Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 6
6 VIKUBLAÐIÐ Hún er hið indælasta hér í heimi.“ Móðir hennar sagði: „Ertu viss um, að það sé viturlegt að giftast Kjell ekki? Mér virðist, að þið eigið ágætlega saman.“ Inger sagði móður sinni, að hún gerði sig ekki ánægða með vinskap. Hún þráði hina miklu ást. Hún sagði henni að hún væri svo varfærin í hjúskaparmálum vegna þess, að sér hefði virzt hjónaband foreldra sinna lélegt og snautt af ást. Móðir hennar sagði: „Álít- urðu að við, ég og faðir þinn, höfum aldrei elskað hvort annað þó að við séum ekki ætíð á sama máli?“ Hún þrosti. „Ég hitti föður þinn á dansleik, og við urðum ást- fangin við fyrstu sýn. Við dönsuðum vangadans, sem þá þótti hálfgert hneyksli. En við vorum í sjöunda himni og hugsuðum ekki um hvað aðrir sögðu. Við vorum svo ástfangin, að við giftum okk- ur að mánuði liðnum frá því, er við sáumst fyrst. Við fór- um í þrúðkaupsferð. Það var sumar og allt í þlóma. Við álitum okkur hamingjusöm- ustu hión í heimi og okkur dreymdi fagra drauma um framtíðina. Svo kom raun- veruleikinn. Lífið varð ekki dans á rósum. Faðir þinn var óheppinn með atvinnu. Hann var um langan tíma atvinnu- laus. Að skömmum tíma liðn- um var lífið orðið hversdags- legt, og minningarnar um hina miklu ást og brúðkaups- ferðina tóku að fölna. Ástin breyttist í vinskap og varð þó eigi snurðulaus. En það komst upp í vana að deila út af smámunum. Við höfum ekki getað hætt þessum illa vana. En þetta mun breytast til batnaðar, þegar faðir þinn hefur fengið heilsuna aftur. Þegar hann kemur heim byrjum við nýtt líf.“ Inger hafði setið án þess að segja eitt einasta orð. Henni hafði aldrei til hugar komið að foreldrar hennar hefðu elskast heitt og kynnzt á dansleik. Inger sagði: „Ég hef líklega haft á röngu að standa.“ Þegar hún kom inn í her- bergið sitt, þar sem mynd af Kjell blasti við, varð hún fullviss um, að hún hefði haft rangt fyrir sér. Ég get ekki lifað án hans. Ég elska hann. En þetta hefði ég átt að skilja. Hún stóð og horfði forviða á næsta dag. Á blaðinu stóð þrítugasti og fyrsti maí. Hún skildi, hvað hér var um að ræða. Það var einn dagur eftir af maí. Umhugsunar- fresturinn var ekki enn lið- inn. Morguninn eftir fór Inger snemma á fætur og flýtti sér út. Hún hálf hljóp að húsi því, sem Kjell átti heima í. Kjell opnaði dyrnar. Hann hélt á kaffikönnu og horfði forviða á Inger. „Ertu komin?“ sagði hann. „Já, ég á einn dag eftir,“ sagði hún. „Hvað ertu að segja?“ „Ég komst að þessu í gær- kvöldi. Og ég varð glöð. Það eru þrjátíu og einn dagur í maí. Því gleymdir þú. Ó, Kjell! Ég hafði á röngu að standa. Ég hef talað við mömmu. Nú skil ég það, að ég hef hagað mér eins og asni.“ Hún dró djúpt andann og sagði: „Nú skil ég, að ást þín og mín er sönn. Það er hin rétta ást. Ég bið þín hér með. Ég vona, að þú hryggbrjótir mig ekki. Þú mátt ekki gera það. Heyrirðu það!“ „Elsku Inger!“ Hann þrýsti henni fast að sér og kyssti hana. Þegar hann loks sleppti henni, sagði hann: „Hvaða tryggingu hef ég fyrir því, að þú skiptir ekki aftur um skoðun?“ Hún brosti ertnislega og mælti: „Besta tryggingin er vitanlega sú, að við förum til prestsins þegar í stað.“ ----o---- Árið 1908 hófu allmargir enskir vísindamenn rannsóknir á legstein- um og öðrum minningarsteinum, sem við koma sögu Englands. Þetta er afarmikið verk. Verði ekki unnið að þessu með meiri hraða eða dugnaði hér eftir en hingað til, mun verkinu ekki lokið fyrr en árið 2050. ★ Það er léttara að gefa náungan- um ráð en sjálfum sér.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.