Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ 15 STÓR TRÉ OG EINKENNILEG 'l/'IÐ rætur fjallsins Etna á Sikiley, er gríðarlega stórt kastaníutré, hið svo- nefnda „100 riddara kastaníu- tré.“ Þetta er eitt af stærstu og elztu trjám í heimi. Nafn þessa trés er sagt að eigi rót sína að rekja til þess, er Jo- hanne drottning ■ af Aragon fór frá Spáni til Sikileyjar með hundrað riddara. En er- indi drottningarinnar var það, að sjá Etnu. Á leiðinni til fjallsins fékk Johanne drottning og fylgdarlið henn- ar skjóls hjá trénu, eða undir krónu þess. Allir fengu nóg rúm. Auk þess, að tréð hefur afar stóra og laufmikla krónu, er bolurinn Holur. Hann er þrjátíu og tveir metrar í þvermál. í gegnum tréð liggur gata. Er breidd hennar svo mikil, að vagnar geta farið hvor framhjá öðrum. í stofninum er ávaxtageymsla. fyrir þá, sem safna kastaníum. Það er erfitt að ákveða aldur trés þessa. En þó er það engum vafa undirorpið, að það er mörg þúsund ára gam- alt, samanborið við hið fræga tré „Cupressus disticha11 við Chapuitopec í Mexikó. Þvermál þess trés er 26 metrar. Aldurinn er álitinn 5200 ár. Er það samkvæmt rannsóknum hins svissneska grasafræðings, De Candolle. Sikileyjar kastaníutréð hefur fúinn stofn, og því illt að átta sig á aldri þess, Vísindamenn álíta, að „100 riddara kastaníutréð,“ hafi í upphafi verið sjö tré. Fimm stór og tvö lítil. Þau hafi, er tímar liðu, vaxið saman og myndað eina sameiginlega rót og einn stofn. Milli Senegal og Gambíu, í Afríku, er að finna merkilegt tré, sem talið er furðuverk innan jurtaríkisins. Þetta tré heitir „konungur trjánna.“ Ber það nafn sitt með heiðri og sóma, vegna fegurðar sinnar og óvenjulegrar stærð- ar. Það er einnig nefnt Baob- ab-tréð (Adansonia digitata). Stofn trésins er sjaldan hærri en fimm metrar, en þvermálið er tuttugu og sjö metrar. Krónan er gífurlega stór. Ummál hennar er um eitt hundrað og fimmtíu metrar. Undir krónum þess- ara trjáa fá svertingjarnir gott afdrep gegn steikjandi sólskini og fárviðri. Blómin, sem eru fullþroskuð í júlí, eru á stærð við barnshöfuð. Ávextirnir hafa ýmis konar lögun. Utan um þá er græn- rákótt skurn. Sum aldinin eru aflöng, og um 50 senti- metrar að lengd, önnur kringlótt og hanga á tveggja feta löngum stöngli. Á unga aldri eru blöðin h. u. b. 8—10 sentimetra löng, og óskipt. Síðar klofna þau eða skiptast. Fyrst þrískipt- ast þau, en verða fimmskipt að lokum. og líkjast þá mannshönd eigi alllítið. Venjulegur aldur trjáa þessara er 5—600 ár. En sér- fræðingar hafa fundið Bao- babtré, sem eru 5—6000 ára. Hola stofna á dauðum trjám nota svertingjarnir fyrir legstað skrípaleikara, töframanna og þeirra, sem fengist hafa við yfirnáttúr- lega hluti. Þvílíkir menn eru mikils virtir á meðan þeir eru á lífi. En þegar eftir dauðann fyrirlíta svertingjarnir þá svo, að þeim er ekki sýnd sú virðing að vera brenndir. Þeim er troðið inn í hola, fúna trjástofna. Þar þorna líkin og verða að „múmíum.“ Úr þessu tré er gott að smíða. Svertingjarnir éta ávexti þess og hagnýta blöðin. Þeir sjóða blöðin og nota seyðið til lækninga, einkum í sept- ember og október, þegar rigningartímanum er að ljúka. En þá er sótthættan mest, vegna eitursvælu, sem gufar upp úr jörðinni. Fær því fjöldi manna hitasótt. í nánd við Colombo á Ceyl- on vex einkennilegt tré. Það Framhald á bls. 20

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.