Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Síða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Síða 9
FORSÍBUMYNDIN sýnir mynd úr vcggskreytingn í Iðnaðarbankanum. EFN 1: Þingsetningarræða Sig. Kristinssonar . 4 Rieða Gunnars Thoroddscn .... 11 37. Iðnþing íslendinga..............15 Úrdráttur úr ályktun Iðnþings ... 21 Iðnaðarmannafélagið í Rvík 110 ára 26 Þórleijur Jónsson: Norrænt Iðnþing.....................29 Sveinn Hannesson: Sænskt frumvarp til eflingar iðnaði . 32 Aðalfundur S.M.S....................34 Iðnkynningin, heiðranir...............36 Þór Sandholt: Kynningarfundur um ál og ál- framleiðslu........................39 Hannes Guðmundsson: Endurkaupalán Seðlabanka íslands . 41 Félag löggiltra rafverktaka 50 ára . . 43 Úrsmíðafélag íslands 50 ára .... 45 Sveinn Björnsson: Sveitarstjórnir og iðnþróun .... 47 Aðalsteinn Jónsson: R. i. Tréiðnaðardeild...............50 Hákon Ólafsson: R. 1). Húsbyggingartæknilegar rannsóknir.........................54 Kynning fyrirtækja - Stjörnustál hf. 58 Jóla- og nýárskveðjur...............62 TÍMARIT 1ÐNAÐARMANNA Útgejandi: I.ANDSSAMHAND IÐNAÐAUMANNA Ritstjórar: Sir.URÐUR KRISTINSSON ÞÓRLEIFUR JÓNSSON Setning og prentun: Prentsmiðjan Hólar hf. Byggingariðnaður Byggingariðnaðurinn er svo gildur páttur i efnahagslífi okkar, að 25—30% heildarfjárfestmgar á átri hverju er fólgin í íbúða- byggingum. Hagkvœm vinnubrögð og góð nýting þess mikla fjár- magns, sem fer til húsnœðismála er því mikilvæg. Þá er einnig rétt að hafa í huga hvilik áhrif húsnœðiskostnaður hefur á lífsltjör fólksins i landinu. Og húsnœðismáúin eru þýðingarmikill þáttur í byggðaþróun. Aœtlanadeild Framkvœmdaslofnunar ríkisins hef- ur spáð þvi, að byggju þurfi milli 2400-2800 íbúðir á ári nœsta áratuginn. Þegar best hefur látið hefur byggingariðnaðurinn get- að framleitl 1800—2000 ibúðir á ári undanfarin ár. Vafalaust er eitt brýnasta hagsmunamál hverrar fjölskyldu og þjóðarbúsins í heild að nœgilegt og stöðugt framboð sé á húsnœði og þar af leiða?idi minni verðsveiflur i markaðinum. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að sveifur í efnahagslífi íslendinga leggj- ast með miklum þunga á vinnumarkað byggingariðnaðarins og veldur það, ásamt viðvarandi skorti á ibúðarhúsnæði, bæði hœrri byggingarkostnaði og markaðsverði á ibúðarhúsnæði en annars vœri. Ef tœkist að verulegu marki að lækka byggmgarkostnað, væri það raunhæfasta kjarabótin fyrir allan almenning. Meðal annars kemur hér til greina verksmiðjuframleiðsla byggmgarem- inga og einingahúsa í stærri stil en átt hefur sér stað. Að undanförnu hefur byggingariðnaðurinn verið allmikið i sviðsljósinu og mikið verið um hann rætt. M. a. hefur Rannsókna- ráð rikisins látið fjalla um hann i starfshópi, sem gerði um hann skýrslu, sem á að þjóna sem umræðugrundvöllur fyrir mótun stefnu i rannsóknarmálunum. 1 framhaldi af þeirri skýrslugerð hefur verið haldin ráðstefna, þar sem fram komu fjölda margar ábe?idingar um það, sem betur mætti fara í byggingariðnaðinum og aðstöðumáilum hans, ásamt uppástungum urn hvernig leysa mætti eilthvað af þessum vandamálum. Ein af þeim ábendingum, sem allmikil áhersla er lögð á til úr- bóta i þessum iðnaði, bæði i þessari. umrœðu og oftar, er sú, að stefna beri að stóraukinni verksmiðjuframleiðslu húsa og hús- hluta. Þessi ábending er fram sett af mismunandi miklu raunsæi. Margir telja þessa lausn fyrirfram sjálfsagða og að hún rnuni verka sem eins konar töframeðal á iðtiaðinn. Aðrir eru gætnari og benda á nauðsyn þess að iliuga hvaða afleiðingar slilit mundi hafa fyrir ýmsa þá þætti, sem máli skipta. Hér þarf margs að gæta. Að um raunverulega aukna hagkvæmni sé að ræða, að framleiðslan henti íslenskum staðháttum, hvers konar efni er hentugast, gjaldeyrishliðina o. fl. Þá veltur einnig á miklu að slik framleiðsla í verksmiðjum sé tengd þeirri verk- kunnáttu og þekkingu almennt, sem fyrir er í byggingariðnaði okkar og áratuga reynslu. Jafnframt þarf að hafa i huga að fleiri leiðir koma til greina til að aulta framleiðsluna og lækka byggingarkostnað, svo sem endur- bættar byggingaraðferðir, sem gefið liafa góða raun t. d. i Svíþjóð, en þar er talið að framleiðsla með endurbættum aðferðum hafi lækkað byggingarkostnað talsvert meira heldur en verksmiðju- framleidd hús. Framh. á bls. 20 TÍMARIT IÐNABARMANNA 3

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.