Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 15
Ræða iðimðariuálaráðlierta
á 100 ára afmœli
Iðnaðarmannafélagsins i Reykjavik
Herra forseti íslands.
Herra formaður Iðnaðarmannafélagsins í
Reykjavík.
V irðu 1 egu samkvæmisgestir.
100 ára afmæli félagssamtaka á íslandi er mik-
ill viðburður. Afmælisbarnið í kvöld er eflaust
það langelzta í sínum systkinahópi.
Þótt svo sé, ber að liafa í huga, að hár aldur er
ekki einhlítur um ágæti neins, né vitnisburður
um merka sögu. En hér er þetta fagurlega sam-
tvinnað, ofið traustum félagsböndum bjartsýnna
og framsækinna meðlima, sem eiga fjölmargar
rúnir ristar í lífssögu lítillar þjóðar, sem barðist
fyrir frelsi og sjálfstæði, sem og í þróunarsögu
lítils þorps við sundin blá í stóra og fagra borg.
Gísli Jónsson, menntaskólakennari á Akureyri.
hefur ritað sögu Iðnaðarmannafélagsins í Reykja-
vík á hundrað ára afmæli þess. Verður sannar-
lega ekki betur séð en su söguritun sé höfundin-
um og félaginu í senn til sóma.
Vér sjáum minningar um brautryðjendur, hag-
leiksmenn og landskunna forystumenn líða um
söguspjöldin.
Athafnir og framkvæmdir í byggingum, list-
sköpun og völundarsmíð, menningarmál og lijálp-
arstarfsemi Iðnaðarmannafélagsins eru þættir úr
sögu Reykjavíkur.
Mér koma í hug nokkrar ljóðlínur listaskálds-
ins góða í kvæðinu „Alþingi hið nýja“:
„Hörðum höndum
vinnur hölda kind
ár og eindaga,---
Traustir skulu hornsteinar
hárra sala.---
Bera bý
bagga skoplítinn
hvert að húsi lieim,-
Svo kvað Jónas.
En hver mundi draga í efa ,að brautryðjend-
urnir og arftakarnir í Iðnaðarmannafélaginu í
Reykjavík hafi lengst af unnið „hörðum hönd-
um“?
Og eflaust getum vér farið nærri um það, að á
uppvaxtarárum þessa félags liafi margur meðlim-
ur Jiess oft og einatt borið „bagga skoplítinn“
heim að kvöldi eftir erfiðan dag.
En hverjum hefur fremur en iðnaðarmönnum
tekizt með elju, æðruleysi og hæfileikum að
byggja hér borg „hárra sala“ úr litlu fátæku Jrorpi
lágreistra húsa og moldarkofa?
Það er sómi Iðnaðarmannafélagsins, að hjart-
sláttur Jress hefur ætíð fylgt æðaslögum Jrjóðlífs-
ins. Það á sín sterku manndómsspor í framsókn
þjóðarinnar og þroska.
100 ára starf þess gæti haft að einkunn Jressi
orð Davíðs l'rá Fagraskógi:
„Átakið skapar afl og Jrrótt.
í erfiði dagsins skal gæfan sótt.“
Liðnir félagar hafa skilað iðnaðarmönnum ís-
lands í dag dýrum arfi:
„Það bezta, sem fellur öðrum í arf,
er endurminning um göfugt starf.“
Fyrir hönd ríkisstjórnar íslands færi ég Iðnað-
armannafélaginu í Reykjavík hugheilar árnaðar-
óskir á þessum einstæða hátíðisdegi í sögu Jress.
Framh. á bls. 31.
TÍMARIT I-ÐNAÐARMANNA
15