Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ „Ég afber ekki þessa óvissu lengur,“ sagði Kjell dag nokkurn. „Ég er svo hrifin af þér. Ég elska þig. Ég hef elsk- að þig frá því að við vorum saman í skóla, og ég hjálpaði þér við heimadæmin.“ „Ég get ekki tekið ákvörð- un um þetta, Kjell.“ „Hvers vegna ekki? Ég er svo afar ástfanginn í þér. Og ég álít að þér þyki vænt um mig. Við yrðum mjög ham- ingiusöm hjón. Ég er fullviss um það.“ Hún sagði Kjell bað ekki að ósamkomulag foreldranna gerði hana óttaslegna við að fdftast honum. Kiell andvarpaði. Hann vildi fá ákveðið svar. Hann boldi ekki óvissuna. Hann vildi fá ákveðið iá eða nei. Hann mátti ekki hugsa til hess, að missa Inger fvrir fullt og allt. Honum var ljóst að hann mundi aldrei elska að^a konu en hana. Hann sagði: ,.Þú hefur haft tvö ár til umhugsunar. Þú verður að ákveða hig- Ég gef Uór frest bennan mánuð. Síð- asta dag mánaðarins vil ég fá iá eða nei.“ ..Þetta ei svo stuttur tími,“ svaraði Inger. „Það er nægilega langur tími.“ sagði Kiell. Þetta gerðist um miðjan maí. Veðrið var indælt. Inger mælti: „Jæja, Kjell, ég skal gefa bér ákveðið svar fvrir mánaðamót.“ Kjell sagði: „Ertu þá að hugsa um einhvern annan mann?“ „Þér er kunnugt um að svo er ekki,“ svaraði Inger Það var sannleikanum sam- kvæmt. Hún var ekki skotin í öðrum en Kjell. Það voru fleiri menn, sem vildu fá Inger. Til dæmis má nefna Jan, sem átti heima í næsta húsi. Hann var alltaf á hælum hennar. Einn aðdá- enda Inger hét Tor Brandt. Hann var stórríkur, en miklu eldri en hún. Hún vildi ekki giftast eldri manni. Það kom ekki til mála. Inger þráði ást, og hún var ástfangin í Kjell. En elskaði hún hann nægi- lega mikið til þess að giftast honum. Þeirri spurningu gat hún ekki svarað. Hún svaf vel og borðaði eins og venjulega. Og hún ætlaði ekki vitlaus að verða þó að hún sæi Kjell ekki tvo til þrjá daga. Vitanlega varð hún ætíð glöð, er hún sá hann, og hafði mikið yndi af því að vera með honum. En hún áleit, að hún þyrfti að þrá hann meira. „Þú krefst of mikils,“ sagði móðir Inger við hana. Inger gat ekki sagt móður sinni, að það væri af því að foreldrarnir hefðu oft munn- höggvist, að hún krefðist svo mikils og ætti bágt með að taka þessa ákvörðun. Ef faðir hennar hefði elskað konu sína mundi hann ekki hafa fundið að matnum sýknt og heilagt. Og ef móðir hennar hefði unnað manni sínum, hefði hún ekki verið svo af- undin og talað í þessum gremjufulla tón. Þannig leit Inger á málið. Svo veiktist faðir hennar alvarlega. Hann var fluttur í sjúkrahús. Inger og móðir hennar gengu hljóðlega um húsið með augun þrútin af gráti. Þær hrukku við í hvert sinn, er síminn hringdi. Um kvöldið kom Kjell. Hann sagði: „Ég kenni svo mikið í brjósti um þig, vegna veikinda föður þíns.“ Svo sneri hann sér að frúnni og talaði vingjarnlega við hana. Hún sat og sagði fátt. Næstu dagar voru erfiðir. Mæðgurnar biðu milli vonar og ótta. Það var búizt við að faðir Inger batnaði ekki. En skvndilega kom batinn. Þegar Inger kom heim frá sjúkrahúsinu þennan dag, settist hún og var glöð. Hún sagði: „Pabbi kemst til heilsu. Hann kemur heim aftur og allt verður eins og fvrr.“ Allt verður eins — líka p+ælur og ónot, hugsaði hún. En hún ætlaði að láta betta sem vind um eyrun bióta. Aðalatriðið var að faðir hennar fengi heilsuna aftur. Hitt var aukaatriði. Hún leit út um gluggann. Undanfarna daga hafði hún ekki séð hve umhverfið eða útsvnið var fagurt. En nú sá hún fegurðina, sem blasti við: triágróðu.r, blóm, grænar grundir. Og fuglarnir

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.