Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 17

Vikublaðið - 03.03.1950, Blaðsíða 17
VIKUBLAÐIÐ 17 eins og verið hefði. Þetta var látið gott heita, þó að venja sé, að kvik- myndaleikarar skipti umnöfn. Ráðamenn Warner Broth- ers hljóta að hafa haft mikið álit á Alexis Smith. Hún fékk eitt mesta kvenhlutverkið í fyrstu kvikmyndinni, er hún lék í hjá félaginu. Myndin hét „Dive Bomber.“ Errol Flynn var mótleikari hennar. En hann er einn frægasti kvikmyndaleikari í Holly- wood, sem kunnugt er. I næstu tveim kvikmynd- um, sem Alexis lék í, fékk hún stór hlutverk. En í fjórðu kvikmyndinni var henni út- hlutað aðalkvenhlutverkið. Sú mynd heitir „The Con- stant Nymph“. Charles Boyer og Joan Fontaine léku einnig í kvikmynd þessari. Alexis leysti hlutverk sitt svo vel af hendi í kvikmynd þessari, að hún fékk stjörnu- nafnbótina 1 kaupbæti. Hér skulu nefndar kvik- myndir, sem Alexis hefur leikið í: Night and Day, Of Human Bondage, Stallion Road, The Two Mrs. Carrolls, The Woman in White, Whip- lash, One Last Fling og The Decision of Christoper Blake. Alexis Smith hefur um átta ára skeið leikið í kvikmynd- um. Að lokinni hverri mynd er hún ýmist sorgmædd eða sæmilega ánægð. Hún full- yrðir, að hún hafi ekki enn leikið eins vel og henni sé mögulegt. Alexis hefur spurt um það, hvort áhorfendur mundu þola svo áhrifamikinn leik, sem henni væri unnt að sýna. Svo hlær hún að þessari hug- mynd. Maður Alexis, Craig Stev- ens, segir hana vera mjög hláturmilda og hlátur henn- ar sé smitandi. Þau Alexis og Stevens giftust árið 1944. Alexis Smith hefur alltaf sama áhugann á dansi og söng. Æfir hún dans dag hvern hjá sérfræðingi. Segist hún heldur vilja dansa og syngja en leika. Sönglistina hefur hún efst á blaði. Alexis er ljóshærð og blá- eyg. Hún er fimm fet og sjö þumlungar á hæð. Hún er ekki skrautgjörn né sundur- gerðarkona í klæðaburði. Þó vill hún ganga sómasamlega til fara og láta sér líða vel. Uppáhalds íþróttir Alexis eru: bogfimi, skautahlcup á ís; badminton og knattleikur. Hún elskar hljómlist. Þegar þetta er ritað, er verið að sýna kvikmyndina „Any Number Can Play. í þessari mynd leikur Alexis Smith konu Clark Gable. Heimilisfang Alexis Smith er svohljóðandi: c/o Warner Brothers Studio, Burbank, California, U.S.A. ----o---- Ég elska þig ekki vegna auðæfa þinna. Ég elska þig sjálfs mín vegna. Ást á auðæfum er orsök helmings allrar mannvonzku. En hinn helm- ingurinn stafar af fátækt. Arturo Toscanini AÐ eru liðin h. u. b. fimm- tíu ár frá því Toscanini varð heimsfrægur fyrir söng og hljómsveitarstjórn. Marg- ar sögur hafa verið sagðar af þessum mikla snillingi. í þýzka tímaritinu „Stimm- en“, segir Arthur Holde frá því er hann fékk að vera á æfingu hjá Toscanini. Nefnir Holde grein sína „Töfrar æf- ingarinnar.“ Toscanini er nú áttatíu og þriggja ára. En þrátt fyrir hinn háa aldur, þarf hann ekki nótnabók, er hann stjórnar æfingum, jafnvel þó um nýtt tónverk sé að ræða. Toscanini kann allt utan- bókar. Minni hans er svo gott að undrum sætir. Þó kemur það fyrir að hann grípur „nóturnar“ til þess að líta í þær. Hann er svo nærsýnn, að hann þarf að halda þeim alveg upp að augunum. Toscanini er mjög örgeðja, og verður oft fokvondur ef þeir, sem hann stjórnar, skilja ekki tilsögn hans þegar í stað. Hann rífst þá stundum og skammar viðkomandi menn heiftarlega. Hann stappar í gólfið, patar óskap- lega eða baðar út höndunum. En er orðin ekki nægja og ólætin, tekur hann að syngja það, sem hann var óánægður með. Hann sagði eitt sinn: „Þeg- ar ég hef tónsprota í hendi verð ég annar maður.“

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.