Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Blaðsíða 20
Söluskattur á vélum og tækjum til iðnaðar var
felldur niður að hálfu í janúar 1975. Nú hefur
skrefið verið stigið tif fulls og söluskattur á þess-
um vörum felldur niður að fullu. Þessar ráðstaf-
anir ern mikilvægur áfangi í þeirri viðleitni að
auðvelda íslenskum iðnfyrirtækjum að laga sig að
breyttum markaðsaðstæðum, sem fylgdu aðild ís-
lands að fríverslnnarsamtökum Evrópu við upp-
haf þessa áratugs.
I heimildarákvæðum tollskrárinnar felst veru-
legt svigrúm til þess að lagfæra þau atriði, sem
kynnu að torvelda eðlilega aðlögun.
Gefin hefur verið út auglýsing samkvæmt
heimildarákvæðum þessum og nú er svo komið,
að útflutningsiðnaður og flestar greinar íslensks
svonefnds samkeppnisiðnaðar búa við tollfrelsi á
flestum aðföngum framleiðslunnar. Verndartoll-
ar eru enn á innfluttri samkeppnisvöru á bilinu
frá 15—35%, og að meðaltali um 25%. Sú toll-
vernd fer minnkandi á næstu árum uns tollvernd-
in verður horfin í upphafi árs 1980.
Lánsfjármál
Á fyrstu árum EFTA-aðildar var framvinda í
lánamálum iðnaðarins ekki með þeim liætti sem
æskilegt hefði verið. Urn lánsfjáröflun og láns-
kjör hefur iðnaðurinn búið við lakari kost en
aðrir höfuðatvinnuvegir okkar, landbúnaður og
sjávarútvegur.
Á 2—3 síðustu árum er þó um verulega aukn-
ingu að ræða á útlánagetu lánasjóða iðnaðarins.
Mest er aukningin hjá Iðnlánasjóði, úr um 750
millj. kr. 1976 í rúmlega 1200 millj. kr. 1977. Og
séu borin saman önnur ár, hefur útlánafé Iðn-
ilánasjóðs aukist úr liðlega 300 milljónum 1974 í
rúmlega 1200 milljónir í ár. Hér skiptir máli
einkar traust eiginfjárstaða og að framlag ríkis-
sjóðs þrefaldast á þessu ári eða hækkar úr 50 millj.
kr. í 150 millj. kr.
Mikilvægt er, að jafna lánskjör og aðgang að
lánsfé til allra greina atvinnulífsins. Nokkuð hef-
ur að undanförnu miðað í þá átt að jafna lána-
kjör fjárfestingarlána atvinnuveganna, þótt enn
skorti á, að það skref sé stigið tíl fulls. Nýlega hef-
ur náðst jafnræði um vaxtakjör endurkeyptra
rekstrarlána Seðlabankans til landbúnaðar, sjáv-
arútvegs og iðnaðar. Á hinn bóginn nýtur iðnað-
urinn engan veginn jafnræðis að því er snertir að-
gang að slíkum rekstrarlánum og verður áfram
unnið að því að koma þar á jöfnuði.
Þriggja manna starfshópur hefur það sérstaka
verkefni að gera athugun á þeim aðstöðumun
sem iðnaðurinn býr enn við í lánamálum og gera
tillögur um jöfnun á aðstöðu.
Aðstöðumunur
Til jæss að fjalla nánar um þann aðstöðumun,
sem iðnaðurinn býr við, starfar á vegum iðnaðar-
ráðuneytisins nefnd, sem skipuð er fulltrúum
samtaka iðnaðarins, fjórum þingmönnum, full-
trúum fjármálaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis,
Þjóðhagsstofnunar og Iðnþróunarstofnunar.
Hlutverk nefndarinnar er að bera saman starfsað-
stöðu íslensks iðnaðar og iðnaðar í samkeppnis-
löndum okkar annars vegar og annarra höfuðat-
vinnuvega hins vegar og koma með tillögur um
löggjafar- og framkvæmdaatriði, sem í ljós kem-
ur að nauðsynlegar verða til að jafna starfsaðstöðu
íslensks iðnaðar. Gert er ráð fyrir Jdví, að tillögur
frá nefnd þessari liggi fyrir, J^egar J^ing kemur
sarnan nú eftir röskan mánuð.
Það er ljóst, að vissar greinar eiga við sín sér-
stöku vandamál að ræða í sambandi við fríversl-
unarsamningana við önnur lönd. Ein þessara
greina er húsgagna- og innréttingaiðnaðurinn,
sem vissulega gegnir mikilvægu hlutverki í þjóð-
arbúskap okkar. Sérstakar athuganir hafa farið
fram á þessari iðngrein og lágu niðurstöður þeirr-
ar athugana fyrir nú í vor. Ráðuneytið skipaði
sérstaka nefnd í júní s.l., sem falið var að taka til
athugunar ábendingar þær, sem fram hafa komið
og að beita sér fyrir framkvæmd aðgerða til að
anka samkepnishæfnina í samráði við ráðuneytið
og Iðnþróunarsjóð. Framkvæmdastjóri Lands-
sambands iðnaðarmanna, Þórleifur Jónsson, á
sæti í þessari nefnd og gegnir hann þar jafnframt
formennsku.
Iðnkynning
í byrjun september 1976 var formlega hafin
upplýsingastarfsemi um íslenskan iðnað undir
nafninu íslensk iðnkynning. Að henni standa
Samtök iðnaðarins, Neytendasamtökin og iðnað-
arráðuneytið.
Tilgangur íslenskrar iðnkynningar er að efla
sölu á íslenskum iðnaðarvörum, glæða almennan
skilning á mikilvægi iðnaðarins, á þeirri miklu
atvinnu sem hann veitir, gjaldeyrisöflun og þeim
gjaldeyrissparnaði, sem hann hefur í för með sér.
íslensk iðnkynning hefur nú bráðlega staðið
yfir í eitt ár og er gert ráð fyrir að henni ljúki
með iðnkynningu í Reykjavík seinni hluta sept-
ember. Það er ánægjulegt, að svo náið og gott
samstarf skuli hafa tekist með þeim, sem að þess-
ari kynningu standa. Málefni iðnaðarins hafa
komið meir til umræðu en oft áður. Skoðana-
kannanir hafa staðfest að almenningur telur starf-
semina liafa haft góð og gagnleg áhrif. Þær hafa
einnig leitt í ljós, að innkaupavenjur fólks hafa
Framh. á bls. 32
14
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA