Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Blaðsíða 52
Þann 27. október 1927 var stofnfundur Úr-
smiðafélagsins haldin af 8 úrsmiðum, en fjölgaði
lljótlega á næstu fundum.
Fyrsti formaður var Haraldur Hagan, en aðrir
aðalhvatamenn að stofnun félagsins voru þeir
Magnús Benjamínsson og Jóhann Ármann Jóns-
son. Verkefni félagsins fyrstu árin voru að vinna
að félagslífi, samvinnu úrsmiða, samræma verð-
skrá yfir vinnu og koma á fastri skipan í námi og
sveinsprófi.
Þó svo félagið væri ekki stofnað fyrr, voru
starfandi hér margir hagleiksmenn í iðninni, sem
flestir höfðu lært í Kaupmannahöfn. Elstu heim-
ildir um úrsmið hér á landi er að finna í dægra-
dvöl Benedikts Gröndals frá Jrví um miðja 19.
öld, en Jrar nefnir hann I.ambertsen nokkurn úr-
smið í Reykjavík slökkvidælustjóra og helsta
framámann staðarins í allri kuklaramennt.
Fyrsti lærði úrsmiðurinn mun.hins vegar hafa
verið Eyjólfur Þorkelsson, f. 1849. Hann rak
fyrsta úrsmiðaverkstæði hér í Reykjavík.
Einn þekktasti og virtasti úrsmiðurinn fyrir og
eltir aldamót var Magnús Benjamínsson, en hann
stolnsetti vinnustofu og verslun í Reykjavík árið
1881. Magnús var í forustusveit Iðnaðarmanna-
félags Reykjavíkur í fjölda ára og kjörin heiðurs-
félagi þess. Einnig var Magnús sæmdur íslensku
fálkaorðunni fyrir störf sín. Er hann fyrsti iðn-
aðarmaðurinn er hann hlaut. Um Magnús hafa
verið ritaðar fjölda greina í blöð og tímarit, er
I jalla um líf lians og störf.
Á árunum lyrir stríð voru ströng innflutnings-
höft hér á landi. Hafði Úrsmiðafélagið Jrá for-
göngu um að gæta hagsmuna félaga sinna, í Jrví
skyni stofnaði það Innflutningssamband Úr-
smiðafélags íslands, sem flutti inn flest Jrau úr og
klukkur sem seldar voru í landinu. Innflutnings-
Stjórn félagsins: Helgi Guðmundsson gjaldkeri, Garðar Ólajs-
son formaður, Hclgi Sigurðsson varaform., og Hendrik Skúla-
son ritari.
Úrsmiðafélag íslands
50 ára
sambandið sprengdi af sér hömlurnar og inn-
flutningur jókst ár frá ári, úrsmiðir lifðu upp-
gangstíma. Starl'aði Innflutningssambandið allt
til ársins 1948, en jrá var ekki talin Jrörf fyrir Jrað.
Árið 1952 einkennast störf félagsins at varnar-
baráttu. Þá voru tollar komnir í 217% fyrir utan
aðra skatta, enda hrapaði innflutningur úra allt
niður í 1200 stykki á ári. Ferðamenn og áhafnir
skipa og flugvéla kaupa úr fyrir sig og aðra er-
lendis. Þar að auki hefur sjálft ríkisvaldið staðið
í samkeppni við úrsmiði um sölu á úrum og selt
tollfrjálst í fríhöfninni í Keflavík, er varla hægt
að segja að það sé á jafnréttisgrundvelli gert. Þær
lirategundir sem seldar eru í fríhöfninni eru ekki
í ábyrgð né þjónustu úrsmiða í Úrsmiðafélagi ís-
lands.
En slíks misskilnings hefur gætt, einhverra
hluta vegna, hjá úrakaupendum fríhafnarinnar.
Með sífelldri baráttu fyrir tollalækkunum og
einstakra ráðamanna hefur tekist að snúa vörn í
sókn.
Tollar hafa lækkað smátt og smátt á síðustu
árum og eru nú 35%. Er fólk almennt farið að
átta sig á að hagstæðast er nú að kaupa úrin hér
innanlands lijá úrsmiðum.
Úrsmiðafélagið hefur haft forgöngu unr að fé-
lagar noti sameiginleg ábyrgðarskírteini, umbúð-
ir, merki félagsins á verslanir sínar og auglýsir
fyrir Jrá þegar við á. Tekjum af sölu ábyrgðar-
skírteina er varið til greiðslu á eignarhluta á Iðn-
aðarhúsinu Hallveigarstíg 1, eignarhluti lélags-
ins er 3%.
í gegnurn árin lrafa ýmsar tæknilegar nýjungar
komið fram í úrum og klukkum. T. d. eru mörg
ár síðan elektronisk úr og klukkur komu fyrst á
markaðinn hér sem erlendis. En veruleg stökk-
breyting í þróun þeirra og sem vakti athygli al-
46
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA