Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 33
Bílasmíðjan og þáttur hetmar í bílasmíðum
á íslandi i 25 ár
Þann 26. marz síðastliðinn var liðinn aldar-
fjórðungur frá stofnun og upphafi Bílasmiðjunn-
ar lif., og má segja, að saga fyrirtækisins spegli
glöggt þróun þess iðnaðar, er það hefur lielgað
sig alla tíð, gengi lians og erfiðleika, sem olt liala
verið ærnir, meðal annars af völdum stjórnar-
valdanna.
Stofnendur fyrirtækisins voru finnn — þeir
Lúðvík Á. Jólrannesson, Gunnar Björnsson, Helgi
Sigurðsson, Marínó Guðjónsson og Sigfús Ó. Sig-
urðsson — en brátt bættist sjötti maðurinn í hóp-
inn, Árni Pálsson. H.afa þeir félagar starfað við
fyrirtækið óslitið síðan.
Bílasmiðjan hófst fyrst lianda um að reisa hús
yfir starfsemi sína að Skúlatúni 4, og hafði þar til
umráða húsrými, sem var 600 fermetrar, þegar
allt var talið. Þótti þar all-gott olnbogarúm til að
byrja með. Þann 26. júní sama ár kom svo fyrsti
undirvagninn til yfirbyggingar, og var það Bif-
reiðastöð Steindórs, sem reið þar á vaðið með því
að fela Bílasmiðjunni að byggja yfir 32ja manna
vagn fyrir sig. Þessi vagn var síðan notaður á leið-
inni Reykjavík—Keflavík. Má nefna það í þessu
sambandi, að mönnum fannst þessi yfirbygging
stór í þá daga, því að þá tíðkuðust engan veginn
eins stórir almenningsvagnar og síðan hafa orðið
algengir.
Bílasmiðjan hafði svo næg verkefni næstu árin,
enda stóð heimsstyrjöldin sem hæst, þegar fyrir-
tækinu var lileypt af stokkunum, og áhrifa hennar
gætti að sjálfsögðu fyrstu árin eftir að hún var
loks á enda. Á þessuin árum kom erigum til hugar
að flytja inn yfirbyggðar almenningsbifreiðir,
enda voru þær yfirbyggingar, sem sniðnar voru
eftir staðháttum hér, miklu ódýrari og sterkari en
jrær, sem fáanlegar voru erlendis. Kemur nánar
að þessu atriði hér á eftir.
Árið 1947 verða svo snögg umskipti, að því er
snertir hag bifreiðaiðnaðarins, sem var þá að
reyna að skjóta rótum hér á landi. Hið opinbera
lmgðist þá koma betra lagi á mannflutninga á
landi, og fékk póststjórnin heimild til að taka við
mannflutningum milli Hafnarfjarðar og Reykja-
víkur annars vegar og Akureyrar og Reykjavíkur
hins vegar. Þetta voru leiðir, þar sem mannflutn-
ingar voru mestir og því líklegast, að reksturinn
bæri mestan árangur. Hér skal ekki rakin saga
þessa opinbera reksturs, þótt það gæti verið freist-
andi, aðeins drepið á það atriði, sem sneri að
bifreiðaiðnaðinum í landinu. í þeim tilgangi að
koma þessum flutningum á sem traustastan
grundvöll þegar í öndverðu, var póststjórninni
nefnilega leyft að flytja inn yfirbyggða almenn-
ingsvagna og voru þeir keyptir í Tékkóslóvakíu.
Var þó sýnt, þegar þessir innflutningur var
ráðinn, að vagnar þessir mundu verða miklu
dýrari, en ef keyptar væru grindur, sem byggt
væri yfir í landinu sjálfu. En til þess að minnka
þennan mun, var gefin heimild til að lækka opin-
ber gjöld á innfluttum, yfirbyggðum almennings-
vögnum um hvorki meira né minna en 662^%.
Þegar póststjórninni hafði verið veitt heimild
til að flytja inn yfirbyggða vagna með þessum
hætti, vildu aðrir aðilar sem stunduðu mann-
flutninga á landi, fá að njóta sömu hlunninda.
Fór líka svo, að Félag sérleyfishafa fékk leyfi til
að kaupa yfirbyggða bíla frá Bandaríkjunum, og
voru þá fluttir inn tuttugu bílar með þessum
liætti. En þessi kaup voru þó ekki eins glæsileg
og menn höfðu búizt við, því að yfirbyggingar á
bílum þessum reyndust engan veginn eins vel og
menn höfðu gert sér vonir um. Varð þetta til ]:>ess,
að eigendur jæssara bíla létu rífa upprunalegu
yfirbyggingarnar og fleygja þeim, en síðan var
Bílasmiðjan fengin til að smíða á ný yfir grind-
urnar.
Er ekki of djúpt tekið í árinni, þótt sagt sé að
íslenzk iðngrein hafi sjaldan fengið eins ágæta
viðurkenningu á, að hún stæði jafnfætis sams kon-
ar erlendum iðnaði og vel það.
Þetta færði Bílasmiðjunni næg verkefni næstu
árin, ásamt öðru, eða allt til 1954, og á því ári var
meðal annars byggt yl’ir fyrsta frambyggða stræt-
isvagninn. Sýndi hann áþreifanlega, að fyrirtæk-
ið hafði vaxið upp úr fyrstu húsakynnum, því að
þegar að því kom að flytja vagninn fullgerðan úr
húsinu (Skúlatúni 4), var hann svo stór og fyrir-
ferðamikill, að ekki var hægt að ná honum út
með öðru móti en að brjóta niður gólfið í verk-
stæðinu.
TÍMARIT IÐNAÐARNIANNA
33