Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 6

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 6
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA slofnun karlakórs í Kristilegu fjelagi ungra manna og var einn af áhugasömustu meðlimum fjelagsius. En störf hans voru svo mikil og tímafrek, að hann fekk ekki tóm til að gefa sig að slíku svo sem hann hefði viljað. Síðustu fjögur árin var Gísli formaður Iðnaðar- mannafjelagsins. Hleypti hann nýju lífi í þann fje- lagsskap, og gerðist margt merkilegt í sögu fje- lagsins þann stutta tíma. Má þar til nefna iðnaðar- lögin, sem hann átti mikinn þátt í, og Tímaritið sem hann sá um útgáfu á. Þá má og nefna bað- stofu fjelagsins, og var hann einn hinn helsti hvatamaður þess, að hún yrði reist Hafði hann mikla trú á iðnaðarstjettinni og vildi hefja veg hennar í öllum greinum. Árið 1912 kvæntist Gísli sálugi Halldóru Þórð- ardóttur frá Ráðagerði, ágætri konu. Eignuðust þau tvö börn, Guðrúnu og Guðmund. Minningarorð um látinn vin. Hjer hefir fallið fyr en skyldi fagur hlynur í moldar svörð. Vóx af alföðurs auð og mildi aldin-meiður á frónskri jörð. Breiddi sitt lim á báðar hendur blíðfaðma greinar veittu yl. Ot yfir breiðar íslands strendur ómar nú sorgar-strengja spil. Ungan og fríðan eg þig kendi allfjærri vorri fóstur grund íturri gest mjer enginn sendi ágætur varstu hverja stund. Björt var sú tíð, en brátt fram líður bjarta og glæsta æskuskeið hversu var himinn hár og víður hugirnir geystust fram á leið. Gott átt þú mold og grundin rjóða, gott átt þú fagra Kjósar-sveit þú sem að æskusveininn góða, signdir í þroskans vermireit. Sönn var þín ást, þín sælt að minnast sönn var hans þrá í faðminn þinn. Veit jeg er slíkir vinir finnast. Vitranir skína í hjartað inn. Hugljúfi allra og hetja varstu, hógvær og djarfur, bæði í senn. Vina og granna byrðar barstu belur og gjör, en flestir menn. Fanst mjer sem stoð í bygging bresta, burt þegar kallað var þitt líf: Margur nú tregar minning besta er mistu þar bæðí skjöld og hlíf. Gleðjast má samt þín góða móðir gleðjast má faðir þinn og víf, systir og dóttir, sonur, bróðir sæl er þín minning vernd og hlíf. Gráturinn snýst í gleði sanna gott var að eiga slíkan vin ítran og fríðan afbragð manna, ættjarðarlauk og blómstur hlyn. Nú vil jeg kveðja gestinn góða Guði jeg þakka náðargjöf, hann sem var vinur lands og ljóða, lista og vísdóms, fram að gröf. Brott ertu genginn góði drengur gleði og harmur kveðja þig. Hví mátti hann ei lifa lengur ljósin að tendra í kringum sig? Ríkarður Jónsson. Minningarorð samverkamanna. ]eg átti því láni að fagna, að kynnast Gísla sál. Guðmundssyni sjerstaklega, fyrst sem samverka- manni í Efnarannsóknastofu ríkisins, svo í stjórn Iðnfræðafjelagsins, í samstarfinu milli Iðnaðar- mannafjelagsins og Iðnskóla, við undirbúning lög- gjafar um iðnaðarnám og iðju og iðnað og víðar. Hann var forstöðumaður Efnarannsóknastofunnar þegar jeg kom heim til Islands sumarið 1920, og hafði hann tekið við henni þegar Ásgeir heitinn Torfason dó haustið 1916. Hafði hann hinar almennu efnarannsóknir á hendi samhliða gerla- rannsóknum sínum, sem voru hans sjerstaka áhuga- mál. Aðstoð hafði hann enga og varð því að leggja á sig meiri vinnu, en vera skyldi, til þess að geta lokið því, sem að barst, ásamt öðrum störfum sínum, og varð þá oft að vinna fram á nætur. Var það ekki hvað síst fyrir það, að hann hafði ávalt sjálfstæð athugunarefni til meðferðar, auk þess, sem barst að stofunni frá öðrum. Við rannsókn- irnar var hann hugkvæmur á nýjar leiðir og ötull að lesa sjer til, þar sem hann þóttist ekki viss, en vanst á hinn bóginn ótæmandi fróðleikur á þessum sviðum með tímanum. Jeg mun jafnan minnast þess, hvað hann var lipur gagnvart mjer, þegar jeg kom fyrst til rann- sóknastofunnar, alókunnur honum og háttum stof- 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.