Vikan


Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 3

Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 3
í EVRÓPU! OLIVIA MEEKEIt — bandarísk kona—hefur skrifað skemmtilega bók, sem hún nefnir: Handbók kvenna um Evrópu. Hér er kafli úr bókinni, nokkuð styttur, um evrópiska karlmenn. MEÐ því að sigla beint í austur- átt, mun Bandaríkjamaðurinn komast í fyrstu kynni sín við evrópisku karlmennina á skrítinni, iðgrænni eyju, sem nefnd er Ir- land. Hinn írski karlmaður er tor- ráðin gáta, sem jafnvel hann sjálf- ur skilur ekki. Hann hefur gaman af að segja lygasögur, hið mesta yndi af drabbi og slagsmálum og megna óbeit á rökréttri hugsun. Þegar ég var stödd í Dublin, sögðu blöðin frá manni einum, sem sat að drykkju í veitingakrá og sem hellti úr olíulampa yfir annan gest og kveikti í honum, bara vegna þess, að honum fannst aumingja maðurinn ljótur! Steinsnar frá írlandi og handan við Ir- landshaf er annað eyland, sem nefnt er England. Englendingurinn er jafnvel furðulegri manngerð en sú írska. Þó er ekkert skylt með þessum tveimur tegund- um. I augum sumra amerískra kvenna eru brezkir karlmenn af hinni svokölluðu ,,yfirstétt“ ef til vill eftirsóknarverðastir allra evrópiskra karla. Brezki „yfirstétt- armaðurinn' er venjulegast holdgrannur, langur og feimnislegur. Hann er íhald- samur og hatar allt tildur, einkum hjá kvenfólki. Það er karlmaðurinn, sem hing- að til hefur drottnað í Englandi. Á þessu er þó nú að verða nokkur breyting. Feimni enska karlmannsins, eða lcannski öllu heldur óbeitin, sem hann lief- ur á öllu mnstangi, gerir það að verkiun, að í Englandi má heita að hlutunum sé snúið við og að kvenfólkið verði að biðla til karlmannanna. Þeir mega samt eiga það, greyin, að þeir eru ósköp þægir og góðir, þegar þeir á annað borð eru komn- ir í hjónabandið, og þeir eru ákaflega kurteisir og nærgætnir eiginmenn. Handan Ermarsunds er meginland Evr- ópu, sem til allrar hamingju er sneisa- fullt af skemmtilegum og athyglisverðum karlmönnum. Þeim svipar síður en svo til Breta. Germönsku þjóðirnar (Þjóðverjar, Hol- léndingar, Belgíumenn) eru miðja vegu milli hinna tveggja höfuðandstæðna — norrænu þjóðanna og þeirra rómönsku. Belgíumenn eru furðuleg blanda af flæmskri röggsemi og frönsku kæruleysi; þeir eru miklir matmenn, miklir tónlist- arunnendur og eiga fagra höfuðborg með miðaldasniði. Þjóðverjar eru barmafullir af hugsjón- um, feikn samvizkusamir og ótrúlega skylduræknir, hvort sem sá eiginleiki leið- ir af sér gott eða illt. Hollendingar eru hin geðþekkustu át- vögl. Karlmennirnir eru í senn stæðilegir og laglegir á yngri árum sínum og þeir vilja helzt hafa kvenfólkið í sæmilegum holdum. En það eru rómönsku þjóðirnar (Frakk- ar, ítalir, Spánverjar, Portúgalar), sem sérstaklega kváðu ganga í augun á kven- fólkinu. Kannski ástæðan sé sú, að sagt er um karlmennina þarna suðurfrá, að þeir séu til í nærri því hvað sem er fyrir eina góða máltíð eða eina fagra konu. Þeir suðrænu hafa gaman af konum. Þeir hafa óskaplega gaman af þeim. Þær eru veigamikill partur af lífi þeirra. Franskir karlmenn viðurkenna þessa staðreynd fúslega. París er borg konunn- ar. Hinn franski karlmaður hefur yndi og Það er svo gaman! — að vera lítili Hér eru tveir kjó- ar til vitnis um það. Annar er bú- inn að snúa ver- öldiimi við, og liinn hlær framan í