Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Síða 62
Mynd 4 — Bilanatíðni tvöjalds glers sem jall af aldri. (Stöpla-
ritið sýnir meðalgildi fyrir allar verksmiðjur, sem nú eru alls
6. Fram til 1968 var aðeins ein verksmiðja starfandi, og hefur
hún nú breytt framleiðsluaðferð sinni).
miklu verri en norsk, að við verðunr að gera
strangari kröfur til okkar framleiðslu en þeir
gera til sinnar.
e) Flokkun og markaöskönnun d kítti og
fúgufylliefnum
Á s.l. ári var gerð könnun á því, hvaða kíttis-
tegundir og fúgufylliefni væru á íslenska mark-
aðnum. Einnig var gefið út upplýsingablað um
það, hvernig flokka má kítti eftir eiginleikum.
Mynd 6 hér að aftan gefur yfirlit yfir helstu
flokka og eiginleika þeirra og notkunarmögu-
leika. Hefur stofnunin gefið út þrjú Rb-blöð um
kítti og fúgufylliefni, sem öll fást keypt hjá stofn-
uninni.
f) Einangrun húsa
Stofnunin á tækjakost til þess að mæla einangr-
unargildi einangrunarefna og framkvæmir slíkar
mælingar fyrir þá, sem þess óska.
Gaf stofnunin árið 1964 út bækling, sem nefn-
ist Einangrun íbúðarhúsa. í bæklingi þessum
voru upplýsingar um einangrunarefni, einangr-
unargildi þeirra og algengar aðferðir við einangr-
un íbúðarhúsa. í byrjun næsta árs (janúar 1978)
verður gefin út ný bók um einangrun húsa og
verður þessi bók all miklu ýtarlegri en sú fyrri,
sem hefur verið uppseld nú um nokkurt skeið.
Hér að framan hafa verið talin upp nokkur
verkefni og verkefnasvið stofnunarinnar, þar sem
hagnýtar niðurstöður liggja fyrir. Segja má, að
verkefni á þessu sviði séu ótæmandi, og víst er, að
stofnunin hefur ekki nægilega marga rannsókna-
menn á þessu sviði til þess að viðunandi megi telj-
ast.
Af verkefnum, sem verið er að vinna að, má
nefna rannsókn og ástandskönnun á mismunandi
56
N
Mynd 5 — Stefnudreifing bilaðra rúða, daggarmark > 0°C.
Framleiðandi: Allir framleiðendur sunnanlands. ísetningarár:
1963-1975. Slioðaðar rúður: 1855. Bilaðar rúður: 260. Stefnu-
rósin sýnir bilaðar rúður, sem hundraðshluta allra nueldra
rúða i sömu stefnu á suðvesturhorni landsins.
þakgerðum, nýjungar í mótasmíði og útveggja-
gerð húsa, hljóðeinangrun milliveggja, samsetn-
ing, lögun og ísetning tréglugga o. fl.
Einnig er ástæða til að nefna, að starfsmenn
stofnunarinnar eru oft fengnir til þess að skoða
byggingagalla og ráðleggja um úrbætur, mæla
raka í byggingum, framkvæma ýmis konar próf-
anir á byggingarefnum, svo sem styrkleikamæl-
ingar, mælingar á vatnsheldni krossviðs o. fl.
í þessari grein hefur verið stiklað á stóru. Það
er þó von undirritaðs, að hún gefi nokkra mynd
af þeim verkelnasviðum, sem unnið er á. Lítið
hefur verið minnst á útgáfustarfsemi, sem hefur
þó verið allmikil á þessu sviði. Mun skrifstofa
Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins veita
upplýsingar og senda yfirlit yfir útgefin rit og
Rb-blöð þeim sem þess óska, en öll rit eru seld
hjá stofnuninni, og einnig hjá Byggingaþjónustu
Arkitektafélags íslands á Grensásvegi.
Hákon Ólafsson yfirverkfrœðingur.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA