Vikan


Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 13

Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 13
með birtingu myndi loga ljós í gluggunum, og þá yrði borinn fram morg- unverður með kampavini fyrir hina einrænu fegurðardis, fröken Caroline Ross, og gesti hennar. Slíkt var siður æðri stéttanna og hneykslaði engan. Eftir að hafa snætt morgunverð myndu gestirnir, meira og minna ölvaðir, troðast að glugganum til þess að sjá hinn dæmda gefa upp öndina í gálganum. Þeir myndu glotta eða gráta, allt eftir þvi hvernig ölið verkaði á þá. Hr. Crockit varð tafarlaust að ná tali af fröken Caroline Ross. Svolítið neðar í götunni beið leiguvagn. Lágri röddu sagði hann öku- manninum heimilisfang Caroline Ross á St. James’s torgi. Hr. Elías Crockit var hræddur og í illu skapi. Það viðurkenndi hann vafningalaust fyrir sjálfum sér. Ekki það að hann kærði sig vitund um hinn dauðadæmda morðingja, Richard Darwent. Maður átti að hrista morðingja burt úr mannfélaginu, rétt eins og maður hristi tóbakskorn af erminni. En fröken Caroline Ross hafði dottið í hug slík óhæfa, að það gæti leitt til hneykslis og ef til vill skaðað álit hr. Crockits sem lögfræðings. Annars beið hann jafn eftir- væntingarfullur og böðlarnir og meginþorri Englendinga eftir fréttum allt annars eðlis en því, sem nú angraði hann. Hr. Crockit opnaði ekki augun fyrr en leiguvagninn ók inn í Pall Mall. Lögfræðingurinn var rétt búinn að berja að dyrum með dyrahamrinum, þegar . . . „Hva, hvað!“ hrópaði hann óttasleginn. „Hver skollinn er þetta?“ Lokaður fereykisvagn kom þjótandi yfir St. James’s Square og stanzaði með skrölti og hávaða fyrir framan nr. 18. Hestarnir virtust vera að falli komnir af þreytu. 1 húsinu nr. 18 bjó hermálaráðherrann, Castelreagh lávai'ður. Hr. Croekit horfði eftirvæntingarfullur á ökutækið, sem sást greinilega í bjarmanum frá nálægu götuljóskeri. Hann sá grilla i rauðan herfrakka og gilta axlarskúfa um leið og ungur liðsforingi stökk út úr vagninum og hljóp upp tröppurnar að nr. 18. Hann barði viðstöðulaust að dyrum með hinum þunga dyrahamri. Dyrnar í húsi nr. 38 voru opnaðar fyrir Crockit. ,,Er fröken Caroline Ross heima?“ ,,Já, herra! Gjörið svo vel að koma með mér.“ Þjónninn fór með hann upp teppalagðan stiga í forstofunni, sem var dauflega upplýst með kertaljósi. Kolagas var álitið of hættulegt til ljósa innanhúss. Hirðulaus eða drukkinn þjónn gat sprengt húsið í loft upp með óvarkárni við gaskranana. Hr. Crockit aðhylltist eindregið heilbrigða íhaldssemi — á öllum sviðum. Það fór í taugarnar á honum, að hinir ungu spjátrungar æðri stéttanna gengu með nýtízku, háa hatta og voru í — að hans dómi — hinum hlægilega síðu buxum. Óþægileg hugsun stakk sér niður í huga herra Crockits. Fröken Caroline Ross var ákveðin í að framfylgja hinni fráleitu og áhættusömu áætlun sinni. Setjum svo að hún, með sinni óstjórnlegu þörf, fyrir að ganga fram af fólki, tæki upp á því að sýna sig í fatnaði slíkum sem Lady Caroline Lamb kynnti? Sá fatnaður var hreint út sagt ekkert annnað en kjóll úr gagnsæju messelíni, sem vætt var með vatni til þess að það félli betur að líkamanum. Néi, — þetta var naumast líklegt. Þrátt fyrir fegurð sína var fröken Ross almennt kunn fyrir að vera köld eins og fiskur. Eigingjörn var hún og fram úr hófi þrá. Hr. Crockit var það mikil skapraun að hún kærði sig kollótta um mannorð sitt. „Gott kvöld, hr. Crockit,” heyrðist kallað inn í dagstofunni. Caroline Ross gat með nokkurra mánaða millibili haldið tuttugu og fimm ára af- mælisdaginn sinn hátíðlegan. „Yðar auðmjúkur þjónn,“ svaraði Crockit, um leið og hann hneigði sig djúpt, og meinti af alhug það sem hann sagði. Því næst þögðu þau bæði þar til þjónninn var farinn og hafði lokað dyr- unum á eftir sér. „Flytjið þér mér góðar fréttir, hr. Crockit?" „Að minnsta kosti flyt ég þær fréttir, sem þér óskuðuð eftir." Daufur roði breiddist yfir-andlit hennar meðan hann talaði. „Er hinn minnsti — hinn allra, allra minnsti — möguleiki á því að hann láti ekki lífið snemma í fyrramálið?" „Alls enginn, möguleiki." „Fáið yður sæti, hr. Crockit." Hún var mjög lítillát og vingjarnleg við hann, og Crockit, sem sýndi stórmennum hina mestu auðmýkt, fannst sér mikill sómi sýndur. Caroline Ross var klædd samkvæmt nýjustu tizku, i mjög flegnum, hvítum silkikjól. Kjóllinn var ermalaus og öklasíður. Herðasjalið var rautt, og hún bar stóran rúbin sem brjóstnál. Hið fagra kastaníubrúna hár hennar lá í fléttu yfir ennið, og niður með eyrunum féllu slöngulokkar. Augu hennar voru dimmblá undir stórum augnabrúnum. Þrátt fyrir kulda- legan svip var eitthvað undursamlega kvenlegt við andlit hennar og vöxt. Bláu augu hennar hvíldu spyrjandi á Crockit. BEZTL IVfVNDIRIMAK Umboðsmenn fyrir KODAK LIMITED, ....VERZEUNHANSFETERSENHE. _________________________Bankastræti- 4. Kodak er skráð vörumerki. Húsmæður! okkar heiur fengið mikið úrval af amerísk- um „plastic“ búsáhöldum fyrir eldhúsið: _____.Eyrireldhúsið:_________________Handklæðahengi Brauðkassar Tau-úðarar 'Kökukassar Rykskóflur..... .....J?.ötur,..5i..gerðir. Uppþvottabalar .........‘Váinsgios;'3' stæfðir Fyrirfsskúprmx:......— .........Bakkar.---------------------SkáIasettT..3_gerðir_ Eldhúshillur, 3 gerðir Mjólkurílát, 4 gerðir Eggjastativ Matarkassar, é5 gerðir ---------Tertukassar-----------------ísmól,...4-ge.rðir_ Hnífaslíður Skálar, 2 gerðir —Búsáhöld-þessi munu auðvelda yður starfið _______________við heimilisstörfin........... • Vinsamlegast lítið í gluggana og athugið ...............hváð Hentái ýðúr.’... Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að VIKUNNI w/1 Na,n ---------------------------------------------------- Heimilisfang ................................ TU Heimilisblaðsins VIKUNNAR H.F., Reykjavík. NÝJAR VÖRUR PAGLEGA. ..Bazas-ium.....— 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.