Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 13
Auk ræðuhalda þeirra, sem hér hefur verið greint frá, fóru fram sérstök skemmtiatriði undir borðhaldi. Þau Guðrún Á. Símonar og Magnús Jónsson, óperusöngvarar, sungu nokkur lög við mikla hrifningu áheyrenda, og þeir Erlingur Gíslason og Arnar Jónsson, leikarar, fluttu stutt- an skemmtiþátt. Að loknu öllu þessu hófst dans, en hann stóð til kl. 3 e. m. með nokkrum hléum. í danshléum fór fram happdrætti, sem veizlustjóri, Þór Sand- holt, stjórnaði með miklum ágætum. Vinningar voru hinir vegiegustu, m. a. múrsteinskeðja úr gulli, sem Kjartan Ásmundsson gullsmiður gaf, skinnklæddur Sindrastóll, sem Einar Ásmunds- son, forstjóri, gaf, veggskjöldur frá Glit hf., blómavasi úr keramik frá Guðmundi H. Guð- mundssyni, málning fyrir 2.000.00 frá Hörpu hf. og loks 3 blómakörfur með meiru, eitt eintak af sögu Iðnaðarmannafélagsins og 2 minnispeningar frá sjálfu afmælisbarninu. Ýmsar hefðarfrúr að- stoðuðu veizlustjórann við happdrættið og voru þær leystar út með gjöfum, en það voru litlar brúður, íklæddar margvíslegum þjóðbúningum, sem notaðar voru sem borðskraut. I einu danshléinu kallaði veizlustjóri Guð- mund H. Guðmundsson fram fyrir veizlugesti og tilkynnti, að Leifur Kaldal, gullsmiður og höf- undur borgarstjórakeðjunnar, hefði gefið til- raunahlekki, sem ekki voru notaðir í keðjuna, en einn þeirra hefði verið slípaður og frá honum gengið af listamanninum og yrði hann nú afhent- ur Guðmundi Helga til minningar um keðjuna og í þakklætisskyni fyrir frumhugmyndina að þessari gjöf til borgarinnar. Veizlugestir tóku undir þakklætið með kröftugu lófaklappi. Einn þáttur skemmtunarinnar er hér enn ótal- inn, en það er almennur fjöldasöngur, sem fylgir hverju góðu samkvæmi. Honum stjórnaði Jón E. Ágústsson, málarameistari og varaformaður fé- lagsins, með sérstakri prýði og við góðar undir- tektir veizlugeta. Fagnaður þessi stóð til kl. 3 e. m. en þá hurfu menn hver til síns heima, eða a. m. k. eitthvað á- leiðis, eins og gengur og gerist eftir stórhátíðir. En allir voru á eitt sáttir um að allt hefði farið vel fram og vel tekizt og orðið öllum þeim, sem að því stóðu og þátt í því tóku til sóma og ánægju. Félaginu bárust afarmörg heillaóskaskeyti og fjölmargar blómakörfur á afmælisdeginum, og hafa skeytin ásamt kortum þeim, sem fylgdu körf- unum, verið bundin inn í sérstaka bók. Þá var skýrt frá því þennan dag, að forseti ís- lands hefði sæmt formann félagsins, Ingólf Finn- bogason, riddarakrossi hinnar íslenzku fálka- orðu. Stálskipasmíði Framhald af bls. 7. pessa iðnaðar hangir í lausu lofli. Fyrirtœkin hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til pess að komast yfir samdráttartímabil. Fjárfestingin i pessum fyrir- tækjum er ný og dýr og kostar óhemju vexti og afskriftir. Fíér parf ríkisvaldið að gera ráðstafanir til pess að fótunum sé ekki kippt■ undan pessari iðngrein áður en hún hefur náð nœgnm proska til pess að standa á eigin fótum. Stórauka parf lánsfjárfyrir- greiðslu við stöðvarnar mcð lægri vöxtum og betri kjörum en nú er i boði. Athugandi er að Fiskveiðasjóður taki erlend lán til pess að fjár- magnasmiði skipa í innlendum stöðvum, a. m. k. að einhverjum hluta. Takmarkið er að íslenzku stöðvarnar geti boðið útgerðarmönnum ekki lakari kjör en erlendar stöðvar bjóða — en til pess að pað sé kleyft parf aðstoð rikisvaldsins. Innlend bifreiðasmíði / pessu hefti birtist grein um starfsemi Samein- uðu bílasmiðjunnar hf., en 25 ár eru liðin um pessar mundir síðan pessi iðngrein festi rætur hér á landi. Saga bifreiðasmíðanna er saga sóknar og sigra — prátl fyrir margvíslega erfiðleika hefur markviss uppbygging farið fram, og i dag er hér til fyrirtœki, sem stendur erlendum fyrirtœkjum fyllilega jafnfætis að pvi er varðar tœknibúnað, liúsakost og framleiðshigetu. En nú stendur innlend bifreiðasmíði á tíma- mótum. Nýlega buðu Strætisvagnar Reykjavikur út smiði 38 strætisvagna og bárust fjölmörg til- boð, par af eitt frá innlendum aðila, Sameinuðu bílasmiðjunni hf. Tilboð pessa íslenzka fyrirtækis mun vera með peim lœgstu, en að einu leyti stend- ur pað höllum fæti gagnvart erlendu keppinaut- unum. Þeir geta boðið allt að 7 ára lán, slíka aðstöðu hefur Sameinaða bilasmiðjan ekki. Hér skiptir afar miklu máli, að rikisvaldið veiti aðstoð og geri íslenzlia fyrirtækinu kleyft að bjóða sams- konar lánafyrirgreiðslu. Hér er um að ræða iðn- grein, sem hefur öll skilyrði til pess að geta keppt á samkeppnisfæru verði við innflutning, svo framarlega sem gengi er rétt skráð. Nýlega hefur verið lagt i mikla fjárfestingu við að byggja hér upp fyrirtæki, par sem hagkvæmt skipulag og fullkomin vinnuhagræðing jafnast á við pað, sern bezt gerist erlendis. Slík fjárfesting skilar miklum arði, ef liún er nýtt eins og til er stofnað, en pað kostar lika mikið að láta hana liggja ónotaða og Framh. á bls. 28. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 13

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.