Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 5 sungu. Inger fór í kápu og gekk út. Hún ætlaði að njóta náttúrufegurðarinnar og veð- urblíðunnar. Við hliðið hitti hún Kjell. Hann mælti: „Veizt þú, að 30. maí er í dag. Það er síðasti dagur mánaðarins.“ (Hann mundi ekki, að maí hefur þrjátíu og einn dag). Hún horfði á hann. Já, það var skrítið, að hún skyldi gleyma því. En hún hafði haft allan hugann við veikindi föður- ins og það að hugga móður sína. Um sjálfa sig hafði hún ekki hugsað. Nú var dagur- inn kominn, er hún átti að gefa Kjell ákveðið svar við spurningunni miklu. Hún vissi að hann ætlaði ekki að bíða lengur. Ef hann hafði ákveðið eitthvað sat hann fastur við sinn keip. Það þekkti hún. Hún sagði: „Þessi tími hef- ur verið erfiður fyrir mig, Kjell. Pabbi á sjúkrahúsinu og mamma ekki mönnum sinnandi af kvíða og hræðslu.“ Kjell mælti: „Þú hefur þó haft tíma til þess að hugsa ofurlítið um mig annað slagið.“ Inger svaraði dræmt „Já, ekki get ég neitað því.“ Hann sagði: „Hverju svar- arðu. Er það já eða nei?“ Inger mælti og leit niður: „Eg á svo erfitt með að skýra þetta fyrir þér. En það eru pabbi og mamma, sem óbein- línis ráða úrslitum. Þeim hef- ur aldrei komið reglulega vel saman, og að líkindum þótt lítið vænt hverju um annað. Ég vil ekki, að mitt hjóna- band verði eins og þeirra.“ Kjell sagði: „Álíturðu að þér þyki ekki nógu vænt um mig?“ Inger svaraði: „Mér þykir vænt um þig, og ég er ekki skotin í neinum öðrum. En þó er ég hikandi. Ég þrái hina miklu ást. Hann sagði: „Álíturðu ekki að þú hafir séð of margar kvikmyndir er fjalla um ásta- mál og lesið of margar ástar- sögur um þetta efni? Er það ekki líklegt, að þú blandír saman draum og raunveru- leika. Ég er ekki draumur heldur veruleiki." Hann faðmaði hana. Hún mælti: „Það getur verið að ég fari heimskulega að ráði mínu. En ég get ekki játast þér. Mér er þetta ósjálfrátt. Ég ræð ekki við tilfinningar mínar.“ Hann sagði: „Þú vilt ekki giftast mér. Viltu ekki hugsa málið enn um tíma? Ég elska þig, og mun aldrei elska aðra.“ „Það er þýðingarlaust, Kjell. Ég skipti ekki um skoðun. Ég segi ákveðið nei.“ Hún fann hvernig armar hans misstu mátt. Og eftir að hún hafði sagt þetta virtust þau ekkert umræðuefni hafa. Þau stóðu þegjandi um stund. „Ó, Kjell,“ sagði Inger sorg- bitin. Hann horfði alvarlega á hana og mælti: „Vertu sæl, Inger.“ Svo gekk hann niður eftir götunni. Inger reyndi til þess að láta ekki á neinu bera, er heim kom. Hún vildi ekki þurfa að svara spurningum þessu máli viðvíkjandi. Hún var óglöð og örvílnuð, en þó hreykin af því að hafa ekki svikið hugsjón sína. Að loknum kvöldverði tók Móðir Inger handavinnuverk- efni og settist við að prjóna. „Hvað gengur að þér, Ing- er?“ spurði hún. „Hvers vegna komstu ekki með Kjell?“ „Hann kemur hér aldrei framar,“ svaraði Inger.,“ „Kemur hann ekki framar? Hvers vegna?“ „Við erum búin að slíta vinskapnum. Við gátum ekki haldið áfram að hafa þetta þannig. Hann krafðist svars, og ég sagði nei.“ Móðir hennar prjónaði í ákafa og leit ekki á Inger. Hún mælti: „Ég vildi gjarnan fá að vita, hvers vegna þú neitaðir bónorði hans. Þú ræður þessu, auðvitað, en ekki ég.“ Inger sagði: „Mér þykir ekki nógu vænt um hann til þess að giftast honum.“ Móðirin mælti: „Ertu ekki of kröfuhörð hvað ástinni við kemur?“ Inger svaraði: „Ég álít, að ástin þurfi að vera mjög heit. &ess konar ást er dásamleg.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.