Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 17
Ræða Gimnars Thoroddsens iðnaðarráðlierra við setningu 37. iðnþings Ný iðnað'arlög Iðnaðarlöggjöfin, lögin um iðju og iðnað, er að meginstofni hálfrar aldar gömul. Endurskoðun og endurnýjun er tímabær. Nýtt frumvarp til iðnaðarlaga hefur nú verið samið og verður lagt fyrir Alþingi í haust. í nefnd þeirri, sem á vegum iðnaðarráðuneytis hefur unnið að því máli hefur Landssamband iðnaðar- manna átt tvo fulltrúa, þá Sigurð Kristinsson, forseta Landssambandsins og Björgvin Frederik- sen, fyrrverandi forseta Landssambandsins. Þetta frumvarp verður til umræðu nú á Iðnþinginu. Meðal nýmæla, sem felast í frumvarpinu má nefna: 1. Tekið er upp sameiginlegt heiti, iðnaður, sem tekur bæði til handiðnaðar og verksmiðjuiðn- aðar. 2. Nokkuð eru rýmkaðar heimildir meistara til að ráða óiðnlært fólk til iðnaðarstarfa og sama gildir um heimild starfsmanna stofnana og fyr- irtækja til að annast minniháttar viðhald á eignum þessara aðila. Eru breytingar þessar í samræmi við þær venjur er tíðkast í þessum efnum í dag. 3. Þá eru skýrari ákvæði um skilyrði, er uppfylla þarf til þess að leysa meistarabréf og m. a. gert ráð fyrir að ljúka þurfi meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla. Á meðan meistara- skóli er ekki í iðninni, á að vera unnt að leysa meistarabréf, hafi viðkomandi unnið undir stjórn meistara í iðngreininni eða nátengdri iðngrein, að loknu sveinsprófi, eigi skemur en tvö ár. Byggingariðnaður Byggingariðnaður og hvers konar mannvirkja- gerð er mikilvægur þáttur í atvinnustarfsemi okk- ar. Er áætlað, að 12% mannaflans í landinu starfi að þessari atvinnugrein. 25—30% fjárfestingar á ári hverju mun vera fólgin í byggingu íbúðarhús- næðis. Það gefur auga leið, að góð nýting fjár- magns og hagkvæmar framleiðsluaðferðir skipta þjóðina miklu máli. Á síðasta Iðnþingi greindi ég frá þeim athug- unum, sem þá stóðu yfir á þörf fyrir íbúðarhús- næði á næstu árum. Þessum athugunum er lokið. í janúar s.l. gaf Framkvæmdastofnun t'it íbúðaspá til ársins 1985. I meginatriðum eru niðurstöður þær, að þörf sé fyrir 24.000—28.000 nýjar íbúðir á tímabilinu 1976—1985 eða 2.400—2.800 nýjar íbúðir á ári að meðaltali. Ástæða er til að vekja athygli byggingariðnaðarmanna á þessari skýrslu og hinum stórfelldu verkefnum í byggingariðn- aði á komandi árum. Það er eitt brýnasta hagsmunamál hverrar fjöl- skyldu, að fyrir hendi sé á hverjum tíma nægilegt og stöðugt framboð húsnæðis við hagkvæmu verði. Ávallt fara fram umræður um það, hvaða leiðir sé unnt að fara til lækkunar á byggingar- kostnaði. Þeim árangri ber að fagna, sem náðst TÍMARIT ÍÐNAÐARMANNA 11

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.