Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Blaðsíða 26

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Blaðsíða 26
iðnaðarmanna og varamenn þeirra. Tillögur kjör- neí'ndar voru allar samþykktar með lófataki, og er stjórn, Sambandsstjórn og trúnaðarmenn kynntir hér í blaðinu á öðrum stað. Dagskrá Iðnþingsins var nú tæmd og var næst tekinn fyrir liðurinn önnur mál og orðið gefið laust. Björgvin Frederiksen tók fyrstur til máls og ræddi um skipaiðnaðinn, þýðingu hans og tengsl hans við aðrar iðngreinar. Einnig benti Björgvin á, að samtökin þyrftu að beita sér fyrir því að fá mann úr röðum samtakanna kjörinn á Alþingi Islendinga. Kristinn Albertsson þakkaði sérstaklega góð orð Sigurðar Kristinssonar í setningarræðu gagn- vart bakarastéttinni. Lýsti hann ánægju sinni með undirbúning þingsins. Þá ræddi Kristinn einnig um gagnsemi gerðar lykiltalna, sem Lands- samband iðnaðarmanna vinnur að m. a. fyrir bakarameistara. Hann tók undir orð Björgvins um að nauðsyn þess að koma einum af okkar mönnum á þing. Aðrir sem tóku til máls voru þau: Eyþór Þórð- arson, Bergljót Ólafsdóttir, Ásgrímur P. Lúð- víksson og Þórleifur Jónsson, sem fluttu kveðjur og þakkir. Sigurður Kristiusson tók næstur til máls, þakk- aði traust það er honum og öðrum væri sýnt með endurkosniugu. Hann þakkaði þeim er hverfa úr .istjjórn fyrir frábær störf þeirra og ánægjuleg kynni og samstarf og flutti sérstakar þakkir til Óalfs Pálssonar, sem lengst þessara manna hefur gegnt stjórnarstörfum og öðrum mikilvægum störfum fyrir Landssambandið. Sigurður bauð nýja stjórnarmenn velkomna til samstarfs. Hann hvatti aðildarfélögin til að notfæra sér það, sem Landssambandið gæti gert fyrir þau. Lýsti hann síðan aðdragandi að þeirri eflingu Landssam- bandsins, sem verið hefur síðustu ár. Sigurður lýsti ánægju sinni með fjölmarga nýja iðnþings- fulltrúa og vonaði að þing þetta yrði til þess að þeir vildu taka virkan þátt í baráttu um félags- lega uppbyggingu félaga sinna og heildarsamtak- anna. Þá flutti Sigurður þakkir til Meistarafélags byggingamanna á Akureyri fyrir boð þeirra um þinghaldið og sérstaklega þakkaði hann formanni félagsins og konu hans fyrir frábæran undirbún- ing og móttökur og gestrisni og bað fyrir kveðjur og þakkir til allra þeirra, er að þessu hefðu staðið. Ingólfur Jónsson, forseti þingsins, tók næstur til máls og þakkaði Jilý orð í sinn garð og konu sinnar. Hann flutti kveðjur frá konu sinni, sem bað fulltrúa þingsins að flytja þakkir til Sauðár- króks, Ólafsfjarðar og Dalvíkur, en bæjarstjórnir þessara staða, félög og fyrirtæki tóku á móti mök- um iðnþingsfulltrúa af mikilil rausn og skörungs- skap. Ingólfur lýsti þeirri skoðun sinni, að þetta væri best undirbúna þing, af hálfu Landssambands iðnaðarmanna, sem haldið hefði verið frá því liann fór að taka þátt í störfum Landssambands- ins. Því næst kallaði ltann upp Sigurð Kristinsson og afhenti honum bókargjöf til Landssambands- ins, með kveðjum frá iðnaðarmönnum á Akur- eyri. Síðan óskaði liann þingfulltrúum góðrar ferðar og heimkomu og árnaði fulltrúum og að- standendum þeirra allra heilla í framtíðinni. Að svo búnu sleit liann 37. Iðnjringi íslend- inga. Byggingariðnaður Framhald af bls. 3 Meiri vélvœðing og ný tcekni ryður sér stöðugt til rúms i byggingariðnaði einnig liér á landi og hefur reynslan sýnt, að með notkun pessarar tœkni og bœttu verkskipulagi eldri aðferða, má lækka byggingarkostnað verulega. Á hitt ber þú einnig að líta, að mikil afkasta- geta byggingariðnaðarins hefur a. m. k. í sumum Norðurlöndunum leilt til offramleiðslu íbúðar- húsnœðis og hafa heilu fjölbýlishverfin þar staðið ónotuð tímunum saman. Til að nýta kosti þessarar þróunar til fulls þarf hins vegar margt að breytast hér á landi. Mikilvœgasta hagsmunamál byggingariðnaðar- ins er, að meiri stöðugleiki riki á vinnumarkaðn- um og í eftirsþurn eftir húsnœði. Af öðrum hags- munamálum, sem brýnast er að leysa rná nefna, að tryggt verði nœgilegt framboð á byggingarlóð- um, þannig að fyrirtækin geti vélvœðst og nýtt hagkvœmustu byggingaraðferðir. Þá eru lánamálin annað höfuðvandamál bygg- ingariðnaðarins. Þvi veldur ekki aðeins skortur á fjárfestingarlánum, heldur lília sú staðreynd, að mest af þeim lánum, sem veitt eru til fjárfestingar í íbúðarhúsnœði, eru veitt einstaklingum eða vœnianelgum eigendum húsnœðis, en eklii fyrir- tækjum í byggingariðnaði. Þetta veldur þvi m. a. að fyrirtækin ráða ekki framkvœmdahraðanum og gerir alla skipulagningu erfiðari, en þar af leiðir aftur lengri byggingartima og meiri koslnað. Enn- fremur má nefna óhagstæð áhrif á vinnumarkaði i byggingariðnaði vegna stórframkvœmda á veg- um opinberra aðila, sem gjarnan taka mjög mik- ið vinnuafl úr byggingariðnaði. um skamman tima og valda þamiig mikilli spennu á almennum marliaði vegna skorts á faglœrðu vinnuafli. 20 TIMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.