Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 18
hefur til aukinnar hagkvæmni í byggingarfram-
kvæmdunr með nýrri verktækni. Iðnaðarráðu-
neytið hefur átt viðræður við forsvarsmenn sam-
taka ykkar um leiðir til frekara átaks í þessum
efnum og jafnframt lagt áherslu á, að við val á
leiðurn í þessum efnum verði þess gætt, að þær
henti okkar aðstæðum og tengist þeirri kunnáttu
og þekkingu, sem fyrir er í byggingariðnaði okk-
ar og áratuga reynslu. Framkvæmdastjórn Lands-
sambandsins hefur nú sett fram athyglisverðar
hugmyndir um hvernig unnið skuli að þessu
verkefni og vil ég hvetja til þess, að jrví verki
verði hraðað.
Frumkvæði Landssambands iðnaðarmanna og
Meistarasambands byggingamanna um könnun á
byggingarstarfsemi, sem nýlega er hafin, er at-
hygfisvert. Er þess að vænta að með könnun þess-
ari verði tök á að fylgjast nánar með framvindu í
jressari iðngrein, en það er nrjög mikilvægt, jregar
ræða jrarf málefni hennar og vinna að úrlausn
vandamála. Samkvæmt fyrstu könnun, senr ný-
konrin er út, virðist skortur á byggingarlóðum
vera áberandi vandamál byggingariðnaðarins.
Nægilegt framboð byggingarlóða hlýtur að vera
ein af meginforsendunr þess, að fyrirtækin geti
notað hagkvæmustu byggingaraðferðir og aukna
vélvæðingu, það jrarf að úthluta byggingafyrir-
tækjum byggingalóðum í ríkara mæli en lringað
til, þannig að þau ráði meira um framkvæmda-
lrraða og mundi það auðvelda alla skipulagningu
byggingaframkvæmda.
Endurskoðun laga um Húsnæðismdlastofnun
ríkisins
Endurskoðun fer nú franr á lögum um Hús-
næðismálastofnun ríkisins. I því sambandi vil ég
sérstaklega taka það fram, að brýn nauðsyn er á
að laga húsnæðislánakerfið að nútímaþörfum
byggingariðnaðarins.
Frumvarp til byggingarlaga var til meðferðar á
síðasta Alþingi, en hlaut því miður ekki af-
greiðslu. Verður það lagt fyrir þing í haust og er
líklegt að það hljóti nú fullnaðar afgreiðslu.
Skipaiðnaður
Skipaiðnaður er orðinn ein af mikilvægustu
atvinnugreinum okkar og mun fara vaxandi. Það
hefur verið stefna iðnaðarráðuneytisins, að stuðla
eftir megni að því, að nýsmíði, viðgerðum og
breytingum skipa sé beint til innlendra stöðva.
Fyrr á þessu ári áréttaði ráðuneytið þessa stefnu
með bréfi til Fiskveiðasjóðs og langlánanefndar.
Þar segir:
„Það eru eindregin tilmæli ráðuneytisins, að
áður en samþykkt er lán til kaupa, breytinga
og viðgerða á íslenskum fiskiskipum erlend-
is, þá sé rækilega kannað, hvort ekki sé unnt
að framkvæma viðkomandi verk hér innan-
lands.“
Nýjar reglur hafa nú verið settar urn lán Fisk-
veiðisjóðs til skipakaupa og viðgerða. Til ný-
smíði fiskiskipa hjá innlendri skipasmíðastöð lán-
ar Fiskveiðisjóður 75% af andvirði og Bygginga-
sjóður 10%. En lánsheimildir hafa verið þrengd-
ar mjög til skipakaupa erlendis.
Lán vegna viðgerða eða breytinga verða þann-
ig, að Fiskveiðisjóður lánar 75% vegna viðgerða
eða breytinga innanlands, en 67% er verkið er
framkvæmt erlendis. Byggðasjóður hættir að veita
10% lán vegna viðgerða eða breytinga erlendis,
en veitir 10% ef verk er unnið innanlands.
Með þessum reglum hefur loks fengist lagfær-
ing á lánamálum skipaiðnaðarins, en áður hefur
skipan þessara mála verið innlendum stöðvum
mjög í óhag.
Að undanförnu hefur Iðnþróunarstofnun ís-
lands í samvinnu við aðrar stofnanir og samtök
skipaiðnaðarins unnið að liagræðingu í skipa-
snríðum og hefur árangur orðið góður.
Vegna mikilvægis skipaiðnaðar, og er þá átt
við nýsmíði, viðgerðir og breytingar, Jrótti brýnt
að skilgreina sem nánast bæði vandamál og mögu-
leika iðngreinarinnar. El tir ýtarlega könnun þess-
ara mála ákvað iðnaðarráðuneytið að skipa nefnd,
sem á að taka eftirfarandi atriði sérstaklega til
athugunar:
1. Væntanlega eftirspurn og J)örf innanlands fyr-
ir skipaviðgerðir og nýsmíðar næstu árin.
2. Getu innlenda skipaiðnaðarins til að anna
þeirri eftirspurn.
3. Nauðsynlega heildarfjárfestingu er miðist við
hagkvæma uppbyggingu greinarinnar.
4. Leiðir til fjármögnunar.
5. Aðrar aðgerðir er stuðli að eflingu samkeppn-
ishæfni skipaiðnaðarins.
Ég vænti mikils árangurs af starfi Jressarar
nefndar, en aðilar, sem nrálið snertir, eiga full-
trúa þar: Félag dráttarbrauta og skipasmiðja,
Samband málm- og skipasmiðja, Iðnjrróunar-
stofnun, Framkvæmdastofnun, samgönguráðu-
neyti, Landssamband íslenskra útvegsmanna og
Siglingamálastofnun.
Innkaup ríkisins
Ríkið og stofnanir þess eru stór vörukaupandi
og viðskiptaaðili. Kemur þar til bæði rekstur rík-
isstofnana og þær fjölmörgu verklegu fram-
kvæmdir, sem unnið er að á hverjum tíma.
12
TÍ MARIT IÐNABARMANNA