanna hjer á landi, að nú á þetta Iðnráð að greiða úr deilumálum innan iðngrein- anna, og því getur oft fylgt mörg óþægindi hjá þeim sem fyrir því verða, einkum á byrjunarstiginu á meðan menn eru að kynnast ábyrgðinni, sem hlýtur að fylgja með hinni nýju Iðnaðarlöggjöf, þó henni sje í mörgu ábótavant, og á sumum sviðum ófull- nægjandi og þurfi bráðar endurbótar við. Þó ber jeg það traust til hins háa löggjafarvalds, að það taki til greina sanngjarnar kröfur sem vanta, og horfa til bóta. Og það er eitt meðal annars starfs- svið þessa Iðnráðs, að gera þar sanngjarnar og rjettar kröfur. Iðnaðarmannasfjettina eigum við nú [ 70 j

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.