Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Page 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Page 20
Nýjungar og notkun þeirra Betri skrúfjárn Fjórar cndurbætur hafa nýlega verið gerðar á skrúfjárnum: Hand- fang, sem hægt er að smella á, eyk- ur snúningsgetuna. Tvenns konai viðfestibúnaður auðveldar skrúfun á stöðum, sem annars væru óað- gengilegir, og fyrir stjörnuskrúfjárn eru hinar tíðu slípanir vegna slits gerðar auðveldari með því að hafa legginn af sérstakri gerð. 1. Handfangið er fest á viðeigandi skrúfjárn til þess annað hvort að herða á eða losa um skrúfu (mynd), og breytir því þannig í „skrall“- skrúfjárn. Hægt er að stilla vinnslu- stefnuna fyrir hægri og vinstri skrúf- un og einnig er hægt að festa hana. Með handfangi þessu verður snún- ingsgetan um fjórum sinnum meiri en venjulega og verður það að telj- ast veigamikill kostur, þegar um mjög fastar skrúfur er að ræða. Auð- velt er að losa handfangið af við venjulega notkun. 2. Þegar skrúfa þarf í aðkrepptri stöðu er erfitt um vik að halda skrúfunni réttri meðan hún er að ná festu. Oft vill skrúfjárnið hrökkva úr skorunni á skrúfuhausnum. Seg- ulmögnun skrúfunnar er ófullnægj- andi lausn, en eftirfarandi gripbún- aður hefur verið tekinn í notkun: a) Á enda skrúfjárnsins er hólkur sem fellur yfir skrúfuna þannig, að hann þrýstir hcnni með fjaðurspennu upp að verkefninu, sem unnið er að. Þetta kemur í veg fyrir að skrúf- járnið eða skrúfan skriki eða renni til. Brúnin rennur inn í skoruna á skrúfuhausnum við léttan snúning skrúfjárnsins. b) Annar gripbúnaður vcrkar á eftirfarandi hátt: Leggur skrúfjárns- ins er gerður af pípu, sem er hol í gegn og tengd fjaðurspenna í plast- handfangi skrúfjárnsins. 1 venjulegri stöðu er opið ofurlítið skáhallt við brún skrúfjárnsins, sem gengur niður í skrúfuskoruna. Með því að þrýsta þumalfingri á fjöður á handfanginu er losað um spennuna og hólkurinn færist fram að brún skrúfjárnsins. Þetta verður að gerast þegar skrúf- járnsbrúnin hefur verið sett í skor- una á skrúfuhausnum. 3. Venjulega eru skrúfjárn með slitin stjörnublöð aðeins gerð not- hæf á ný með því að slípa þau upp nokkrum sinnum. Á nýja skrúfjárn- inu er verulega dregið úr þessum ókosti með þverstykki því, er liggur eftir endilöngu járninu. Auk þess gerir þetta sérstaka krossstykki unnt að beita skrúflykli til hjálpar við að losa rígfastar skrúfur eða herða vel að. Framleiðandi að 1 og 3 er F. Wegner, Osterbekstr. 43, Hamborg 22. Framleiðandi að 2a og 2b er Volta Werkzeugfabrik, Alfred Frenzel KG, Hohensachsen bei Mannheim, Þýzkalandi. I.T.D. nr. 0451 Nytsamur hjarastigi Stigi með hjarasamskeytum er nú fáanlegur og kemur víða í góðar þarfir. Hann er 4 metrar að lengd og gerður úr fjórum stykkjum, sem tcngd eru saman með hjörum á þremur stöðum. Þegar hann er fel'd- ur saman, tekur hann aðeins 100X43 X29 cm rúm, og þar sem hann er gerður úr alúm-málmblendi, vegur hann aðeins 18 kg. Það er því auð- velt að bera hann í hendi sér eða flytja hann í farangursgeymslu b:f- reiða. Myndin sýnir nokkrar af þeim notkunaraðferðum, sem hægt er að beita með stiganum, í sumum tilfell- um með aðstoð skorðubúnaðar, sem auðvelt er að festa við hann. Með því að fella hann saman um miðju, fáum við standtröppur með sjö þrepum hvorum megin. Með því að tvífella hann, fáum við vinnupall, sem við getum auðveldlega stillt í mismunandi hæð. Upp að dyrunum hallast stigi, sem felldur hefur ver- ið saman til flutnings. Stiga þessa er einnig hægt að fá úr styrktu „poly- ester“. Framleiðandi er Wenger-Export, Murrhardt, Wúrtt., Postfach 41, Þýzkalandi. I.T.D. nr. 0577 20 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.