Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Qupperneq 67
MÁLMTÆKNI S/F
Blikksmiðjan VOGUR hf.,
Auðbrekku 65, Kópavogi
Stofnsett 1949, hluthafar sjö blikksmíðameist-
arar, sem allir starfa við fyrirtækið, forstjóri
Sveinn A. Sæmundsson. Starfsmenn 43, þar af 20
sveinar og meistarar, 7 nemar, 4 aðstoðarmenn, 2
lagermenn, bílstjóri, 3 tæknifræðingar, 1 teiknari
og 5 á skrifstofu.
Velta 1976 um 180 milljónir kr.
Verkefni ern einkum loftræsti- og hitakerfi,
þaklagnir úr eir og áli auk allrar venjulegrar
blikksmíði til húsbygginga o. fl. Framleiðsla á
hitasamstæðum og hlutum til þeirra s. s. hiturum
fyrir vatn og rafmagn, rakatækjum í lofthitakerfi,
ristar o. fl., ennfremur framleiðsla á þakkúplum
í samvinnu við Fagplast hf. Árið 1976 unnu 5—6
menn að jafnaði við framleiðsluvöru, sem ella
hefði verið flutt inn fullunnin og er gjaldeyris-
sparnaður áætlaður um 30—35 millj. kr.
Vaxtarmöguleikar fyrirtækisins eru nokkrir, en
gætu verið meiri, með hagstæðari tollum, betri
lánafyrirgreiðslu og þjónustufyrirtæki eins og
fjölmörg fyrirtæki í málmiðnaði, en sem all flest
eiga það sameiginlegt að vera haldið niðri með
rangri verðlags-, tolla-, skatta- og lánapólitík, sem
hlýtur að óbreyttu að leiða til versnandi afkomu
greinarinnar sem heildar, en það leiðir aftur til
minnkandi möguleika á að veita þá þjónustu,
sem hægt væri, ef fyrirtækjunum væri gert kleyft
að byggja sig upp tæknilega og fjárhagslega.
Það hlýtur því að verða krafa okkar, sem að
málmiðnaði stöndum, að ráðamenn þjóðarinnar
vakni af þyrnirósarsvefni að loknu iðnkynningar-
ári og fari að hugleiða hvernig þeir geta staðið
við öll sín fögru og stóru orð um uppbyggingu
iðnaðar í landinu, því án öflugs málmiðnaðar
verður ekki um neina iðnvæðingu að ræða á kom-
andi árum. Ef íslenskir iðnaðarmenn fá tækifæri
til að sýna hvað þeir geta, við byggingu orkuvera
og annarra stórverkefna, sem hér verða unnin á
komandi árum þurl'um við engu að kvíða, en ef
við verðurn áfram að hirða molana sem hrjóta af
borðum erlendra stórverktaka er voðinn vís og
allt tal um iðnvæðingu aðeins óraunhæfur draum-
ur.
Málmtækni sf. hóf starfsemi sína árið 1969 með
smíði á gufuskiljum fyrir Orkustofnun í Bjarnar-
flagi í Mývatnssveit.
Starfsmenn voru sex talsins í upphali og hefur
aðbúnaður húsnæðis og vélakostur mjög batnað
síðan. Nú er Málmtækni í stóru og rúmgóðu stál-
grindarhúsi sem starfsmenn smiðuðu og reistu
sjálfir að Vagnhöfða 29.
Minnisverðustu verkefni liðinna ára eru m. a.
stækkun Kísiliðjunnar við Mývatn, smíði lamp-
ans mikla í skákeinvígi Spasskys og Fishers, smíði
á tilraunavarmaskiptistöð við Svartsengi og við
Vestmannaeyjagosið 1973, þar sem starfsmenn
Málmtækni unnu við kælingu hrauns með sjó.
Einnig má nefna verkefni við smíði á borholu-
búnaði fyrir háhitasvæði, t. d. Kröflu, en slík
verkelni eru stór þáttur í starfsemi Málmtækni
sf. Einig höfum við annast uppsetningu dælu-
stöðva og dreifikerfa fyrir hitaveitur víðsvegar
um landið t. d. í Reykjavík, Seltjarnarnesi,
Hvannnstanga, Hveragerði, Reykhólum og víðar.
Mætti lengur telja en rúm gefst til í þessum pistli.
Málmtækni sf. liefur á liðnum árum framleitt
vörubílspalla úr stáli fyrir einstaklinga og fyrir-
tæki, en á árinu 1977 hófst framleiðsla vörubíls-
palla úr álprófílum sem eru sérstaklega fram-
leiðir til þeirra nota lijá Norsk Hydro Alumin-
iumfabrikk. Einnig liefur Málmtækni hf. fram-
leitt ýmsan búnað til virkjunar háhitasvæða, svo
sem flansa, gufuskiljur, afgastanka o. fl.
Árið 1976 var Stjörnustál hf. stofnað og fyrsta
verkefni þess var lagning gufuveitu í Kröflu, en
þar kom reynsla Málmtækni sf. að mjög góðum
notum. Frá stofnun Málmtækni sf. hefur starfs-
mönnum fjölgað úr sex í þrjátíu og sex og hefur
vöxtur þess verið ör hin síðustu ár. Forstjóri
Málmtækni er Örn Guðmarsson og í stjórn eru
auk lians Örn Karlsson og Haukur Aðalsteinsson.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
61