Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 27

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 27
J Ö K IJ L L PÉTURSSO N, málarameistari: StyrkíarsjóOur iDnaðarmanna Eitt af þeim fjölmörgu málefnum, sem Iðnað- armannafélagið í Reykjavík gekkst fyrir og kom á framfæri, var stofnun styrktarsjóðs iðnaðar- manna, árið 1895. Stofnun hans átti sér nokkuð langan aðdraganda, því þá hafði um árabil mikið verið um það rætt í félaginu, að stofna einhvers jtonar hjálparsjóð. Var þetta málefni oft eitt helzta umræðuefnið, og komu þá fram ýmsar hug- myndir og tillögur. Meðal annars var deilt um það hvort þetta ætti að vera styrktarsjóður eða yjúkrasjóður, eða hvort tveggja í senn. Eins voru menn ekki á einu máli um það, hvort þessi sjóð- ur ætti að vera opinn öllum iðnaðarmönnum, eða bundinn við félagsmenn eingöngu. Eitt var þó víst, að mikil þörf var fyrir slíka sjóðstofnun, því á þessum árum var hagur al- mennings hér í bæ mjög bágborinn, sem og víðast hvar á landinu, og má í þessu sambandi minna á það, að einmitt á þrem síðustu áratugum aldar- innar var brostinn á flótti fólks al' landinu vestur um haf, í stórum stíl. Styrktarsjóður iðnaðarmanna var aldrei stór í sniðum, og má raunar segja að hann hafi aldrei verið það, allt til þessa. Stafar þetta fyrst og fremst af jrví hve fámennur hann hetur alltaf ver- ið að styrktarfélögum, en iðgjaldið hefur ætíð verið nefskattur, eins og kallað er. Þegar svo er háttað, er alltaf hætta á að slíkir sjóðir dragist aftur úr með iðgjöld sín, jregar kauphækkanir eiga sér stað, og einkanlega ef þær eru örar og ná yfir langt samfellt tímabil . Hinar stórfelldu og öru kauphækkanir, sem hófust strax eftir hernámið 1940, og hafa síðan haldið áfram óslitið, komu mjög illa við Jaennan litla sjóð okkar ,og röskuðu verulega hlutfallinu milli eigna hans og gildandi kaupgjalds og verð- lags á Jressum árum. I upphafi hernámsins var ið- gjaldið aðeins 5 kr. á ári, en var svo hækkað litlu síðar í 10 krónur. Það iðgjald stóð svo óbreytt í Iieilan áratug, meðan allt kaupgjald margfaldað- ist. En eftir Jrað hækkaði Jrað í nokkrum áföng- um upp í það, sem það nú er. Afleiðingin af þessu er svo m. a. sú, að styrkir Jreir, sem veittir hafa verið, sýnast svo ósköp smá- ir gagnvart verðlaginu á hverjum tíma, enda Jrótt Jreir séu trúlega hlutfallslega jafnháir og áður, miðað við höfuðstól sjóðsins. En á sama hátt og Jressi sjóður, og aðrir slíkir, sem taka iðgjöld sín með nefskatti, hafa farið vendega á mis við Jressa velgengnistíma, hafa aðr- ir sjóðir, Jrar sem iðgjöldin eru nriðuð við á- kveðna hlutfallstölu af kaupgjaldi, eflst stórlega. Nú kunna einhverjir að segja sem svo, að á slíkum velgengnistímum almennings, sem hér liafa verið sl.l. 25 ár, og sem jafnvel er talað um að eigi hvergi sinn Hka, muni varla vera þörf á mikilli góðgerðarstarfsemi, og út frá því sjónar- miði séð, hafi sjóðurinn ekki þurft á eins miklu fé að halda. Já, það er nú svo. En þetta er ekki rétt. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að mönnunum hættir alltaf til Jress í velgengni sinni, að gleyma liinum sem bágt eiga, og Jrað eru alltaf einhverjir, sem þannig er ástatt fyrir. Ég vil í þessu sambandi benda á, að einmitt um Jrað leyti, sem áðurnefndir velgengnistímar byrj- uðu hér, Jr. e. strax eftir hernámið, j)á voru fjölda- margir af þeim iðnaðarmönnum, sem hófu störf sín, sem slíkir, um og rétt eftir aldanrótin, ýmist að hverfa af sjónarsviðinu, eftir langt og oí'tast strangt ævistarl, eða voru orðnir J)reyttir rnenn og þrotnir að kröftum. Þetta voru mennirnir, sem fengu Jrað hlutverk að byggja með starfi sínu, þann grundvöll, sem iðnaðarþrÖun okkar í dag hvílir á. Það hefði á- byggilega verið full j)örf, og sérstaklega ánægju- legt, að geta sýnt Jreim dálítinn Jrakklætis- og virðingarvott, Jró ekki hefði verið nema með ör- litlum jólaglaðningi á þessurn síðustu árurn Jreirra. Þess skal þó geta um leið, að á Jressum ár- um, eins og reyndar alla tíð, veitti sjóðurinn allt- af nokkra styrki, en Jreir hefðu þurft að vera fleiri og meiri. Svo eru aftur á móti aðrir menn, sem í byrjun Jressa tímabils voru í blóma lílsins, og margir rétt TÍMARIT XBNAÐARMANNA 27

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.