Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Blaðsíða 9
samþykkt þessari neita því, að eigi þurfi að auka
fræðslu (að auka þurfi fræðslu) iðnaðarmanna, heldur
hinu, að þetta atriði komi mönnum algjörlega á óvart.
Telur félagið því ekki óæskilegt, að kvöldnámskeið
séu haldin eins og verið hefur, meðan mál þessi eru að
komast á fastan grundvöll.“
1 annarri samþykkt félagsins, sem fjallar um iðn-
fræðslu á breiðari grundvelli segir m. a.:
„5. Félagið telur, að meistaraskóli þurfi að rísa og
að próf úr honum verði skilyrði þess, að meistarabréf
fáist, enda leggi byggingarnefndir þá eigi aðrar tálm-
anir á leið manna til þess að fá byggingarleyfi. Tryggt
verði, að meistaraskóli þessi verði viðurkenndur sem
forskóli að iðnfræðingaskólum, fyrir þá, sem vilja
halda lengra á námsbrautinni.“
f umræðum á þessum fundi kom glöggt í ljós, að
mönnum hafði brugðið í brún við auglýsinguna um
meistaraskólann og héldu, að hér með væri þeim settur
stóllinn fyrir dyrnar. Talin var nauðsyn þess að gefa
mönnum nokkurn aðlögunartíma, áður en meistarapróf
frá fullkomnum meistaraskóla yrði gert að skyldu,
enda kemur og fram í samþykktunum, að menn telja
mcistaraskólann „tálmurí' og að hætta sé á að skyldu
um skólagöngu þar verði skellt á fyrirvaralaust.
Auk þess að kynna þetta mál á nefndum fundi í
Múrarafélagi Reykjavíkur, var það kynnt á svipaðan
hátt víðar, m. a. á formannafundi Landssambandsins,
sem haldinn var í Iðnskólanum hinn 26. apríl 1962 og
Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík hinn 7. nóvember.
Loks voru haldnir nokkrir umræðufundir um málið
við sérstaka hópa frá hlutaðeigandi iðnfélögum og
fulltrúaráði Meistarasambands byggingamanna.
I erindi, sem skólanefnd Iðnskólans barst frá Meist-
arasambandi byggingamanna, dags. rj. okt. 1962, kem-
ur fram á hvern hátt það óskaði að fyrstu skrefin yrðu
stigin til framkvæmda í málinu, og staðfestir það að
nokkru þann anda, sem fram kom í viðræðum af hálfu
félaganna. Er þar farið fram á að:
„1. Haldið verði eitt kvöldnámskeið fyrir þá meist-
ara í húsasmíði og múraraiðn, sem öðlast vilja bygg-
ingarleyfi. Skilyrði fyrir þátttöku skuli vera, að við-
komandi hafi lokið iðnskóla og sveinsprófi og hafi
meistararéttindi í iðn sinni.“
Auk þeirra viðræðufunda, sem getið er hér að fram-
an var nokkuð ráðgast um þessi mál við byggingar-
fulltrúaembættið í Reykjavík, þar sem mjög eindreg-
inn stuðningur kom fram við þau sjónarmið, sem lýst
hefur verið hér að framan, og greinilegast kom fram í
áliti fundar Múrarafélagsins og bréfi Meistarasam-
bandsins.
Skólanefnd Iðnskólans ræddi þetta mál á mörgum
fundum og kom jafnan fram sá vilji að gera aðra til-
raun með nokkurra mánaða dagskóla, þótt hún féllist
á að gera í eitt skipti nokkra styttingu á fyrirhuguðu
skólahaldi, til þess að koma á móts við óskir iðnaðar-
mannanna sjálfra og byggingarnefndar borgarinnar.
Eftir þessar umræður var svo auglýst skólahald er
hefjast skyldi 21. janúar 1963, einu ári og einum degi
eftir hina sorglegu, misheppnuðu tilraun. Svo brá við,
að í þetta sinn innrituðust 51 nemandi, auk nokkurra,
sem aðeins stunda nám í framhaldsstærðfræði til und-
irbúnings prófi upp í framhaldsskóla.
Það er nauðsynlegt að geta þess sérstaklega, að
vegna þess hve tími sá, er skólanum er ætlaður að
þessu sinni er miklu styttri en áætlað er síðar, ber að
líta á þetta sem hreinar byrjunarframkvæmdir að
meistaraskólanum, við það miðaðar, að bæta í bili úr
aðkallandi þörf og til að afla raunhæfrar reynslu við
slíkt skólahald. Námstíminn er sá sami og nú tíðkast í
dagskóla venjulegra iðnskóla-deilda, nema hvað próf
taka í þetta sinn a.m.k. styttri tíma í meistaraskólanum.
Skólinn var settur hinn 21. janúar eins og auglýst
hafði verið og skýrði skólastjóri þar í stuttu máli frá
aðdraganda þessa skólahalds og formaður Landssam-
bands iðnaðarmanna, Guðmundur Halldórsson, flutti
skólanum árnaðaróskir og menntamálaráðherra þakkir
fyrir, að skólinn væri nú tekinn til starfa.
Gagnstætt því, sem búist var við, varð aðsókn nú
svo mikil að skipta varð í 2 deildir. Hefst kennsla kl.
5 e. h. á daginn og er kennt í 3 til 5 tíma nema laugar-
daga. Þá fara fram verklegar tilraunir með steinsteypu
o. fl., utan sjálfs skólans, því ekki er ennþá fyrir hendi
húsnæði til slíkra hluta í skólahúsinu. Kennarar og
fyrirlesarar eru 19, en undirbúningur allur hefur að
mestu verið í höndum skólastjóra Iðnskólans, sem jafn-
framt má þá heita skólastjóri Meistaraskólans. Sveinn
Þorvaldsson, kennari, sem er deildarstjóri í byggingar-
deild skólans, hefur haft daglega umsjón með fram-
vindu mála. Innritun fór fram á skrifstofu Iðnskólans
og voru skólagjöld greidd þar, eins og venja er til, en
kennslugjald var ákveðið kr. 1000,00 að þessu sinni.
Það sem kennt hefur verið í skólanum má flokka á
eftirfarandi hátt, og er um leið getið þess kennara eða
þeirra, sem önnuðust kennsluna.
1. Iðnlöggjöf, félagssamtök iðnaðarmanna, skaða-
bótaréttur, einkamálaréttur o. fl. - Kennari Bragi
Hannesson, bankastjóri.
2. Byggingarefni, byggingaraðferðir, steinsteypa,
járnlagnir, timburhús, tilraunir. - Gunnar Sigurðs-
son, verkfræðingur.
3. Kostnaðarreikningur, tilboðsútreikningar, áætlan-
ir. - Daníel Einarsson, byggingafræðingur.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
9