Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 38

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 38
að rífa fyrir 20 árnm, af því að þær voru ekki nothæfar hér. Einnig ætti að fara varlega í að taka' érlent lán til margra ára að óþörfu, ef gengis- breyting skyldi verða af óviðráðanlegum ástæð- um. Það ætti að vera íslenzkum yfirvöldum metnað- armál, að búa svo um hnútana, að sá iðnaður, senr liefttr þegar sannað ágæti sitt á margan liátt, sýnt, að hann stendur hinum erlenda framar í mikilvægum atriðum, fái staðizt þá samkeppni, sem hér verður fyrirsjáanlega um að ræða. Hvað Sameinuðu Bílasmiðjuna snertir er mjög vafasamt, hvort eigendur liennar telja ástæðu til að brjótast áfram sömu braut og hingað til, ef enginn skilningur verður sýndur á þörfum fyrir- tækisins, þegar svo mikið er í húfi. Varðandi þetta atriði er t. d. rétt að minnast á, að eigendur fyrirtækisins, 40 talsins, starfa allir við það, og fyrirtækinu hefði ekki vaxið fiskur um hrygg eins og raun ber vitni, ef upprunalegu eigendurnir sex hefðu ekki lagt allt sitt í að vinna því sem mest og koma því á sem traustastan grundvöll. Eins og fyrirtækið er í dag, kostar það 15,3 milljónir króna, en eina lánið, sem það hefur fengið, nemur 2,5 milljón kr. — frá Iðnlánasjóði. í Noregi mundi slíkt fyrirtæki hafa fengið 80% stofnkostnaðar að láni, en auk þess hefði það fengið að láni allt að 50% af ársrekstri. Ýmsar greinar íslenzks iðnaðar hafa átt í mikl- um erfiðleikum að undanförnu, svo að tími virð- ist kominn til að gerðar séu raunhæfar aðgerðir til lausnar vandamálum þeirra, enda hefur það ver- ið gert gagnvart sumum, eins og sagt hefur verið hér að framan. Nú hefur enn ein iðngrein, sem fært hefur sönnur á lífsþrótt sinn, þörf fyrir, að stutt verði við bakið á lienni, þegar fyrirsjáanleg er harðvítug samkeppni margfalt stærri og stælt- ari, erlendra fyrirtækja. Má slík aðstoð þá ekki bregðast. Sameinaða Bílasmiðjan telur, að hún hafi búið svo í haginn fyrir starfsemi sína á hinum nýja vinnustað, að ef mikil verkefni á næstu mánuðum geri lienni kleift að koma á fyrirhugaðri vinnu- hagræðingu, sem undirbúin hefur verið að nokkru, geti vel svo farið, ef þróunin verður að öðru leyti hagstæð, að um útflutning á ylirbygg- ingum geti orðið að ræða í framtíðinni. En til þess að svo megi verða, verður vitanlega að gera fyrirtækinu fært að nota það tækifæri, sem því gefst, er umferð hér á landi verður breytt til hægri handar aksturs, til að treysta starfs- grundvöll sinn á allan hátt. Verði það gert, ætti iyrirtækið fljótlega að geta fært sönnur á, að ís- lenzkur iðnaður er þess virði, að honum sé veitt aðstoð. 38 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.