Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 41
á skrifstofu Sænska iðnsambandsins og hitti þar
ýmsa af fyrirmönnum sambandsins. Ræddi ég við
ýrnsa starfsmenn sambandsins og kynnti mér störf
þeirra.
Næstu daga heimsótti ég ýrnis félög iðnaðar-
manna og stofnanir, sem aðsetur hafa í Stokk-
hólmi. Þessi félög voru Málaremástarnas Rikis-
förening (Sænska málarameistarasambandið),
Elektriska Installatörsorganisationen EIO
(Sænska rafverktakasambandið), Sveriges Ur-
makare- och Optikerförbund (Sænska Úrsmíða-
sambandið) og Svenska Frisörföreningen (Sænska
hárgreiðslumeistarafélagið) en stofnanirnar voru
Smáindustriens Exportbyrá, Stockholms Stads
och Láns Företagareförening og Statens Institut
för Hantverk och Industri.
Sænska málarameistarasambandið starfar fyrst
og fremst sem vinuveitendasamtök og annast gerð
kjarasamninga við sveina o. s. frv. og aðstoðar
meðlimina í slíkum málum. Sambandið hefur
mikil afskipti af fræðslumálum málarastéttarinn-
ar og rekur áróður fyrir því að fólk noti faglærða
málara og láti mála hjá sér á vetrum ekki síður en
á sumrin til þess að koma í veg fyrir tímabundið
atvinnuleysi lijá stéttinni. Athyglisvert er jrað
fyrirkomulag á greiðslu orlofs til sveina, að meist-
ararnir greiða það í sérstakan orlofssjóð, þar sem
léð liggur á vöxtum og kemur ekki til útborgunar
fyrr en eigandi þess fer í sumarfrí. Vöxtunum af
orlofssjóðnum skipta sveina- og meistarasam-
böndin á milli sín til helminga og er um að ræða
ótrúlega liáar upphæðir, svo skiptir hundruðum
þúsunda sænskra króna á ári. Þessu fé er fyrst og
frernst varið til fræðslumála og til áróðurs og aug-
lýsinga fyrir stéttina í heild.
Rafverktakasambandið rekur mikla sameigin-
lega þjónustu fyrir meðlimi sína og margs konar
leiðbeiningastarfsemi. Það hefur gengist lyrir út-
gáfu staðlaðra útboðslýsinga á raflögnum og raf-
lagnaefni, en að því er geysilegt hagræði bæði fyr-
ir verktaka og byggingariyrirtæki, enda hafa slík-
ar staðlaðar útboðslýsingar verið teknar upp í
flestum greinum byggingariðnaðarins í Svíþjóð.
Úrsmiðasambandið rekur mikla auglýsinga-
starfsemi þar sem almenningur er hvattur til að
beina viðskiptum til hinna faglærðu meðlima fé-
lagsins, en Jreir auglýsa allir undir sameiginlegu
merki, sem er orðið vel Jrekkt. Félagið kappkostar
að lialda upp háum faglegum staðli (standard) og
brjóti félagsmaður siðareglur félagsins er honum
vikið úr félaginu og sviptur rétti til Jress að nota
merki jtess. Ennfremur reka félagsmenn gagn-
kvæma ábyrgðarstarfsemi og hafa með sér sam-
starf á fleiri sviðum, sem er mjög til fyrirmyndar.
Hárgreiðslumeistarafélagið er eitt fjölmennasta
iðnfélag Svíþjóðar með 8—9000 meðlimum. Það
á fallega, nýlega byggingu í Bromma í Stokk-
hólmi, Jjar sem Jjað hefur skrifstofur sínar og fag-
skóla, sem það rekur. Þar eru halclin fjölmörg
námskeið fyrir sveina og meistara en ennfremur
gengst félagið fyrir mikilli kynningarstarfsemi
meðal félagsmanna, þar sem kynntar eru nýjar
tízkur í hárgreiðslu karla og kvenna. Loks gengst
félagið fyrir hárgreiðslusamkeppnum innanlands
og meðlimir þess taka Jrátt í sams konar keppnum
erlendis.
Smáindustriens Exportbyrá er stofnun, sem
rekin er fyrir opinbert fé og veitir litlum iðnfyrir-
tækjurn, sem hefja útflutning, margháttaða að-
stoð. Aðstoðin er allt frá Jrví að annast erlendar
bréfaskriftir til lánsfjárútvegunar vegna útflutn-
ingsframleiðslu og aðstoð við jDátttöku í erlendum
iðnsýningum. Sænska iðnsambandið hefur náið
samstarf við þessa stofnun og tilnefnir m. a. full-
trúa í stjórn hennar.
Nánar er skýrt frá starfi þeirra annarra stofn-
ana, sem ég heimsótti í Stokkhólmi, í skýrslu
minni um starfsemi Sænskra iðnsambandsins og
því óþarft að rekja Jjað hér.
Næst síðasta daginn sem ég var í Stokkhólmi
komu framkvæmdastjórar iðnsambandanna í
Noregi og Danmörku til Stokkhólms og héldum
við Jrar framkvæmdastjórafund, þar sem skipzt
\'ar á ýmsum upplýsingum um starfsemi samband-
anna og framgang ýmissa baráttumála þeirra.
Slíkir fundir eru haldnir öðru hverju, þegar vel
stendur á, og eru að nrörgu leyti mjög gagnlegir.
Áður en ferðinni var haldið áfram til Kaup-
mannahafnar, lagði ég nokkra lykkju á leið mína
og hélt til Þýzkalands og var þar í nokkra daga.
Þaðan hélt ég áfram til Genfar, en dagana 28.
október til 3. nóvenrber var haldinn þar lraust-
fundur Alþjóða-iðnsambandsins (Internationale
Gewerbeunion), og h. 4. nóv. hélt Alþjóðasanr-
band iðnaðarmanna (Internationale Eöderation
des Handrverks) aðalfund sinn, en Jrað er deild í
IGU. Frá Norðurlöndunr var að Jressu sinni mætt
fjölmennari sendinefnd en nokkru sinni fyrr, Jr. e.
formenn sambandanna í Danmörku, Noregi og
Svíþjóð og framkvæmdastjórar danska, norska og
íslenzka sambandsins. Fram að Jressu liafa öll
Norðurlöndin senr lreild verið aðili að aljrjóða-
samböndunum en nú hefur orðið sú breyting, að
Noregur og Svíþjóð hafa hvort urn sig sjálfstæða
aðild en hin Jrrjú Norðurlöndin eru sameiginlegir
meðlimir í gegnum Norræna iðnráðið.
Frá Genf var flogið til Kaupmannahafnar og
Jrar dvalizt í eina viku. Þar heimsótti ég m. a.
Iðnaðarmannafélagið í Kaupmannahöfn, gamalt
og virðulegt félag, sem um margt minnir á Iðn-
TÍMARIT lUNAirARMANNA
41