Vikan


Vikan - 22.11.1951, Síða 11

Vikan - 22.11.1951, Síða 11
VIKAN, nr. 45, 1951 • 11 IFramhaldssaga: || Eftir ARNOLD BENNETT 1 SabíloHák ctelií j i©^©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©®©©®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®^^®^®®®®^^®® „Ég vona,“ sagði Rokkó og opnaði augun, „ég vona þér kallið undir eins á lögregluna. Það er framorðið, og ég kæri mig ekki um að verða af öllum svefni I nótt.“ „Hvar haldið þér, að þér munið sofa í nótt?“ „1 tugthú3inu auðvitað. Sagði ég yður ekki áðan, að ég fyndi á mér, hvenær stundin væri komin. Ég er ekki svo vitlaus, að ég geti ekki játað ég hafi brotið af mér. Ég býst samt við ég fái ekki meira en svona eins til tveggja ára fangelsi. Að minnsta kosti ætti ég að geta sann- að ég hafi ekki staðið að morðinu. Jæja, er þá ekki bezt við hypjum okkur? Hér sofa allir, en næturvörðufinn hlýtur að geta kallað á lögreglu- mann. Ég. hlýði yður. Við skulum fylgjast niður. Og ég heiti því að fara hljóðlega." „Bíðið þér við,“ sagði Rakksoll stuttlega; „það liggur ekkert á. Ég held það gæti í engu skað- að yður, þó að þér færuð svona klukkutíma síðar að sofa, þar sem þér þurfið ekki að vakna til vinnu í fyrramálið. Mig langar að spyrja yður um fleira." „Þá það,“ talutaði Rokkó hálfólundarlega. „Hvar hafið þér geymt lík Dimmoka, frá því hann dó?“ ,,Núhú!“ svaraði Rokkó, og var auðsæilega undrandi á því, hve spurningin var einföld. „Um tima var það í herberginu hjá mér, eina nótt úti á þaki; einu sinni var það sent burt úr hótelinu meðal farangurs gestanna, en daginn eftir kom það til baka í sykurkassa. Ég man ekki vel, hvort við földum það einhversstaðar viðar, en við handtéruðum það ætíð af ýtrustu varkárni og höfðum gætur á öllu.“ „Hver sá um þetta?“ spurði Rakksoll eins stillilega og hann gat. „Ég gerði það. Ég lagði höfuðið í bleyti og lét svo aðra framfylgja skipunum.“ „Og hverjir voru það?“ „O, það er ekki í frásögur færandi. Hjálpar- menn mínir voru allir sakalusir, vissu ekki sjálf- ir, hvað þeir voru að gera. Það er ákaflega auð- velt fyrir mann eins og mig að vefja undir- mönnum um fingur sér.“ „Hvað ætluðuð þér að gera við líkið að síð- ustu?“ Það var einbeittur svipur á Rakksoll. „Hver veit?“ sagði Rokkó og klauf með fingri fagurt skegg sitt. „Það var í mörg hom að lita — til lögrgglunnar til dæmis. En að öllum lík- indum hefðum við sent ættingjunum líkið að lokum.“ „Vitið þér, hverjir ættingjarnir eru?“ „Vissulega? Vitið þér það ekki? Dimmoki átti prins að föður.“ „Mér finnst það nú heldur óviðkunnanlegt af yður,“ sagði Rakksoll af nöpru háði, „að velja þetta herbergi til smurningarinnar." „Nei, alls ekki,“ sagði Rokkó. „Ekkert herbergi í öllu hótelinu hentaði mér eins vel og þetta. Hverjum hefði dottið í hug ég væri hér með lík? Þetta er einmitt staður við mitt hæfi.