Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 37

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 37
um, sem fram koma í tæknilegum og faglegum efnum. Þá skal stofnunin endurskoða og taka upp markvisari fræðslu í fyrirtækjastjórnun fyrir stjómendur smærri fyrirtækja. Það er ekki einungis iðnfræðistofnuninni, sem er ætlað að efla fræðslustarfsemi á sviði fyrir- tækjastjórnunar. Hinir ýmsu framhaldsskólar, sem hafa stjórnunar- og viðskiptafræðslu á sinni könnu, verða studdir til að auka þessa fræðslu. Þá verður gerð tilraun með að veita styrki til manna, sem hættir eru starfi en hafa að baki langan starfsferil, sem stjórnendur fyrirtækja, ef þeir hafa snúið sér að ráðgjafastörfum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. í athugasemdum með frumvarpinu segir að þetta fyrirkomulag hafi reynst vel í öðrum löndum. Það hefur ekki minnsta þýðingu að ríkisstjórn- in lýsir yfir í frumvarpinu að auka þurfi mögu- leika smárra og meðalstórra iðnfyrirtækja á að fá aðgang að lánsfé. Um leið og gert sé ráð fyrir mjög verulegri aukningu á útlánagetu þess sjóðs, sem sérstaklega skal lána til þessara fyrirtækja (Hándverks og Smáindustrifondet) minnir ríkis- stjórnin viðskiptabankana og sparisjóðina á að þeir hafi þýðingarmiklu hlutverki að gegna, ekki síst varaðndi lausn á lánsfjárþörfum þessarar teg- undar fyrirtækja. Þá lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún muni á næstunni einnig beita sér fyrir auknum útlánamöguleikum annarra lánastofn- ana, sem veita þessum fyrirtækjum fjárfestingar- lán. í frumvarpinu eru nokkrar frekari aðgerðir, sem munu hafa mikla þýðingu fyrir norskan smá- iðnað. Þannig er gert ráð fyrir að verja meiru fé af árlegu framlagi til rannsóknastarfsemi en hingað til hefur verið gert í þennan þátt atvinnu- lífsins. Þá eru uppi ráðagerðir um að afla mögu- leika á uppbyggingu iðnaðarliverfa (iðngarða) bæði í einkaeign og til útleigu og síðast en ekki síst bendir ríkisstjórnin á, að nauðsynlegt sé að opinberir aðilar leggi meiri áherslu á að skipta við innlend fyrirtæki í innkaupum sínum. Telur ríkisstjórnin að þetta síðastnefnda geti haft sér- staka þýðingu fyrir minni fyrirtæki. Teknar verða til endurskoðunar reglur þær, sem gilda um þessi efni hjá norska ríkinu um leið og þeim tilmælum er beint til sveitastjórna að þær geri sér að markmiði að beina fremur viðskiptum sín- um til innlendra en erlendra fyrirtækja. í skýrslu finnsku fulltrúanna á þinginu kemur fram, að þær aðgerðir sem finnska ríkistjórnin hefur að undanförnu beitt sér fyrir beinast fyrst og fremst að því að draga úr atvinnuleysi. Þessar aðgerðir flokkast því aðallega undir það sem kalla mætti sérstakar stuðningsaðgerðir í mót- setningu við almennar stuðningsaðgerðir, sem beinast meira að almennum rekstrarskilyrðum eða hinu almenna umliverfi, sem atvinnurekstr- inum er ætlað að starfa í. Finnska ríkisstjórnin kunngerði í júní sl. heild- aráætlun í 20 liðum, sem liafði að markmiði að örfa atvinnustarfsemina þar í landinu. Þau atriði sem fyrst og fremst hafa áhrif á rekstrarskilyrði lítilla og meðalstórra fyrirtækja eru eftirfarandi: 1. Frá 1. október lækkaði gjald það, sem íyrirtæk- in greiða til almannatrygginganna um 1%. Þessi tilhögun gildir Jj<) aðeins til bráðabirgða eða í 7 mánuði. Þá lækkar lífeyrissjóðsframlag atvinnurekenda einnig um 1 prósentustig og verður svo árið 1978. 2. 30 millj. finnskra marka verður varið á árinu 1978 til styrkja og lána vegna atvinnusköpun- ar. 3. Fjárfestingarlánastofnanir fá stuðning til að auka útlán sín um 350 millj. mörk umfram það sem Jjær annars hefðu haft bolmagn til. 4. Styrkir eru veittir til þess að útvega ungu fólki atvinnu. Á árinu 1978 er áætlað að verja 47 millj. marka í Jiessu skyni. 5. Vextir voru lækkaðir um 1% að meðaltali hinn 1. október sl. 6. Til að bæta eigin fjármögnun fyrirtækja hefur álagningarhlutfall eignaskatta verið lækkað um 0,4 prósentustig að meðaltali. 7. Til að minnka tvísköttun arðs hefur hlutfall útgreidd arðs, sem er skattfrjáls, verið aukið úr 40 í 60%. 8. Fjármagn, sem varið er til útflutningseflandi starfsemi, hefur verið aukið um 20 milljónir marka og möguleikar fyrirtækja til að nýta út- flutningslán og ábyrgðir hafa verið auknir. I Danmörku eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ólíkar Jjeim finnsku að því leyti að þær bera mjög keim af baráttunni við atvinnuleysi. Þá má nefna mjög víðtækar ráðstafanir til að koma í veg fyrir eða draga úr atvinnuleysi ungs fólks. Á næstu 3 árum verður 300 millj. danskra króna varið til þessa viðfangsefnis. Meðal annars verður fyrir- tækjum veittur styrkur til að bæta við sig ungum starfsmönnum í margs konar tilgangi, t. d. til að leysa af fastráðna menn, sem eru á námskeiðum og fleira. Danska ríkisstjórnin hefur ýmist samjDykkt eða er með í undirbúningi ýmsar ráðstafanir til hags- bóta fyrir atvinnulífið, sem flokka má bæði und- ir almennar og sérstakar stuðningsaðgerðir. Sett hefur verið á fót nefnd, eða ráð, sem hefur J:>að TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 31

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.