Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 24

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 24
Ályktun um verðtryggingu fjárskuldbindinga Erindi þetta hafði borist stjórn L. i. frá Meist- arasambandi bygginganranna og hafði nefnd inn- an stjórnar samið ályktun um málið til þingsins. Löggjafarnefnd gerði lítilsháttar breytingu við ályktunina, sem síðan var samþykkt samhljóða með breytingunni. Almennur lífeyrissjóður iðnaðarmanna Nefndin gerði engar tillögur urn breytingar á reglugerðinni og var reglugerðin borin undir at- kvæði umræðulaust og samþykkt. Frumvarp iil iðnaðarlaga Framsögu fyrir hönd nefndarinnar liafði Olaf- ur Jónsson, og gat Jaess að nefndin hefði fengið ábendingar um að 14. greinin Jayrfti lagfæringar við, en engu að síður vildi nefndin leggja til að frumvarpið yrði samjrykkt óbreytt, og var svo gert. Auk framsögumanna tóku þessir til máls og sumir oftar en einu sinni. Aðallega um iðnaðar- lögin: Sigurður Kristinsson, Guðni Magnússon, Karl Maack, Sigursteinn Hersveinsson, Ingólfur Finnbogason, Björgvin Frederiksen, Ólafur Er- lingsson og Haraldur Sumarliðason. Að Jressu loknu var fundi frestað og þingfull- trúar þágu boð Slippstöðvarinnar hf. um skoðun á fyrirtækinu og snæddu hádegisvei'ð í boði þess. Eftir hádegisverð tók 1. varaforseti, Sveinn Sæ- mundsson, við fundarstjórn og var fyrst tekið fyr- ir nefndarálit löggjafarnefndar um: Erindi skrúðgarðyrkjumeistara Erindi þetta hafði borist stjórn L. i. sem samdi ályktun um málið til þingsins. Framsögumaður löggjafarnefndar var Sigursteinn Hersveinsson og lagði fram nýja ályktun með veigamiklum breyt- ingum um málið. Eftir miklar umræður var hin nýja ályktun samþykkt. Auk framsögumanns tóku Jressir til máls: Gunnar S. Björnsson, Guðni Magnússon, Ásgrím- ur P. I.úðvíksson, Haraldur Sumarliðason, Karl Maack, Björgvin Frederiksen, Ingólfur Einn- bogason. Þá var komið að skipulagsnefnd að gera grein fyrir störfum sínum og var Vigfús Sigurðsson framsögumaður nefndarinnar. Rakti Vigfús mál nefndarinnar, þ. e. tillögu um breytingar á lög- um Landssambandsins um fulltrúa á Iðnjiing, Jrar sem nefndin lagði til að valkostur nr. 3 yrði val- inn. Ályktun um tæknistofnanir, sem nefndin lagði til að yrði samjrykkt óbreytt og í Jrriðja lagi breyting á 8. gr. 4. tl. laga Landssamandsins, sem nefndin lagði til að yrði samjaykkt. Eftir framsöguræðu Vigfúsar hófust umræður um lagabreytingarnar og tóku Jressir til máls: Sigursteinn Hersveinsson, Ásgrímur P. Lúðvíks- son, Sigurður Kristinsson, Haraldur Sumarliða- son og Trausti Einarsson. Að umræðum loknum var málinu vísað til nefndar og 2. umræðu. Alyktim um tcelinistofnanir Var samþykkt samhljóða. Fræðslunefnd gerði Jdví næst grein fyrir störf- um sínum og var framsögumaður Ólafur Pálsson, formaður nefndarinnar. Ályktun um frœðslumál — verkmenntun Nefndin lagði til að ályktunin yrði samþykkt óbreytt og var svo gert. Umsögn um frumvarp til laga um framhaldsskóla Nefndin vildi ekki tjá sig um málið frekar, en tekur undir afstöðu stjórnar Landssambandsins til málsins á Jrví stigi sem Jrað er. Fram konr ádeila á 16. gr. frumvarpsins, sem var vísað til stjórnar Landssambandsins. Ályktun um tillögur Iðnfrceðslulaganefndar Nefndin lagði til að ályktunin yrði samjrykkt og var svo gert. Ályktun urn námsskrárgerð Ályktun þessi var ekki lögð fram af stjórn L. i., en kom fram í fræðslunefnd og var kynnt af Steinari Steinssyni, sem ræddi hana og skýrði og lagði til að hún yrði samþykkt. Ályktun um skipan frœðslunefndar L. i. Steinar Steinsson skýrði Jretta mál einnig, en Jrað kom upp í fræðslunefnd þingsins, benti Steinar á miiklvægi þess að L.i. hefði forystu um samstarf milli aðila atvinnulífsins um sameigin- lega afstöðu til fræðslumála. Ályktanir þessar voru báðar samþykktar sam- hljóða. Auk framsögumanna töluðu Jressir um fræðslu- málin: Sveinn Sigurðsson, Gunnar S. Björnsson, Sverrir Hallgrímsson, Sigurður Erlendsson og Sigurður Már Helgason. Að Jæssum afgreiðslum og umræðum loknum var Jiingfundi frestað til morguns, en þingfull- trúar fóru í skoðunarferð um byggingastaði og þágu veitingar í boði nokkurra fyrirtækja á Akur- eyri. Laugardagur 27. ágúst. — Annar varaforseti, Egill Jónsson, tók nú við fundarstjórn og var fyrst tekið fyrir að ræða um lagabreytingar 2. um- ræða. Vigfús Sigurðsson hafði framsögu fyrir hönd nefndarinnar, sem hafði rætt þær hugmyndir, sem fram kom við 1. umræðu. 18 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.