Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 21
VIKUBLAÐIÐ
21
Á þaki járnbrautarvagnsins
BARNASAGA
JJRENGURINN hljóp fram með lestinni,
sem var enn á hægri ferð og nýfarin af
stöðinni. Svo stökk hann upp á fótþrep lestar-
innar, og las sig með fimi, eins og hann væri
api, upp á þak næst fremsta járnbrautar-
vagnsins.
„Jæja, nú getur fólkið heima leitað mín
eins og því gott þykir,“ sagði drengurinn við
sjálfan sig. Hann átti heima í La Paz, sem er
höfuðborg Bolivíu.
Nú var drengurinn flúinn frá skömmum
foreldra og kennara. Hann ætlaði að flækjast
um heiminn og komast í ævintýri.
Drengurinn hét Gomez. Hann hafði oft ver-
ið skammaður. En honum kom ekki til hugar,
að það hefði verið réttmætt. En sannleikurinn
var sá, að h'ann var óvenju latur. Hann var
reiður við foreldra sína og kennara. Hann
hafði komizt fyrsta áfangann fyrir peninga,
sem hann átti, en nú var hann orðinn „blind-
ur“ farþegi.
Lestin hélt upp á hálendið. Þar var kalt
loftslag, og kólnaði stöðugt eftir því, sem
hærra kom. Gomez átti ekki sjö dagana sæla
uppi á þakinu.. Þar var kuldinn bitur. Gufan
frá eimvagninum fraus og féll niður sem ís-
kristallar, og þessu rigndi yfir Gomez, svo
föt hans urðu hvít og glitrandi. Drengnum
var afar kalt og alltaf óx kuldinn.
Þegar kyndarinn opnaði dyrnar á eimvagn-
inum vegna hitans þar, kom dálítil hitabylgja
yfir Gomez, og þótti honum það betra en ekki
neitt. Hann fann það nú að ekki er gott að
vera laumufarþegi.
Enn óx kuldinn, og Gomez áleit, að kyndar-
inn hefði séð sig. Hann áleit, að honum væri
nauðsynlegt að fara af þakinu á næstu fjalla-
stöð.
Gomez skalf eins og hundur og hálf iðrað-
ist þess að hafa flúið að heiman. Það var þó
skárra að sækja skóla í La Paz, og eiga gott
heimili, heldur en sitja á þaki járnbrautar-
vagns, hungraður og skjálfandi af kulda.
Hann fór að hugsa um það, að ekki væri nóg
að flýja að heiman til þess að verða glaður og
ánægður. Ævintýrin gætu verið of dýrkeypt.
Hvað átti hann í vændum? Hvernig gat hann
unnið fyrir sér? Útlitið var ekki gott. Svo var
hann latur til vinnu. Ekki bætti það úr skák.
Það þaut kolamoli fram hjá Gomez. Kynd-
arinn hafði séð hann. Það var hált á þakinu
og Gomez mátti hafa sig allan við, til þess að
renna ekki út af því.
Hann var eins og hryggðarmynd, þessi litli,
snæbarði vesalingur, sem hélt sér dauðaháldi
á þaki járnbrautarvagnsins. Honum leið afar
illa. Hann ákvað, að hlaupast aldrei að heim-
an, ef hann kæmist lifandi úr þessari raun.
Hann viðurkenndi það nú með sjálfum sér,
að hann hefði verið afar latur, forvitinn, frek-
ur og óþægur.