Vikan


Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 6

Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 6
ingja áheyrandans, því í þessu landi vissu menn nákvæmlega um öll ættartengsl, þrátt fyrir fjar- lægðirnar. Sjúklingurinn hætti að veina og virtist móka. Læknirinn áleit því að hann væri búinn að gera það, sem ætlast var til af honum, að rhinnsta kosti þetta kvöldið, hann sló úr pípunni sinni og reis á fætur. - - Ég ætla að gista í Honfleur, sagði hann. — Kesturinn þinn hlýtur að geta dregið mig þangaö, er það ekki? Þú þarft ekki að fylgja mér. Ég þekki leiðina. Ég gisti hjá Ep- hrem Surpenant og kem aftur fyrir hádegi á morgun. Chapdelaine hikaði andartak og varð hugsað til þess aö gamli hesturinn hans væri búinn að fá meira en nóg í dag. En hann sagði ekkert og fór út til að spenna aftur fyrir . Nokkrum mín- útum seinna var lærði maðurinn fari'nn og fjöl- skyldan sat ein eftir, eins og venjulega. Nú hvíldi ró og friður yfir húsinu. Allt heim- ilisfólltið hugsaði fegið: — Hann hefur gefið henni gott meðal. Hún finnur ekki lengur til . . . En varla var einn klukkutími liðinn, þegar sjúkl- ingurinn hrökk upp úr mókinu, sem hinn litli deyfilyfjaskammtur hafði veitt henni, og þegar hún reyndi að snúa sér, rak hún upp kvalaóp. Þeim brá öllum í brún og flýttu sér að rúminu. Hún opnaði augun og þegar hún hafði æpt nokkr- um sinnum af kvölum, fór hún að gráta. -— Ó, Samuel, ég er viss um að ég dey. — Nei, nei. Vertu nú ekki að ímynda þér því- lika vitleysu. — Jú, ég er viss um að ég er að deyja. Ég finn það á mér og þessi læknir er hreinasti ein- feldningur, sem veit ekki hvað hann á að gera. I-Iann getur ekki einu sinni sagt hvað að mér er og meðalið, sem hann gaf mér, var ekki rétta meðalið. Það hefur ekki læknað mig og ég er að deyja. Hún sagði þetta veikum rómi milli stunanna og tárin runnu niður feitar kinnarnar. Maður- inn hennar og börnin horfðu skelfingu lostin á hana. Óttinn við dauðann fyllti húsið. Þeim fannst þau vera útilokuð frá umheiminum og al- geilega varnarlaus, því nú höfðu þau ekki einu sinni hest til að sækja hjálp frá fjarlægu þorpi. Þeim vöknaði um augu, en þau þögðu og stóðu þarna hreyfingarlaus, eins og þau hefðu verið svikin. En þá kom Eutrope Gagnon. — Og ég sem hélt að hún væri læknuð, sagði hann. — Hvað sagði íæknirinn ? Og Chapdelaine hrópaði, viti sínu fjær af reiði: — Læknirinn er til einskis nýtur, og ég ætla líka ao segja honum það. Hann kom hingað og gaf henni örlitla lögg neðan í bolla af einhverju einskis nýtu meðali og fór svo til að gista í þorp- inu, eins og hann væri búinn að vinna vel fyrir þóknun sinni. Hann hefur ekkert gert nema þreyta hestinn minn. Hann fær ekki eina einustu krónu hjá mér . . . Eutrope hristi höfuðið og sagði alvarlegur í bragði: — Ég trúi heldur ekki á þessa lækna. Ef okkur hefði dottið í hug að sækja einhvern forvitran mann, eins og Tit’Sébe frá Saint Fé- licien . . . Allir litu á hann og hættu að gráta. — Tlt’Sébe? sagði María. — Helduyðu að hann kunni ráð við þessum sjúkdómi ? Eutrope og faðir hennar svöruðu því báðir játandi: — Tit’Sébe getur læknað fólk. Það er alveg áreiðanlegt. Hann hefur ekki gengið í neinn skóla, en hann getur samt læknað. — Hafiö þið ekki heyrt talað um Nazaire Gaudreau, sem féll ofan af háu húsi og meiddi sig innvortis. Læknarnir komu til hans og gátu ekkert gert nema sagt honum nafnið á sjúk- dómnum á latínu og skilið hann svo