Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 18
byggingamanna. Afhenti félagið hinum nýju sam- tökum lóð þá, sem það hafði keypt árið 1929 á horni Hallveigarstígs og Ingólfsstrætis — svokallað Amtmannstún — í þeim tilgangi, að þar yrði nýr iðnskóli látinn rísa, þótt síðar væri horfið frá því ráði. Var svo komið um skeið, að félagið hafði lát- ið gera uppdrætti af byggingu, sem rísa átti á þess- um stað, en af frekari framkvæmdum varð ekki. Þótt máli þessu hafi ekki enn verið til lykta ráðið, heldur félagið því vakandi og vinnur að því að þoka því áfram, en á framkvæmdum eru margvís- legir erliðleikar, sem hér verða ekki raktir. Hér liafa verið nefnd ýmis baráttumál félagsins á undanförnum 100 árum, og mætti lialda slíkri upptalningu áfram lengi. Það skal þó ekki gert, en drepa má á starf félagsins að ýmsum fleiri málum, svo sem stofnun Iðnaðarbankans fyrir um 15 árum, stofnun þess á bókasafni skömmu eftir aldamót og starfrækslu þess um árabil, einn- ig var Imgmyndinni um iðnminjasafn hreyft fyrst innan vébanda félagsins og þannig mætti lengi telja. Segja má, að áhugamál félagsins liafi verið að kalla jafnmörg og meðlimirnir, og það hefur hvarvetna komið fram til góðs — lagt lið hvers konar framfara- og menningarmálum, enda ber saga þess öll því glöggt vitni. Stjórn Iðnaðarmannafélagsins skipa nú eftir- taldir menn: Formaður Ingólfur Finnbogason, varaformaður Jón E. Agústsson, ritari Vilberg Guðmundsson, gjaldkeri Leifur Halldórsson, meðstjórnandi Guðmundur St. Gíslason. A aðalfundi félagsins, hinn 20. maí 1966, var kjörin sérstök hátíðarnefnd, sem unnið hefur mik- ið starf við undirbúning aldarafmælisins, og áttu þessir menn sæti í henni: Kristján Skagfjörð for- maður, Gísli Ólafsson, Sigurbjörn Guðjónsson, Þór Sandholt og Sæmundur Sigurðsson. S 'v ÍSLENZKA BAÐSTOFAN Hér var vakað, hér var beðið, hér var starfið löngum háð. Hér var lesið, hér var kveðið, hér var þjóðarsagan skráð. Þessa vísu orti og kvað Jökull Pétursson, [ Baðstofu iðnaðarmanna 18. desember 1966, á 40 ára afmæli hennar. \^ Útibú lönaðarbankans á Akureyri. 18 TÍMARIT IfiNAfiARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.