Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Blaðsíða 12
HELGI HALLGRÍMSSON, KENNARI: Framtfð iðnaðar á íslandi Fundarefni það, er hér liggur fyrir í dag, er það yfirgripsmikið, að það mundi kosta mjög langt mál, að gera því skil frá öllum hliðum til nokkurrar hlítar. Um þetta efni, „Framtíð iðnaðar á !slandi“, hef ég því ákveðið í erindi þessu að gera mér ákveðinn ramma, sem er í höfuðatriðum á þessa leið: 1. Að fara örfáum orðum um undirstöðuna, þ. e. upp- haf iðnáðar hér á landi. 2. Stikla lauslega yfir þróunarsöguna, og minnast þá helzt þeirra afla, sem hnikað hafa iðnaðinum fram á við á fyrri árum. 3. Að athuga stöðuna í dag af almennum sjónarhóli. 4. Hvaða aðferðir og leiðir, sem nú eru efst á baugi, eru líklegastir til þess að auka hagsæld og hróður ísl. iðnaðar í framtíðinni. Ég mun ekki minnast hér neitt á stóriðju, heldur aðeins á þær greinar iðnaðar, sem nú orðið krefjast iðnnáms og sveinsbréfs af þeim, er þær stunda. Tel ég titil efnisins ótvírætt setja því þau takmörk. Iðnaður á Islandi er að sjálfsögðu jafngamall byggð landsins. Jafnskjótt og hinir hraustu og frjálshuga landnámsmenn hafa stigið hér fæti, hafa þeir farið að líta í kringum sig eftir heppilegum stað fyrir hús sín. Og er sá staður var fundinn, hefur verið hafizt handa um húsbygginguna. Þar hafa því verið unn'n hin fyrstu handtök iðnaðar á landi okkar. Næst hefur svo komið smíði innanstokksmuna, enda flest húsgögn samtengd húsinu sjálfu, að þess tíma venju. Þá kom ullar- og tóiðnaður ýmislegur. Og líklegt má telja, að báta- og skipasmíði hafi mjög snemma tíðkazt, svo framarlega sem Norðmenn stóðu i þeirri grein iðnaðar á þeim tímum. Lengi fram eftir öldum hefur þó eingöngu verið um heimilisiðnað að ræða, sem gaf landsmönnum þó stundum drjúgar tekjur í aðra hönd. Til gamans má geta þess, að samkvæmt skýrslum frá árinu 1624 hafa verið flutt út 72.231 par af sokkum, 12.232 pör af vettl- ingum og 12.251 alin vaðmáls. Hæst kemst þessi tala árið 1743, þá eru útflutt sokkapör 213.697, vettlingar 110.507, en vaðmálsútflutningi er þá farið mjög aftur; .hann er aðeins 876 álnir. Þó að vissir menn hafi sjálfsagt valizt öðrum frem- ur til smíða og annarra iðnaðarstarfa fyrr á tímum, sökum sérhæfileika sinna, sem oft gengu í erfðir, svo sem títt er enn í dag, þá myndaðist hér engin eiginleg iðnaðarmannastétt með þeim hætti, sem nú er, fyrr en á seinni hluta 19. aldar. Framfarir voru því sáralitlar öld eftir öld, hvað varðaði iðnað landsmanna. Ekki er þó hægt annað en geta eins merks framfaramanns, er gerði tilraun til að hefja landsmenn úr niðurlægingu síns tíma. Á ég þar við Skúla Magnússon, er hóf hér rekstur Innrétting- anna svo nefndu um miðja 18. öld. Að vísu var hér frekar um iðju að ræða en iðnað, sem því miður stóð stutt, af ýmsum ástæðum, er ekki verða raktar hér. Þessi tilraun hins ágæta manns, hefur þó eflaust orðið til þess að hvetja þær kynslóðir, sem á eftir komu, til dáða og stórhugar á sviði iðnaðar og breyttra iðnaðarhátta. Guðmundur Gamalíelsson, hinn merki iðnaðarfröm- uður, segir svo í grein, er birtist í Tímariti iðnaðar- manna árið 1945: „Stofnanir Skúla voru í raun og veru stórfelldir iðnaðarskólar! Þangað komu menn til starfa víðsvegar að af landinu og dreifðu nytsamri þekkingu og nýjum áhöldum út um sveitirnar og knúðu menn til breytingar á aldagamalli venju.“ Þá getur Guðmund- ur þess einnig í sama tímaritshefti, að fyrstu iðnnem- ar, er lokið hafi fullnaðarnámi hér á landi, samkvæmt gerðum samningi við iðnmeistara, hafi verið prentarar og bókbindarar á Hólum í Hjaltadal á árunum 1580- 1587. Lítið mun þó hafa verið um eiginlegt iðnaðarnám ungra manna, þangað til um miðja 19. öld, enda iðn- aðarmannastéttin fámenn fram til þess tíma, eins 03 ég gat um áðan. Árið 1850 eru t. d. í Reykjavík taldir 14 snikkarar, 5 snikkaranemar, 2 múrarar og 1 timburmaður. En frá þessum tíma mun mega telja, að regluleg iðnmenntun hefjist hér á landi. Með stofnun Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík 1867 (sem þá hét að vísu Handiðnaðarfélagið) má segja, að framfaraalda hafi risið meðal iðnaðarmanna. Félagar Iðnaðarmannafélagsins komu fljótt auga á þá staðreynd, að til þess að hér mætti blómgast dugmikil 32 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.