Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 25

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 25
Oskar Smith pípulagningameislapj Óskar er fæddur í Osló 16. marz 1897 og er því 70 ára um þessar mundir. Foreldrar hans voru Christian Srnith og kona lians Karolína. Oskar ólst upp með foreldrum sínurn. Fyrst í Osló og síðan í Hafnarfirði, ísa- firði og Önundarfirði. Árið 1914 flutti fjölskyld- an til Reykjavíkur. Óskar giftist árið 1924 Eggertínu Magnúsdótt- ur ættaðri úr Skaftafellssýslu. Hún hefur reynst Óskari traust og góð eiginkona og búið honum kærleiksríkt og fagurt heimili. Þau hjón hafa eignast þrjú myndarleg börn, sem öll eru gift og búsett hér í Reykjavík. Eins o° áður segir er Oskar fæddur í Osló en fluttist til Hafnarfjarðar með móður sinni og systkinum árið 1904 eftir að faðir hans Christian Smith liafði dvalið þar í 1 ár við vélvæðingu Tré- smiðju Jóhannesar Reykdal, sem mun vera fyrsta trésmiðja sinnar tegundar hérlendis. Atvinnuleysi var jtá mikið í Noregi og er Jóhannes auglýsti eft- ir manni, gáfu sig fram á annað hundrað manns til hins auglýsta starfs. Chrisian Smith hreppti stöðuna. Þar með voru örlög fjölskyldunnar ráð- in, hún liaslaði sér völl á íslandi með Jieim á- rangri, að nú eiga Jrau hjón fjölda afkomenda yngri og eldri, sem allir reynazt sannir og góðir íslendingar. Óskar byrjaði snemma að vinna eins og algengt var í Jrá daga. Fyrst mun hann hafa unnið fyrir kaupi í Hafnarfirði við fisk. Kaupið var 30 kr. yf- ir sumarið, borgað með úttekt í vörum. Er honum óx fiskur um hrygg lagði hann gjörva hönd á margt, bæði til lands og sjávar. Að- dragandinn að ævistarfi lians mun vera Jjessi: Frostaveturinn mikla 1918 frusu víða vatnsleiðsl- ur í húsum og götum. Christian var fenginn til að Jrýða leiðslurnar og notaði hann til þess gufu- ketil sem settur var á sleða. Sonur hans, Óskar, kynti ketilinn, síðan þurfti að gera við leiðslurn- ar og hjálpaði Óskar til við Jrað. Erá árinu 1923 helgaði Óskar sig pípulagningastarfinu. Þá var farið að ríla kolaofnana úr húsum hér en mið- stöðvarhitun tekin í staðinn. Óskar vann með föð- ur sínum að iðninni allt til ársins 1929, að faðir hans féll snögglega frá. Hann hafði Jrá haft með höndunr verkelni í pípulögnum, svo sem Hótel Borg, Elliheimilið, Landsspítalann auk mikils fjölda íbúðarhúsa víðs vegar um bæinn. Það féll í hlut Óskars að lialda rekstri föður síns áfram fyrir fjölskylduna, við að ljúka þessum verkefn- um. Hann lauk þeim öllum með mikilli prýði svo orð var á gert. Eftir það hóf hann sjálfstæðan at- vinnurekstur og hefur haldið honum til síðustu ára. Oskar hefur haft með höndum fjölda verkefna, stór og snrá, í pípulögnum sem sjálfstæður nreist- ari. Auk hinna almennu íbúðahúsavar hann verk- taki við verkamannabústaðina við Hringbraut, samvinnubústaðina við Hringbraut og Sólvalla- götu, hitalögn í Sjómannaskólanum svo eitthvað sé nefnt. Hann var einn af 4 senr tóku að sér allar götulagnir Hitaveitu Reykjavíkur, við það verk var hann verklegur framkvæmdastjóri. Talið er að það verk hafi reynzt vel og gengið sérstaklega fljótt. Óskar er vinnusamur og árrisull, samvizku- sanrur unr lramkvæmd Jreirra verka, senr hann lrefur tekið að sér, enda hefur liann alnrennt traust viðskiptavina sinna. Fratnh. á bls. 28.. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 25

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.