Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 12
minningar um afmælishátíðina. Allmargir boðs- gestir voru í hófinu og þeirn skipað við 5 háborð. A veggnum að baki miðháborðsins var komið fyr- ir fána félagsins en sitt hvorum megin við hann voru þrír íslenzkir fánar. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, kom til samkvæmisins kl. 19.40 og tóku á rnóti honum formaður félagsins og Þór Sandholt, skólastjóri, sem nú hafði tekið við veizlustjórn. Fylgdu þeir honum til sætis, sem var við miðháborðið. Forset- inn ávarpaði samkvæmið með nokkrum orðum og þakkaði boðið og heiðurspening félagsins, sem hann hafði verið sæmdur. Síðan var matur fram reiddur en á milli rétta voru íluttar ræður og ávörp. Guðmundur H. Guðmundsson, fyrrverandi formaður félagsins, mælti fyrir minni félagsins. I upphafi máls síns gerði hann grein fyrir þeinr jarðvegi, sem félagið hefði sprottið úr, og jreim hreyfingum, sem Jrað grundvallaðist á. Hann rakti nokkur stærstu baráttumál félagsins og minntist þeirra manna, sem þar höfðu lagt hönd á plóginn. Að lokum bað hann menn um að hylla hið aldar- gamla iðnaðarmannafélag með ferföldu húrra- hrópi. Helgi Hermann Eiríksson flutti stutt ávarp og minntist á gildi iðnaðarmannsins og iðnaðar- mennskunnar og þýðingu þeirra í nútímaþjóðfé- lagi. Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, flutti snjalla ræðu af sinni alkunnu mælsku og lauk henni með því að tilkynna, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að gefa félaginu kr. 100 jrús. til skreyt- ingar á fundarherbergi í væntanlegu húsi félags- ins. Geir Hallgrimsson, borgarstjóri, flutti ræðu og endurtók þakkir sínar fyrir keðjuna góðu, og sagði m. a. að hann fyndi að skyldur borgarstjóra- starfsins hvíldu honum þyngra á herðum en áður. Hann lauk ræðu sinni með Jrví að skýra frá því, að borgarráð hefði samjrykkt að gefa Iðnaðar- mannafélaginu fyrirheit um lóð í hinum nýja miðbæjarkjarna við Kringlumýrarbraut og Miklubraut eftir nánara samkomulagi. Auk þess afhenti hann félaginu að gjöf litla afsteypu af Ing- ólfsstyttunni. Jökull Pétursson, málarameistari, flutti frum- ort afmælisljóð, og birtist það í lieild í næsta hefti Tímaritsins. Að loknu borðhaldinu Jrakkaði formaður fé- lagsins allan Jrann sóma, sem félaginu hafði verið sýndur og allar gjafirnar, sem því höfðu borizt. Frá sýningu Iðnaðarinannafélagsins i Iðnskólanurn. 12 I'IMARIT IÐNABARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.