Vikan


Vikan - 18.01.1951, Page 7

Vikan - 18.01.1951, Page 7
VIKAN, nr. 3, 1951 1 Raufarhöfn Framh. af bls. 3. þar sem því er ætlað að skapa vetraratvinnu fyrir þorpsbúa. Ákjósanlegt væri að koma upp þurrkhúsi fyrir saltfisk. Er brýn nauðsyn á einhverri vetr- aratvinnu á móti síldarvertíð sumarsins. Virðist heppilegasta leiðin að efla bátaútveginn og vinnslu úr afurðum hans. Nokkrir menn eiga kýr og kindur í þorpinu. Á árunum fyr- ir 1940 var stórt mýrarsvæði fyrir ofan þorpið ræst fram og gerð tilraun með túnræktun á því. En bar ekki góðan árang- ur. 1944 stofnuðu þorpsbúar „Ræktunarfélagið Akur“, sem leigir túnsvæði vestur í Leirhöfn. Hefur félagið reynzt þorpsbú- um þó nokkur styrkur í heyöfl- un sinni. Öþurrkar miklir voru á Raufarhöfn í sumar. Gekk svo langt í haust, að gerð var til- raun til þess að þurrka heyið í þurrkofnum síldarverksmiðj- unnar, þegar síldin hætti að ber- ast. Bar það ekki jákvæðan ár- angur. 1934 keyptu Síldar- verksm. Ríkisins verksmiðjuna af Norðmönnum og starfræktu hana í vaxandi gengi til 1940, en þá var einnig byggð 5000 mála verksmiðja. Mikil lánsemi hefur verið í staðsetningu þess- arra verksmiðja vegna síldar- miða fyrir Norð-Austurlandi. En voru ekki fuilnægjandi lengi framan af. Undanfarin síldar- ieysissumur hefur S.R. fengið 100,000 mál í bræðslu að meðal- tali. Síldarsöltun hefur verið öðru hvoru. Þó er það á allra síðustu árum, að kraftur hefur færzt í þá atvinnugrein. Voru tæplega 10,000 tunnur saltaðar af 4 að- ilum í sumar og standa vonir til að hreppssöltun byrji næsta sumar. Sjávarafurðir fyrir 10 milljón króna berast þannig árlega á land í þetta litla þorp, og er ekki svo lítill skerfur til heildarút- flutnings þjóðarinnar. íbúar þorpsins eru 342, og telzt þorpið sérstakur hreppur, sem skiptist nýlega frá Presthólahreppi. Telja sumir æskilegt, að Kaup- félagið skiljist einnig frá K.N.Þ. á Kópaskeri vegna ólíkra stað- hátta hvors félags um sig. 3 smáverzlanir eru á staðnum að auki. Raufarhafnar hefur oft verið getið í blöðum og útvarpi sein- ustu sumurin. Duttlungar síld- arinnar hafa gert þorpið að aflamiðstöð. Þorpið hefur sam- tvinnast spenningi sígildra gróðavona af síldveiðum, sem leikur svo stóran þátt í fjár- málalífi landsmanna. En þorpið hefur ekki gott orð á sér. Margt aðkomumanna dvelst þar yfir síldveiðitímann, auk fjölda sjómanna, sem koma þangað öðru hvoru. Yfirleitt ber þetta fólk þorpinu illa söguna. Það skynjar frumstæð kjör þorpsbúa á sumum sviðum, sem verða annarleg í tækni verk- smiðjunnar, og virkar allt að því kýmilega á þessa borgara, sem margir hverjir eru mennta- menn, í leit að aurum fyrir komandi vetur. En það er ekki svo að skilja, að þorpið sé sérstakt afbrigði í íslenzkri menningu, eins og gef- ið er í skyn af ,,lítillæti“ að- komumannsins. ' Það er ekki annað en óvenju skýr túlkun á menningu landsmanna í öllum óróa þessara skyndibreytinga síðustu ára. Þannig er jafnvægisleysi þorpsins endurspeglun þjóðlífs- ins, sem breytist til batnaðar með félagslegri þróun, og eins og þjóðin á sína ótvíræðu fram- tíð, þá á þorpið sína merkilegu möguleika norður við svalblátt íshafið. B II F F A L ■ Hickok kemur inn. Jói: Eg er viss um að Hanni gamli —- — Jói: Það er gott. Ég kaupi allan Hanni gamli: Vertu Hickok: Gott kvöld, Nú þarna er hann. farminn. Sendu skipstjórann til mín sæll, við sjáumst herrar mínir. Einn Hanni gamli: Gott kvöld Jói. Þú ert í kvöld. brátt aftur. vvhisky. heppinn. Skip, sem þú hefur áhuga á, kem- Hanni gamli: Allt í lagi Jói. Eg ur í höfn í kvöld. kem með. > Hanni gamli fer út. Hickok: Þetta gekk Hickok: Þarna fer hann, hann ætlar Hanni rær út í skipið og Hickok fylg- vel. Ég ætla að iæð- líklegast að róa út í skipið. ist með hvað skeður. ast á eftir honum. Kæri Bill! Sendu mér strax nokkra menn, sem geta veitt mér lið. Hickock. Hickock: Vinur minn, viltu fara með þetta bréf. Það liggur mikið á. Hér er króna, og þú færð aðra hjá þeim, sem þú afhendir bréfið. Drengurinn: Þökk. skipstjóri. Ég skal hlaupa. Maður kemur fram Maðurinn: Hafið þér úr skugganum. eldspýtu, skipstjóri? Hickock: Skilið! Tveir eiga að njósna um skipið, hinir fylgja mér.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.