Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 18

Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 18
18 VIKUBLAÐIÐ VIKUBLAÐIÐ kemur út á föstudögum og kostax kr. 2.50 eintakið. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Jóh. Scheving Sími 5671 i Afgreiðsla: Austurstræti 9 Sími 6936 Prentsmiðja: PRENTFELL H.F. Þjónar og þj ónustumeyj ar á veit- ingahúsum ganga h. u. b. 15 kíló- metra á dag, eða um 450 km. um árið. Hjúkrunarkonur ganga 13 km. daglega. Húsmæður, sem gera hrein heimili sín, ganga 10 km. á dag. En þær sem ekki gera heimilin hrein ganga 4 km. Maður, sem plægir gengur 12 kmj., lögregluþjóxm 9 km. Sumir leikarar þurfa að ganga mikið á meðan þeir leika. Þeir sem leika „Hamlet" verða að ganga 1,5 km. hvert sinn er þeir leika þetta hlutrverk. ★ Því heitar, sem maður elskar ást- mey sína, þess hættara er við að hann hati hana innan skamms. A. E. W. MASON : 5 EITURÖRIN -----------------Framhaldssagan ----------------- Haslitt tók sér stöðu á slitnu gólfteppinu, og sneri bakinu við ofninum. „Það er þetta, Jim,“ hóf hann útskýringar sínar. „í níutíu og fimna slíkum tilfellum af hverjum hundrað, er eitthvað annað, eitthvað á bak við sjálft sakarefnið, sem látið er uppi, eitthvað, sem aldrei er minnzt á, en samt sem áður eitthvað, sem fjárkúgarinn byggir vonir sínar um árangur á. Venjulega er það einhver yfirsjón, sem sá, er fyrir fjárkúgunartilraun- inni verður, blygðast sín fyrir að láta aðra komast eftir, ein- hve^blettur á nafni fjölskyldunnar, sem myndi verða heyrum kunnur ef til opinberra málaferla kæmi. Og um eitthvað slíkt hlýtur að vera að ræða hér. Eftir því sem sakargiftir Waberski’s eru fráleitari, þeim mun augljósara er að honum er kunnugt um eitthvað, sem verða má til þess að varpa skugga á nafn Harlowe-fjölskyldunnar, eitthvað, sem sérhverjum Harlowe hlýtur að vera áhugamál að haldið sé leyndu. Og því einu hef ég við að bæta, að ég hef ekki hugmynd um hver f jár- inn það getur verið!“ „Það geta verið einhverjir smámunir,“ stakk Jim upp á, „sem snarvitlaus maður eins og Waberski gerir að stórglæp.“ „Já,“ samsinnti Haslitt. „Slíkt á sér stað. Maður, er brýtur mjög heilann um ímyndaða rangsleitni, sem hann hefur orðið fyrir, og er auk þess bæði óstöðuglyndur og fjárþurfi — já, það getur vel verið, Jim.“ Jeremy Haslitt varð léttara um mál. „Við skulum rifja nákvæmlega upp fyrir okkur það, sem við vitum um fjölskylduna,“ sagði hann, og dró að sér stól til þess að sjá betur framan í Jim Frobisher, er sat úti við gluggann. En hann hafði ekki setzt í stólinn, þegar bankað var varlega á hurðina, og skrifstofumaður einn kom í gættina og tilkynnti að óskað væri eftir viðtali. „Ekki strax,“ sagði Haslitt áður en hann hafði heyrt nafn þess, er viðtalsins óskaði. „Eins og yður þóknast, herra,“ sagði skrifarinn og lokaði dyrunum á eftir sér. Firmað Frobisher & Haslitt rak við-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.