Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Qupperneq 19
Þinðfulltrúar og gestir við setningu 37. Iðnþings íslendinga.
Á ríkisstjórnarfundi 29. mars 1977 var sam-
þykkt tillaga iðnaðarráðherra um að iðnaðar-
ráðuneyti, fjármálaráðuneyti og viðskiptaráðu-
neyti tilnefni fulltrúa til þess að gera tillögur
um, hvernig haga megi innkaupum ríkis og ríkis-
stofnana þannig að þau miði að því að styrkja ís-
lenskan iðnað.
Starfa nú fulltrúar þessara ráðuneyta að tillögu-
gerð í þessum efnum.
Ýmsar Jeiðir ættu að vera færar í þessum efn-
um. Vil ég á þessu stigi mála nefna nokkur atr-
iði:
1. Stuðla mætti að vöruþróun og nýframleiðslu í
íslenskum iðnaði á þann hátt, að við bygginga-
framkvæmdir á vegum hins opinbera verði
opnuð leið til prófana á nýjurn framleiðsluvör-
um, áður en þær eru sendar á hinn almenna
markað.
2. Stuðla mætti að gagnkvæmum upplýsingum
milli stofnana ríkisins og framleiðslu- og þjón-
ustuiðnaðarins. I eins miklum mæli og unnt er
þyrftu á hverjum tíma að liggja fyrir upplýs-
ingar um væntanlegar þarfir ríkisins og stofn-
ana þess og upplýsingar um vöru- og þjónustu-
framboð fyrirtækjanna, þannig að strax á hönn-
unarstigi sé unnt að taka tillit til innlendrar
framleiðslu og þjónustu.
3. Verklegar framkvæmdir eru stór hluti ríkisút-
gjalda á hverjum tíma. Þessar framkvæmdir eru
oftast boðnar út til verktaka og leitað eftir hag-
kvæmustu tilboðum.
Þarna gæti verið svigrúm fyrir breytingar,
t. d. með því að skilgreina betur en nú er rétt-
indi og skyldur undirverktaka og að bjóða verk
út í minni verkeiningum en venja hefur verið
jjegar um ríkisframkvæmdir hefur verið að
ræða, og gefa á þann hátt fleiri fyrirtækjum
kost á þátttöku í framkvæmdum og bæta jvann-
ig aðstöðu innlendra aðila.
Ýmsar fleiri leiðir koma til álita, án þess að
gengið sé á gagnkvæma viðskiptasamninga við
önnur ríki.
Ný tollskrá
Um síðustu áramót gengu í gildi ný tollskrár-
lög, sem efnislega eru í beinu framhaldi fyrri
breytinga á tollskrárlögum frá árunum 1970 og
1974. Hin nýju tollskrárlög kveða á um samnings-
bundnar tollalækkanir fram til 1980 vegna að-
ildar Islands að EFTA og fríverslunarsamnings
íslands við Efnahagsbandalagið, auk lagfæringa
og breytinga á öðrum tollum, einkum vegna
breytinga á aðstöðu innlends iðnaðar fram til
1980.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
13