Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Blaðsíða 5
Skólastjón Iðnskólans ásanit nemendum Meistaraskólans og tveim kennurum.
kenna skuli, svo sem íslenzka, stærðfræði, kostnaðar-
reikningur o. fl., en meðal kennslugreina, sem má
kenna eru eitt erlent tungumál, helztu atriði hagfræði
og iðnlöggjafar, landmælingar, burðarþolsfræði, hjálp í
viðlögum o. fl.
Þótt lögin geri þannig ráð fyrir stofnun meistara-
skóla, er ekki í þeim að finna nein ákvæði þess efnis,
að menn verði að ganga á meistaraskóla áður en þeir
öðlist meistararéttindi. - Það er því augljóst, að mcð
ákvæði þessu í iðnskólalögunum er enginn þvingaður
til að fara á slíkan skóla, enda hefur það líka komið í
ljós að iðnsveinar, sem ætla sér að verða meistarar
með tímanum, vilja helzt ekki fara á meistaraskóla
nema þeir megi til. - Skal vikið svolítið nánar að þessu
atriði síðar.
Ég gat þess, að langt væri síðan menn gerðu sér
ljósa þörfina fyrir frekari menntun þeirra, sem taka
vilja á sig þann vanda og þá ábyrgð, sem starfi iðn-
meistarans fylgir. T. d. hafa iðnþing íslendinga, a.m.k.
allt frá árinu 1955 rætt þetta mál og gert um það hvetj-
andi ályktanir, en iðnþingin eru æðsta stofnun Lands-
sambands iðnaðarmanna, hins víðfeðma málsvara og
forsvarsaðila allra löggiltra iðngreina á Islandi, og sá
vettvangur, þar sem baráttu- og hagsmunamál þeirra
eru rædd og um þau gerðar ályktanir á hverju ári. -
Aldrei hafa heyrst raddir á móti aukinni menntun iðn-
aðarmanna og fullur stuðningur bæði stjórnar Lands-
sambandsins og iðnþinganna hefur verið fyrir hendi.
Svo rakin sé stuttlega saga meistaraskólamálsins á
iðnþingum, hin síðari ár, má geta eftirfarandi sam-
þykkta:
„17. Iðnþing fslendinga (1955) telur æskilegt,að smíði
iðnskólahússins í Reykjavík verði hraðað eftir því,
scm frekast eru föng á, til þess að unnt verði að
hrinda í framkvæmd þcim verkefnum, sem framundan
eru og mest aðkallandi, svo sem að koma á fót við
Iðnskólann í Reykjavík
a) forskólum,
b) meistaraskóla,
c) tækniskóla-framhaldsskóla,
d) verklegum námsgreinum í ýmsum iðngreinum“,
o. s. frv.
1956 er m. a. samþ:
„18. Iðnþing íslendinga telur nauðsynlegt, að lokið
verði smíði Iðnskólans í Reykjavík sem fyrst og að við
hann verði komið á fót:
a) meistaraskóla,
b) forskóla,
c) verklegum námskeiðum í ýmsum greinum" . . .
1957 eru gerðar yfirgripsmiklar tillögur um þetta
mál, sem beint er til iðnaðar- og menntamálaráðherra
og segir í þeim m. a.:
. . . „að nú þegar verði látin koma til framkvæmda
ákvæði IV. kafla iðnskólalaganna um framhalds-
kennslu fyrir iðnaðarmenn við Iðnskólann í Reykja-
vík, til undirbúnings meistaraprófi.
Þingið leggur áherzlu á, að í þessum tilgangi skipi
ráðherra nú þegar nefnd hæfra manna til þess að
semja reglugerð um framhaldskennslu þessa og um
meistarapróf. Ennfremur að á fjárlögum næsta árs
verði tekin upp nægileg fjárveiting til þess að tryggja
það, að framhaldskennsla þessi geti hafizt á næsta
hausti.
Þingið telur, að með framhaldskennslu þessari beri
að stefna að því að notuð verði heimild í 18. gr. laga
um iðju og iðnað til þess að ákveða, að enginn fái
meistarabréf, nema að undangengnu meistaraprófi,
og verði byrjað á því að krefjast meistaraprófs í hin-
um stærri og veigameiri iðngreinum, en krafan síðan
TlMARIT IÐNAÐARMANNA
5