Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Síða 42
samtök eiga í við verðlagsyfirvöld, heldur en raun
varð á þegar til þings kom.
Guðjón Tómasson gerði grein fyrir stöðu deil-
unnar og urðu í framhaldi af því nokkrar umræð-
ur um verðlagsmálin. Þar sem gert var ráð fyrir
að viðbrögð verðlagsyfirvalda lægju skýrar fyrir
fljótlega, var samþykkt tillaga stjórnar sambands-
ins um að fresta þinginu þar til hægt væri að gera
nánari grein fyrir niðurstöðum málsins og á-
kveða gagnviðbrögð. Var því öllum ályktunum
þessa þings frestað til framhaldsfundarins.
Að síðustu voru tekin til urnræðu tvö mál, til-
laga framkvæmdastjórnar um fræðslu- og tækni-
deild SMS og hugmyndir að samkomulagi um
ófaglærða menn í iðnaðarstörfum í málmiðnaði.
Voru þessi mál fyrst og fremst tekin á dagskrá
til kynningar á þessum fundi og var ákveðið að
fresta afgreiðslu þeirra.
I sambandi málm- og skipasmiðja eru fjögur
félög. Stjórnir þeirra skipa eftirtaldir:
Stjórnir aðildarfélaga Sambands mdlm- og
skipasmiðja
Félag b likksmiðjueigenda:
Sveinn A. Sæmundsson, formaður
Benedikt Ólafsson, ritari
Valdimar K. Jónsson, gjaldkeri.
Félag dráttarbrauta og skipasmiðja:
Jón Sveinsson, formaður
Gunnar Ragnars, varaformaður
Þorgeir Jósepsson
Guðmundur Marsellíusson
Þórarinn Sveinsson.
Meistarafélag jdrniðnaðarmanna:
Steinar Steinsson, formaður
Markús Sveinsson, varaformaður
Ólafur Sigtryggsson, ritari
Kristmundur Sörlason, gjaldkeri
Björn Gíslason, meðstjórnandi.
Bílgreinasambandið:
Geir Þorsteinsson, formaður
Guðmundur Gíslason
Gísli Sigurjónsson
Signrður Jóhannesson
Matthías Guðmundsson
Eysteinn Guðmundsson
Birgir Guðnason.
Frumvarp
Framh. af bls. 34
rádet) og er ætlunin að stofna staðbundnar
skrifstofur við að auglýsa og sjá um bókanir á
ákveðnum ferðamannasvæðum.
3. Sænska Útflutningsráðið (Sveriges exportrád)
á samkvæmt frumvarpinu að setja af stað rnarg-
þætta herferð til að auka útflutning. Má þar
nefna fræðslu um hvernig ber að standa að út-
flutningi. Skipulögð leit verður gerð að hugs-
anlegum útflytjendum og Jreir hvattir til að
reyna útflutning. Seld verður út jDjónusta út-
flutningsráðgjafa og þeim fjölgað um helm-
ing. Aðstoð verður veitt við söluferðir til ann-
arra landa. Settar verða upp útflutningsnefnd-
ir úti um land í tengslum við Útflutningsráð.
Þannig mætti áfram telja og er víða komið við.
Má að lokum nefna að leita skal leiða til að
auka málakunuáttu — einkum í Jiýsku og
spænsku.
Til þessara mála er ráðgert að verja mis-
munandi háum fjárhæðum á einstaka liði, en í
heild er áætlað að hækka framlag til Útflutn-
ingsráðs á næsta ári um 6 millj. s. kr. vegna
þessara aðgerða.
Efn a h agsrd ðuneytið
Tillögur efnahagsráðuneytisins fela í sér breyt-
ingar á hlutverki Företagskapital AB, sem til
þessa hefur veitt lán til lítilla og meðalstórra fyr-
irtækja, og einnig veitt styrki til fyrirtækja til að
auka framleiðni og til jDróunarverkefna. Þessari
stofnun skal nú gert kleift að víkka starfsemi sína
á þann hátt, að veita löng lán vegna eignaskipta
á smáfyrirtækjum.
Það er vissulega athyglisvert fyrir okkur, að
fylgjast með Jreirri stefnubreytingu, sem nú virð-
ist vera að gerast á hinum Norðurlandanna í [)á
átt að lögð er æ meiri áhersla á eflingu smárra og
meðalstórra fyrirtækja. Hér er í raun verið að
breyta um stefnu frá Jdví sem verið hefur ráðandi
að heita má allt frá stríðslokum. Áhersla Iiefur
einkum verið lögð á stórfyrirtæki og stóriðnað og
smáfyrirtæki og smáiðnaður á margan hátt verið
afskiptur í aðstöðumálum.
I þessu leynist einnig viss áhætta fyrir okkar
iðnað, sem á í samkeppni við þann iðnað, sem á
hinum Norðurlandanna telst til smáiðnaðar. Ef
íslenskur iðnaður fær ekki sambærilegar úrbætur
á aðstöðumálum sínum og smáiðnaður á hinum
Norðurlandanna, er hætt við að samkeppnisað-
staða okkar versni á næstu árurn enn til muna og
er hún þó á sumum sviðum slæm fyrir.
36
TIMARIT IÐNAÐARMANSNA