Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 19
B R A G I HANNESSON, bankastjóri:
Starfsemi lánastofnana
iðnaðaríns árið 1966
Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. var hald-
inn í samkomuhúsinu Lídó laugardaginn 1. apríl
s.l. Fundinn sóttu um 250 lduthafar, og meðal
viðstaddra voru Jóhann Hafstein, iðnaðarmála-
ráðherra og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri.
Sveinn B. Valfells, formaður bankaráðs flutti
skýrslu bankaráðs um starfsemi bankans síðast-
liðið starfsár. Bankastjórarnir Bragi Hannesson
og Pétur Sæmundsen, lögðu fram og skýrðu reikn-
inga Iðnaðarbankans og Iðnlánasjóðs. Fundar-
stjóri var Tómas Vigfússon, húsasmíðameistari
og fundarritari Ástvaldur Magnússon, deildar-
stjóri.
Starfsemi Iðnaðarbankans jókst mikið á árinu.
Nýtt útibú tók til starfa í október að Háaleitis-i
braut 60, og er forstöðumaður þess Helgi Elías-
son, sem var deildarstjóri í innheimtudeild aðal-
bankans.
Innstæður í sparisjóði hækkuðu verulega á ár-
inu eða um 103,9 millj. kr. og í hlaupareikningi
um 20,5 millj. kr. og nemur þá heildarinnláns-
aukning 124,4 millj. kr. eða 30,21%. Heildarinn-
lánsfé Iðnaðarbankans um áramótin var 536
millj. kr. Um stofnun nýrra reikninga er það að
segja ,að í aðalbanka voru stofnaðir 1400 nýir
reikningar, á Akureyri 840, í Halnarfirði 534 og
í Grensásútibúi 278 reikningar eða samtals 3052.
Víxlaeign bankans í heild jókst um 47 millj.
kr. en fjöldi keyptra víxla var samtals 39.774 stk.
Lán í hlaupareikningi uxu um 12,8 millj. kr. og
verðbréfaeign óx um 26,8 millj. kr. Meginhluti
þeirrar hækkunar stalar af Jrátttöku Iðnaðarbank-
ans eins og annarra banka í fjáröflun til fram-
kvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar, en 10% af
innlánsaukningunni fór í Jiessi verðbréfakaup s.l.
ár. Þá var 6,7 millj. kr. af lausaskuldum breytt í
föst lán skv. heimild í lögum og reglugerð um
það efni.
Samtals nam Jrá útlánaaukningin 86,7 millj. kr.
eða 24,87% á móti 58 millj. kr. árið áður og
19,98% aukningu.
Innstæða í Seðlabankanum óx um 26,9 millj.
kr. aðallega vegna innstæðubindingar. Var Jrá
bundið fé í Seðlabankanum um áramót 96 millj.
kr.
Rekstrarafkoma bankans s.l. ár var heldur verri
en árið áður, en reksturskostnaður var nú 14,4
millj. kr. Tekjuafgangur var 2 millj. kr. í vara-
sjóð voru færðar 440 þús. kr., jafnframt því sem
aðalfundurinn samþykkti að greiða ekki arð að
J^essu sinni, en færa 1 millj. kr. af óráfstöfuðum
tekjuafgangi í varasjóð. Er þá varasjóður kominn
í 11 millj. kr. Afskrifað var af húsbúnaði 578
Jrús. kr.
Orsakir verri rekstursafkomu bankans s.l. ár
miðað við 1965 eru m. a. Jxer, að í ársbyrjun 1966
varð 1% vaxtahækkun, sem kom að sjálfsögðu
strax á innlánin, en ekki á þegar framkvæmd
útlán. Þá má minna á fjárfestingu í hinum nýju
útibúum og vaxtakjör af bundnu fé í Seðlabanka.
Þjónustustörf Iðnaðarbankans hafa aukizt ár
frá ári. Er hlutur innheimtudeildar þar mestur,
en á s.l. ári námu innheimtur af víxlum oa
o
skuldabréfum alls 96,3 millj. kr. þar af innlagt á
reikninga 79,5 millj. kr., en árið áður 51,2 millj.
kr.
Ábyrgðir vegna viðskiptamanna lækkuðu um
13,9 millj. kr. og stafar sri lækkun aðallega af Jiví,
að ábyrgð vegna Iðngarða hf. gekk út á árinu.
Staða Iðnaðarbankans gagnvart Seðlabankan-
um var góð á s.l. ári og um áramót var innstæða
2 millj. kr. á viðskiptareikningi.
Um útibú Iðnaðarbankans er Jrað að segja að
starfsemi þeirra allra gengur með ágætum og
útibúin í Hafnarfirði og á Akureyri hafa náð
Jrví innlánsfé að rekstur Jreirra ber sig. Um mán-
aðarmótin maí—júní námu innstæður í þeim
Jiessum fjárhæðum: Á Akureyri 47,6 millj. kr., í
Hafnarfirði 47,4 millj. kr. og í Grensásútibúi 15
millj. kr.
Iðnaðarbankinn á húsnæði Jrað, sem Akureyr-
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
19’