eftir til að deyja drottni sínum. Þá var leitað til Tit’Sébe og hann læknaði hann. öll höfðu þau heyrt talað um þennan vitra mann og vonirnar glæddust á ný. — Tit’Sébe er góður maður og hann læknar fólk. Það eru heldur engin vandræði með að borga honum. Maður sækir hann bara, borgar honum fyrir tímatöfina og hann læknar sjúkling- inn. Það var hann, sem læknaði Roméo litla Boily, þegar hann varð undir fullum timbur- vagni. Sjúklingurinn var fallinn í mók og stundi veiklulega með lokuð augun. -— Ég skal fara og sækja hann, ef þið viljið, sagði Eutrope. . — En hvaða hest hefurðu? spurði María. — Læknirinn fór með Charles-Eugene til Honfleur. Chapdelaine fékk aftur reiðikast og bölvaði liústöfum: — Andskotans fíflið! Eutrope hugsaði málið og tók svo ákvörðun: —• Það skiptir engu máli. Ég fer samt. Ég get gengið til Honfleur og þar finn ég vafalaust einhvern, sem vill lána mér hest og vagn, ann- aðhvort Racicot eða Neron gamla . . . —- En það eru 35 mílur héðan til Saint-Feli- eien o'g vegirnir eru vondir. — Ég fer samt. Hann lagði strax af stað og hljóp við fót yfir hjarnið, og hugsaði um hið þakkláta aungaráð, sem María hafði sent honum. Heimilisfólkið bjó sig und.ir nóttina og byrjaði .aftur að reikna út vegalengdirnar. Sjötíu mílur báðar leiðir eftir slæmum vegum. Það logaði á lampanum og alla nóttina rufu óp sjúklingsins kyrrðina, stundum liá og skerandi og stundum veikluleg. Tveim klukkustundum eftir dögun komu presturinn og Iæknirinn saman. — Ég gat ekki komið fyrr, sagði presturinn. — En nú er ég hér. Ég tók læknirinn með mér, um leið og ég fór í gegnum þorpið. Þeir settust við rúmið og ræddu saman i lág- um hljóðum. Læknirinn skoðaði sjúklinginn að nýju, en það var presturinn, sem sagði þeim r.iðurstöðuna. í SUMARLEYFI HETJA 4$ AÐ var Izornið svolítið við olnbogann á mér og hás rödd sagði: — Ágætur bjór! Ég kinkaði kulda- lega kolli, því eftir .að hafa rutt mér braut eftir endi- langri lestinni inn í veitinga- vagninn, vildi ég fá að vera í friði. En ókunni maðurinn hélt áfram að ónáða mig. Ég leit við. Hann var sýnilega einn af þeim mönnum, sem í ágústmán- uði eyða einni eða tveimur vikum á ströndinni og niðri við höfnina í Swanmouth. Áður en þessi dagur væri að kvöldi kominn mundu þús- undir slíkra manna byrja viku eða hálfsmánaðar sumarfríið sitt á álíka hávaðasömum stöðum. En það var þó eitthvað sérkennilegt við augnaráð hans, veiklyndislega munnsvipinn og raddblæinn ... Hann togaði í ermina mína. — Eg þekkti einu sinni mann, sem ákvað að taka sér reglulegt sumarfrí. Það var ósköp hversdagslegur maður. Ekki einn af þessum gorturum, sem alltaf eru að tala um hvað þeir ætli að gera. Hann var nýlega orðinn fjörutíu og fjögurra ára gamall, þegar hann tók þessa ákvörðun. Hann hafði verið giftur í sextán ár, átti nokkur börn og hús, sem hann var enn að strita við að borga. Hann hafði erfiða vinnu og langan vinnudag í þvottahúsi, en húsbóndi hans kunni að meta hann og hann vann fyrir næstum tíu pund- um á viku, svo hann virtist ekki hafa yfir miklu að kvarta. En hálfsmánaðar sumarfriið hans var honum alltaf til ama. Á hverju ári lagði hann vongóður af stáð — en í hvert skipti kom hann vonsvik- inn til baka og feginn að byrja aftur ^iiuiiiiiiiiiiiii 11111111111 iiiii 111111 ■■ iiiiin■iiiiiiiim i, \ Eftir í Donald Shourbridge. i að vakna klukkan sjö á morgnana til að fara í þvottahúsið. Það sem eyðilagði allt fyrir honum var það, hvernig