Vikan


Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 2

Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 2
^4^p6stlriisiim Geturðu sagt mér eitthvað um sœnsku leikkonuna Ullu Jacobsson og Folke Sundquist. Hvað eru þau göm- ul ? Eru þau gift og þá hverjum ? Er hún ný kvikmyndastjama? Svar: Ulla Jacobsson er 21 árs. Hún vakti almenna athygli og aðdáun fyr- ir leilc sinn í „Sumardansinn", þegar sú mynd var sýnd á kvikmyndasam- keppninni í Cannes. ViS höfum ekki heyrt að hún sé gift. Folke Sundquist er 28 ára gamall og ógiftur. Hann er mcsti fjörkálfur og einstaklega við- feldinn maður. Hann lék á móti Ullu Jacobsson i Sumardansinn, og eins og kunnugt er, leikur hann hlutverk Arnalds í Sölku Völku, og var þar af leiðandi hér á landi um tíma í sumar. Fyrir „þrjár heillaðar", Sílu, Rúnu og Hönnu o. fl. birtum við Lítið lag eftir örnólf í Vik, sem sungið er undir lagi eftir Þórhall Stefánsson. Haukur Morthans hefur sungið það inn á His Master’s Voice plötu. Eitt fátækt ljóð við lítið lag mér líður seint úr minni. Það fæddist sumarfagran dag við fyrstu okkar kynni. Og ljóðið það var ljúft og milt um litla stúlku og ungan pilt, er höfðu saman hjörtun stillt á heillabrautu sinni. Og ljóðið mitt við lagið þitt fær líf í höndum þínum. Það hefur marga stund mér stytt og stefnir huga mínum að öllu því, sem áður var, er okkar fundum saman bar. Það geymir margar minningar í munarómi sínum. 0, láttu litla ljóðið mitt sem lengst í hug þér búa, og litla þýða lagið þitt með líknsemd að því hlúa. Því Ijóðið það er ljúft og milt um litla stúlku og ungan pilt, Píanóharmonikkur 24 - 32 - 48 - 80 - 120 bassa Hljómfagrar Glæsilegar Ödýrar Verð frá kr. 1185.00 Við erum með á nótunum HLJÍ9FÆRAVERZLUN SIGRIÐAR HELGADÖTTUR Lækjargötu 2. — Sími 1815. sem höfðu saraan hjörtun stillt og hvort á annað trúa. Og fyrir Baldvin í prentsmiðjunni birtum við Ijóðið Hríslan og lækurinn, eftir Pál Ölafsson, sem sungið er undir lagi Rourseaus: Gott átt þú hrísla á grænum bala, glöðum að hlíða lækjarnið. Þið megið saman aldur ala unnast og sjást og talast við. Það slítur enginn ykkar fundi, indæl þig svæfa ljóðin hans. Vekja þig æ af blíðum blundi brennandi kossar unnustans. Eg er Ijóshærð, bláeyg, með frekar Ijósan hörundslit. Hvaða litir fara mér bezt? Og hvað á ég að vera þung, þegar ég er 160 sm. á hœð og 19 ára gömul. Svar: Þú ættir að klæðast bláum og grænum litum. Rauðir, rauðfjólu- bláir og rauðgulir litir ættu líka að vera við þitt hæfi og svo svart. Gul- grænt og eggjaskurngult fer þér líka vel, ef þú ert svoMtið rauð i kinnum og með rauðar varir. Þú ættir að vega 57,5 kg. Gefðu mér nú góð ráð. Eg á garð og í honum eru basði birki og reyni- hríslur (plöntur). Ég tók eftir þvi um daginn, að laufið er farið að fölna og blöðin að detta af, og þegar ég gœtti betur að, sá ég hina svokölluðu „berjaorma“ á blöðunum. Hvað á ég að gera til að ná þeim burt ? Er óhœtt að strá eða sprauta skordýraeitri á plöntumar. Eg er hrœdd við ormana og vil helzt losna sem fyrst við þenn- an ófögnuð. Hvemig er skriftin og réttritunin. Svar: Við höfum leitað upplýsinga hjá Jónasi Sig. Jónassyni garðyrkju- manni, og fengið eftirfarandi svar: Að öllum líkindum er hér um birki- MUNHÐ NCURA MAGASIN Karl G. Sölvason Ferjuvogi 15 Sími 7939 Reykjavík. öll gluggahreinsun fljótt og vel af hendi leyst. maðk að ræða. Það er hægt að nota skordýraeitur, en það er ekki ein- hlítt. Arsinik og nicotin eru betri, en batan bezta meðalið. Það er öruggt, og eftir nokkra daga eiga maðkarnir að vera dauðir. Skriftin er ljómandi falleg og rétt- ritunin ágæt, nema að eitur er ekki skrifað með y. Viltu vera svo góð að svara nokkr- um spurningum fyrir mig? 1. Hvað standa matreiðslunám- skeið lengi yfir og hvað kostar að fara á þau? 2. Er hœgt að komast á saumanám- skeið og vinna þar fyrir sér ? Ef ekki, hvað kostar það þá? 3. Er sítt hár komið í móð aftur? j. Hvað á ég að vera þung. Eg er 165 cm. á hœð. Svar: 1. Það er um of mörg og misjöfn matreiðslunámskeið að ræða, til að hægt sé að svara þessu í stuttu máli. En þú getur t. d. leitað þér upp- lýsinga í Húsmæðraskóla Reykja- víkur eða Húsmæðrakennaraskóla Islands, sem báðir hafa haft hús- mæðranámskeið. 2. Við getum ekki sagt þér hver kjörin eru við saumanám á sauma- stofum. Viðskiptaskráin nefnir einn saumakennara: Einöru Jónsdóttur, Skólavörðustíg 21 (sími 1954). En þú nefnir ekki í bréfi þínu hvort þú vilt vera í Reykjavík eða úti á landi. 3. Það lítur út fyrir að hártízkan ætli að fara að síkka, en því er reyndar búið að spá á hverju hausti í síðastliðin tvö ár. 4. Ef þú ert innan við tvitugt áttu að vera 61 kg. 1. Hve langt er tryggingafræði- nám? 2. í hvaða löndum og í livaða liá- skólum er bezt að læra trygginga- frœði ? 3. Eru nokkrar bækmr til um þau frœði í bókaverzlunum hér? 4. Hve margir og hverjir eru starf- andi tryggingafrœðingar i Reykja- vík? — B. G. Svör: Tryggingafræðinám mun vcra um 6 ára nám við Kaupmanna- hafnarháskóla, en þar hafa allir ís- lenzku tryggingafræðingarnir stund- að nám. Eftir því sem við bezt vitum eru fjórir tryggingafræðingar starf- andi í Reykjavík: Brynjólfur Stef- ánsson framkv.stj. Sjóvátrygginga- félags Islands, Guðmundur Guðmunds son framkv.stj. hjá Islenzk endur- trygging, Árni Björnsson hjá Sjóvá- tryggingafélagi Islands og Guðjón Hansen hjá Almennar tryggingar. — Einhver þessara manna mun vafa- laust geta sagt þér hvar þú munir geta fengið heppilegar bækur. FORSÍÐUM YNDIN Friðrik Jesson tók hana við Friðarhöfn í Vest- mamiaeyjum. Annar þess- ara heiðursmanna er báta- smiður, liinn útvegsbóndi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.