“ „Mér datt það samt í hug,“ sagði Rakksoll stuttlega. / „Já, yður datt það samt í hug, Rakksoll. En ég reiknaði ekki með yður. Ég hélt þér væruð með allan hugann við að græða." „Ég gerði yður hræddan í kvöld?" „Nei, ekki hið minnsta." „Þér voruð hræddur um það yrði farið að leita." „Ég vissi, að engin leit var í undirbúningi. Ég vissi, að þér ætluðuð einungis að hræða mig. Þér megið ekki halda, að ég sé algjör skynskipt- ingur, Rakksoll. Strax og þér fóruð að tala við mig í eldhúsinu í kvöld, fann ég, að þér voruð kominn á sporið. En ég varð ekki hræddur. Ég á.kvað strax að hafa nú hraðan á, en svo er að sjá ég hafi ekki hert mig nægilega. Þér kom- uð að mér í hálfnuðu verki. Jæja, við skulum koma niður.“ Rokkó reis á fætur og gekk út að dyrunum. Rakksoll hljóp til hans og greip um öxl hans. „Engin undanbrögð!" sagði Rakksoll. „Gleym- ið þvi ekki, að þér eruð minn fangi.“ Rokkó sneri sér að Rakksoll og leit á hann með virðulegri fyrirlitningu. „Hef ég ekki heitið því að fara hljóðlega?" sagði hann. Rakksoll fann til smánar. Sú hugsun laust niður í huga hans, að stórmenni finnist jafnvel meðal glæpamanna. „Þvílíkur auli hafið þér verið," sagði Rakksoll og stöðvaði hann á þröskuldinum. „Þér eruð hæfileikamaður, geysilegur hæfileikamaður, og svo hafið þér hlaupið yður á hausinn í einu vet- fangi. Nú eruð þér búinn að vera. Ja, drottinn minn, slíkur hæfileikamaður sem þér eruð.“ „Rakksoll," sagði Rokkó mjög hratt, „þetta eru sönnustu orðin, sem þér hafið sagt í allt kvöld. Hæfileikamaður er ég. Og jafnframt dauð- ans auli. Æ, því miður!" Hann sló hendina á lærið. „Hversvegna gerðuð þér þetta?“ „Ég var töfraður til þess — töfraður af Sjúls. Hann er líka mikill hæfileikamaður. Hér í Babílonshóteli voru okkur allir vegir færir. Við fengum afbragðs tilboð. Það var mikillar áhættu vert. Launin voru geipileg. Þér munduð vera sam mála, ef þér vissuð alla málavöxtu. Ef til vill fáið þér að vita þetta allt einhverntíma. Ég veit þér eruð skarpskyggn og þrautseigur. En ég var blindaður, dáleiddur." „Og nú fer allt líf yðar I rúst.“ „Ónei, ætli það. Eftir fáein ár kemst ég aftur á legg. Snillingunum fyrirgefst allt. Mér fyrir- gefst allt. Segjum ég fari í tugthús. Þegar ég kem út aftur, þá verð ég enginn aumingi. Ég verð Rokkó — Rokkó mikli. Allir hóteleigendur Evrópu munu grátbiðja mig um að vistast hjá sér.“ „Þér hafið sjálfur orðið yður til niðurlæging- ar, það er óskiljanlegt.“ „Ég veit það,“ sagði Rokkó. „Við skulum koma." Rakksoll hreifst mjög af karlmennsku og stolti þessa manns. Hann kenndi jafnvel í brjósti um hann. Og þannig gengu þeir hlið við hlið, fanga- vörðurinn og sá fangaði, eftir mannauðum göng- um hótelsins. Rokkó nam staðar við fyrstu lyftu- dyrnar. „Lyftan er lokuð," sagði Rakksoll. „Við verð- um að fara niður stigana." „En ég er með lykil. Ég geng ætíð með lykil," sagði Rokkó, og tók lykil upp úr vasanum; opn- aði síðan lásinn og renndi hurðinni til hliðar. Rakltsoll brosti að sjálfsánægju hans og hæ- versku. „Farið þér á undan," sagði Rokkó og hneigði sig, og Rakksoll steig inn í lyftuna. Hratt sem elding dró Rokkó rennihurðina fyr- ir, og hún féll í lás sjálfkrafa. Nú var sköpum skipt, Theodór læstur inni í lyftunni, en Rokkó frjáls úti fyrir. „Sælir, Rakksoll," sagði hann blíðmæltur, hneigði sig aftur. „Verið þér sælir. Mér þykir leitt að þurfa