konan hans, börnin og tengdamamma stjórnuðu honum. Þær skipulögðu hverja stund. Farðu þetta i dag og hitt á morgun og það var gagnslaust að mótmæla. Þér finnst kannski að hann hefði átt að fara allra sinna ferða. Hann reyndi það, en þær nöldruðu svo mikið á eftir, að það borgaði sig ekki. Hinar fimmtíu vikurnar á árinu stjórnuðu þær honum líka, en honum var sama um það. Hann var alltaf þreyttur, þegar hann kom heim, og tveir þriðju hlutar af því, sem þær sögðu, fór inn um annað eyrað á hon- um og út um hitt. En honum fannst að hann ætti að njóta sumarleyfisins. Til þess fékk hann það. Jæja, í tvö eða þrjú.ár reyndi hann að koma skoðunum sínum á fram- færi, þegar farið var að undirbúa sumarfríið. Þetta ár, sem ég hef í huga, hætti hann á að segja, að hann langaði til að fara í gönguferðir uppi í sveit, þar sem væru fjöll, eins og i Welsh. •— Hvernig heldurðu að mamma geti klifrað fjöll ? sagði kona hans reið. — Jæja, skiljum hana þá einu sinni eftir heima, svaraði hann. — Við höf- um hana hjá okkur í fimmtíu vikur á ári og hún hefði líka gott af að losna við okkui'. — Ég borga mína vikupeninga til heimilisins, gleymdu þvi ekki, sagði sú gamla. Úr þessu varð rokna rifrildi, gömul atvik voru rif juð upp, hurðum skellt og konurnar snökktu. Þegar komin var á kyrrð og ró aftur, sagði hann rólega: — Jæja, úr því að við getum ekki orðið sam- mála, þá er bezt að þið farið til Swanmouth og ég fari mína leið. — Og látum alla nágrannana tala um það ? sagði kona hans. — Einhver stúlkan úr þvottahúsinu er áreiðan- lega komin í spilið. — Hann hefur verið svo skrítinn á svipinn undanfarið, bætti tengdamóð- ir hans við. — Hann er líka á hættu- legasta aldrinum, hvað það snertir. Hann sagði ekkert fleira, en byrj- aði að spara saman peningana sína með því að hætta að reykja, því hann var ákveðinn í að fá í þetta sinn gott sumarfrí. En konurnar tvær héldu að hann væri búinn að gleyma þessu. Þær voru dálítið óánægðar, þegar hann keypti miða með lest, sem átti að stanza á nokkrum stöðum á leið- inni til Swanmouth, en hann sagði að þá kæmu þau þangað klukkutíma fyrr. Ein stöðin, sem stanzað var á, var Filbury og þangað sendi hann bakpoka með nokkrum flíkum til skiptanna. Þegar þau höfðu ekið í um það bil klukkutíma, kvaðst hann ætla að fara og fá sér einhverja hressingu. Hann var búinn að undirbúa þetta , allt. I vasa hans var umslag með far- miðunum þeirra og bréfi, þar sem hann sagði þeim að hann færi úr lest- inni í Filbury og að þeirra hluti af sumarleyfispeningunum væri í póst- inum. Þær skyldu eyða fríinu eins og þær vildu, en ekki búast við að sjá sig fyrr en eftir hálfan mánuð. Síð- degis þann laugardag mundi hann hitta þær á járnbrautarstöðinni. — Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hvert hann færi, svo þær gætu með engu móti eyðilagt sumarfríið hans. Þegar hann kom fram í veitingavagn- inn voru fjörutíu mínútur þangað til hann ætlaði að fara úr lestinni, en hann átti líka eftir að koma bréfinu til skila. Til þess þurfti hann hjálp. Hann gaf sig á tal við mann nokk- urn, sem i fyrstu var dálítið afundinn, en hlustaði þó á sögu hans. MáÐURINN þagnaði. Allt i einu skildi ég, að hann gat ekki lokið við söguna, því endirinn hafði ekki ennþá gerzt. Hann þreifaði ofan í vasa sinn og dró upp bréf. — Þær eru i þriðja klefanum í sjötta vagni frá vélinni. Þú getur Framhald á bls. ÍJ,. 6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.