hana á sinn skemmtilega og smitandi hátt. Audrey Hepburn hefur á furðu skömm- um tíma orðið ein fræg-asta kvikmynda- dís veraldar. Hún er aðeins 24 ára, en hefur þó þeg- ar hreppt eftirsóknar- verðustu leikverðlaun Bandaríkjanna fyrir leik sinn í myndinni Frí- dagar í Róm. í>etta eru Óskarsverðlaunin svo- nefndu. Audrey er fædd í Briissel í Belgíu og var 'aðir hennar brezkur verzlunarmaður en móð- irin hollenzk barónessa. Hjónabandi foreldra iiennar lauk með skilnaði, og skömmu síðar rkall heimsstyrjöldin á. Móðir og dóttir flutt- ust þá til Arnhem í Hollandi, þar sem Audrey \ ar látin læra hollensku í öryggisskyni. Siðar tók hin granna, stóreyga skólastúlka þátt í leiksýningum, sem félagar hennar efndu til. Ágóðanum var varið til að styrkja hollenzku andspyrnuhreyfinguna. Audrey og móðir hennar fóru til London 1948. Audrey hafði þá mikinn hug á að verða dansmær. Svo fór þó að lokum, að hún komst upp á eigin spýtur að þeirri niðurstöðu, að hún væri illa til þess fallin. Þá sneri hún sér að leiklistinni, jafn staðráðin í því og áður að verða fræg. Hún fékk nokkur smáhlutverk í kvikmynd- Íum, en vakti litla sem enga athygli. Gagnrýn- ondurnir sögðu að hún væri ,,snotur“ og virt- ist gædd „athyglisverðum hæfileikum“, en við það sat. Uns hinn stóri dagur rann upp, þegar hún fókk tilboð um það frá Bandaríkjunum að koma þangað og leika i kvikmynd. Hún tók boðinu fegins hendi — og var fáeinum mánuð- um síðar orðin heimsfræg. Audrei lifir mjög reglusömu lífi; hún lætur leiklistarferil sinh stjórna öllu lífi sínu. Hún fer sárasjaldan út að skemmta sér og er ákaf- lega skyldurækin leikkona. Hún mætir undan- tekningarlaust stundvíslega á vinnustað, kann hlutverk sitt reiprennandi og möglar ekki hvað sem á gengur. ánægju af því að umgangast konur. Hon- um finnst það hlægilegt, að til skuli vera lönd, þar sem efnt er til veizlna, sem ann- aðhvort eru einungis fyrir karla eða kon- ur. „Um hvað tala gestirnir?“ spyr Frakk- inn undrandi. Karlmenn rómönsku þjóðanna, einkum þó Spánverjar, hafa mikið dálæti á ljós- hærðu kvenfólki. Fyrir kemur, að hinir efnaðri meðal þeirra fara í einsltonar pílagrímsför norður á bóginn, til dæmis til Svíþjóðar. Slík ferðalög draga þó oft dilk á eftir sér. Það fór hrollur um ungan Spánverja, sem ég ræddi þetta við fyrir skemmstu. „í baðhúsunum koma undurfagrar ungar stúlkur og nudda mann,“ sagði hann — „og enginn tekur eftir þeim. Á sumrin verður varla þverfótað fyrir yndislegum og nærri nöktum stúlkum á reiðhjólum — og enginn tekur eftir þeim. Ég varð að fara heim eftir viku — ég var ekki mað- ur til að þola þetta taugastríð lengur.“ Það má segja að til séu tvær tegundir af norrænum karlmönnum — sumar-menn og vetrar-menn. Vetrar-víkingurinn er fölur, hæglátur, kurteis, brúnhærður, blá- klæddur og iðulega freknóttur. Sumar-víkingurinn er bláeygur, ljós- hærður, eirbrúnn, tápmikill og kátur. Hann er mjög myndarlegur á velli. Hon- um svipar til Énglendinga að því leyti, að hann vill frekar skemmta sér með •iðrum karlmönnum heldur en með kven- fólki. Karlmennirnir koma saman til þess að íðka íþróttir, drekka brennivín, syngja ða fara á skíði. ffiatt að segja virðist venjulegum norrænum karlmanni standa nákvæmlega á sama, þó hann sjái ekki kvenfólk vikum saman. — OLIVIA MEEKER.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.