Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 19

Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 19
VIKUBLAÐIÐ 19 skipti sín á þennan hátt. Firmað var í miklu áliti og mjög í hávegum haft, og þeir viðskiptamenn, sem ekki gátu fellt sig við starfstilhögun þess, máttu mjög svo gjarnan leita til mál- flutningsmannsins hinum megin við götuna; alveg eins og fólk, sem hefur viðskipti við eftirsóttan klæðskera, verður að sætta sig við duttlunga hans og geðþótta. Haslitt sneri sér að Jim. „Við skulum hugleiða hvað við vitum,“ sagði hann, og sett- ist í stólinn. II. KAPÍTULI. Hrópað um hjálp. „Simon Harlowe,“ hóf Haslitt máls, „var eigandi hinna þekktu Slos du Prince-vínekra við Cöte-d’Or fyrir austan Dijon. Hann átti fasteign í Norfolk, Maison Grenelle í Dijon og villu í Monte Carlo. En hann dvaldist lengst af í Dijon, þar sem hann kvæntist, fjörutíu og fjögra ára gamall, franskri konu, Jeanne-Marie Raviart. Tildrög giftingarinnar voru í meira lagi rómantísk, eftir því sem ég bezt veit. Jeanne-Marie var gift og fráskilin, og Simon Harlowe beið, að mig minnir, í tíu ár þangað til eiginmaðurinn, Raviart, andaðist.“ Jim Frobisher tók viðbragð og Haslitt, er virtist lesa ættar- söguna upp af mynztri gólfteppisins, leit upp. „Já, ég skil hvað þú átt við,“ sagði hann eins og til þess að svara viðbragði Jims. „Já, það gæti hafa átt sér stað einhver ástamök á milli þeirra áður en þau máttu ganga að eigast. En nú á dögum, minn kæri Jim! Almenningsálitið er frjálslynd- ara heldur en það var þegar ég var ungur. Þar að auki, skil- urðu, yrði þetta leyndarmál að vera nógu nákomið Betty Harlowe — ég segi ekki að það þyrfti endilega að særa hana þótt það kæmist í hámæli, en það þyrfti þó að vera þess eðlis, að Waberski áliti að það mundi valda henni hugarangri, til þess að hann gæti hagnýtt sér það. Á hinn bóginn kom Betty Harlowe ekki til skjalanna fyrr en tveimur árum eftir að Simon og Jeanne-Marie giftust, þegar það var orðið lýðum ljóst, að þeim myndi ekki auðnast að eignast erfingja. Nei, ástarævintýri Simon Harlowe eru þessu máli nægilega óvið- komandi til þess að við getum látið þau liggja á milli hluta.“ Jim Frobisher lét sér þessa kollvörpun hugmyndar sinnar lynda. „Ég var kjáni, að láta mér detta þetta í hug,“ sagði hann og roðnaði af sneypu. Framh. á bls. 20. KROSSGÁTA Ráðning á krossgátu í síðasta blaði. Lárétt: 1. smána. — 6. skass. — 11. sfcótau. — 12. krukika. — 14. köttur. — 15. ráðrík. — 16. afa. — 17. tala. — 19. narr. — 20. puða. — 22. rot. — 23. úða. — 24. arinn. — 26. stæltir. — 29. nál. — 31. iða. — 32. bakarar. — 36. ismar. — 40. aur. — 41. Ulm. — 43. taða. — 44. skar. — 46. skip. — 48. nit. — 49. annála. — 51. sívala. — 53. raskar. — 54. sleðar. — 55. rausa. — 56. auðir. Lóðrétt: 1. sköfur. — 2. mótaði. — 3. átt. — 4. naut. — 5. aurar. — 6. skratti. — 7. krá. — 8. auðn. — 9. skraut. — 10. skírði. — 11. skapa. — 13. akrar. — 18. los. — 21. Anna. — 25. nár. — 27. æði. — 28. last. — 30. lausara. — 32. basar. — 33. auknar. — 34. kransa. — 35. rlk. — 37. manaði. — 38. aðilar. — 39. ratar. — 42. imissa. — 45. ráku. — 47. pílu. — 50. las. — 52. veð. -----O------ Gegn heimskunni berjast jafnvel guðjrnir árangurslaust. ★ „Hvers vegna komið þér svo snemma á stöðina, hr. Smith,“ sagði umsjónarmaður járnbrautar- stöðvarinnar. „Lestin, sem þér ætlið með, fer ekki fyrr en að tveim tímum liðnum." Smith svaraði: „Ég skal segja yður hvers vegna ég geri þetta. Ég gleymi svo mör.gu. En þegar ég er kominn á stöðina rifjast það allt upp fyrir mér smám saman, og ég verð að hafa tíma til þess að fara heirn og komast hingað aftur áður en lestin fer.“ ★ Þar til árið 1752 var nýársdagur í Englandi 25. marz.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.