að svínast svona á yður, en samt hlýt ég að færa mér i nyt aulahátt yðar, því að auli hafið þér verið. Þér eruð samt kænn, að vissu marki, eins og ég sagði áðan. En þar sem kænska yðar hættir, þar tekur mín við. Já, ég- lield þá ég hátti ekkert í nótt, ef til vill er jafn- vel það skárra en að sofa í fangaklefa. Ef þér gefið frá yður hljóð, þá hlýtur einhver að vakna til að opna fyrir yður. Ég held samt að betra væri fyrir yður að bíða til morguns. Það mundi verða virðulegra. Jæja, verið þér svo sælir." Og að þeim orðum töluðum, gekk Rokkó í hægðum sínum út eftir ganginum og hvarf. Rakksoll þagði. Hann hryllti svo við því, sem skeð hafði, að hann mátti ekki mæla. Hann kreppti hnefann, gnisti tönnum og hélt niðri í sér andanum. 1 þögninni heyrði hann Rokkó fjarlægast eftir þykku teppinu á ganginum. Þetta var þyngsta áfallið á allri ævi Rakksolls. Næsta morgun barst sú fregn út meðal hinna tignu gesta hótelsins, að af einhverjum sökum hefði milljónamæringurinn sjálfur verið læstur inni í lyftunni kvöldið áður og hímt þar svo alla nóttina. Það var líka staðhæft, að Rokkó hefði átt rimmu við hinn nýja húsbónda sinn, og hlaup- izt á brott að því loknu. Hertogafrú nokkur sagði, að brottför Rokkós væri sama og gjald- þrot fyrir hótelið, en þá hnippti ejginmaður hennar í hana og sagði hún ætti ekki að láta svona vitleysu sér um munn fara. Um morguninn sendi Rakksoll boð eftir lög- reglufulltrúa viðvíkjandi því, að lik Dimmoka hafði fundizt. Rakksoll sagði honum frá öllu, sem gerðist um nóttina, og það var hreinasta þrekraun fyrir mann með hans geðslagi. „Undarleg saga!“ sagði Marsjall lögreglufull- trúi og gat eltki varizt brosi. „Slæmt hvemig þetta fór, samt hafið þér fengið ýmsar mikils- varðandi upplýsingar." Rakksoll þagði, „Ég er sjálfur kominn á sporið," sagði Mar-- sjall. „Þegar ég fékk boðin frá yður, var ég rétt að segja að leggja af stað til yðar. Mig langaði til að fá yður með mér til staðar ekki langt héðan. Viljið þér koma með mér núna strax?" „Min er ánægjan," sagði Rakksoll. 1 sömu svifunj kom. sltósveinn inn með sím- skeyti. Rakksoll braut það upp og las: „Komdu strax pabbi. Nella. Vellingtonhóteli, Ostend.“ Hann leit á úrið. „Ég get ekki kornið," sagði hann við lögreglu- fulltrúann. „Ég þarf að skreppa til Ostend." „Til Ostend?" „Já, núna strax." „En heyrið mig, Rakksoll," sagði Marsjall i mótmælatóni. „Ég er kominn á sporið." „Ég líka," sagði Rakksoll. Tíu mínútum siðar var hann á leið til Vikto- ríustöðvarinnar. 15. KAFLl. Sjóferöinni lýkur. Nú verðum við að snúa aftur til Nellu Rakk- solls og Ariberts prins af Pósen um borð í snekkj- unni nafnlausu. Næsta verk prinsins var að binda Sjúls, öðru nafni Tomma Jakobsson, fast og vel með reipi. Þó að Tommi lægi ennþá í roti og blæddi úr kjammanum á honum, var ekki gott að segja, nema hann gæti allt í einu jafn- að sig og gerzt hinn versti viðureignar. Prins- inn batt hann fyrst á höndum og fótum og tjóðr- aði hann síðan við bómuna. „Ég vona hann deyi ekki,“ sagði Nella. „Hann er svo fölur."

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.