Vikan


Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 5

Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 5
MMmría Chmpdrít&ime 17 Ástarróman úr óbyggðum Kanada eftir Louis Hémon jtggæa ~m ÆTARlA fór tvisvar eða þrisvar sinnum á fæt- lVÍL ur um nóttina, þegar kvalaóp móSur henn- ar ur3u sárari en ájur. 1 livert skipti kom hún aó henni iiggjandi hreyfingarlausri í sömu stell- ingum, scm þó irvöldu hana og hún var5 mátt- lausari meá hverri klukkustundinni sem leið. Hún œpti í sííciiu af kvölum. Kvernig líCur þér, naniKia? spurSi María. ■— Eetur? — Guö minn góöur, hva3 ég þjáist! Hvaö ég þjáist! síundi sjúklingurinn. — Ég get ekki leng- ur bylt mór og samt finn ég til. Gefðu mér kalt vatn, María. Ég er að deyja úr þorsta. María gaf henni noklcrum sinnum aö drekka, en svo varð hún hrædd við það. — Það getur eivici veriö gott fyrir þig ,að drekka svona mik- ið, mamma. Reyntíu að þola þorstan svolitla stund. — Ég get fullvissað þig um, að hann er óbæri- legur. Ég er þyrst, ég finn alls staðar til og mig verkjar i höfuðið . . . Ó, guð minn góður. Þetta gerir áreiðanlega útaf við mig. Rétt fyrir dögun sofnuðu þær báðar, en skömmu seinna vakti Chapdelaine Maríu með þvi aö taka í öxlina á henni og sagði i hálfum hljóðum. — Ég ætla að spenna hestinn fyrir sleö- ann og aka til Mistook eftir lækninum. Um leið og ég fer í gegnum Pipe, tala ég við prestinn. Það er hræðilegt að hlusta á hana kveijast svona . . . María heyrði þegar hann var að búa sig af stað, þar sem hún lá með opin augun í morgun- skímunni. Hesthúshurðin skall í vegginn, hest- urinn gekk eftir pallinum milli húsanna og fað- ir hennar hvatti hann lágum rómi: — Hott, hott, áfram nú! Svo fóru bjöllurnar á aktygjunum að klingja. Eftir það varð þögn, sjúklingurinn æpti nokkrum sinnum i svefninum og María fylgdist með því hvernig smábirti í húsinu og hugsaði um feröalag föður síns. Hún reyndi að átta sig á vcgalengdinni. Til Honfleur þorpsins voru átta milur og það- an til Pipe sex. Þar mundi faðir hennar hafa tal af prestinum og halda siðan áfram til Mistook, en þangað voru aftur átta mílur. Átta sex og aftur átta . . . Hún gafst upp og hvíslaði. — Það er að minnsta kosti langt. Og vegirnir eru slæmir. En einu sinni greip hana þessi ömurlega hræðsla við það hve afskekkt þau bjuggu. Áður hafði henni aldrei dottið það í hug. Það gerði ekkert til, þegar allir voru kátir og hraustir og þurftu ekki á hjálp að halda. En þegar ein- hver sorg eða veikindi börðu að dyrum virtist skógurinn í kring þrengja að þeim og koma i veg fyrir að þau gætu fengið aðstoð, með hjálp félaga sinna, slæmu veganna, sem hestarnir sukku í upp á bringu og aprílsnjósins . . . Móiir hennar reyndi að snúa sér í svefninum, en vaknaði vio sitt eigið sársaukaóp og byrjaði aftur að veina látlaust. María reis á fætur og settist hjá henni. Hún hugsaöi um hinn langa dag, sem í vændum var, og nú hafði hún engan til aö leita ráða eða hjálpar hjá. Dagurinn varð eitt langt kvalaóp. Stunurnar bárust án afláts um húsið frá rúmi sjúklingsins. Öðru hverju blandaðist hávaðinn frá heimilis- störfunum saman við ópin, annað hvort glamrið i borðbúnaðinum, skellir í ofnhurðinni eða fóta- tak á trégólfinu, þegar Tit’Bé læddist kvíðinn og klaufalcgur að rúminu, til að spyrja um móöur sína. — Líður henni ekkert betur? María hristi höfuðið. Þau stóðu kyrr svolitla stund og horfðu á hreyfingarlausan líkama o.uklingsins undir brúna ullarteppinu og hlust- uðu á vein hennar. Svo fór Tit’Eé aftur út til að ljúka útiverkunum. Maria tók til og settist aftur hjá sjúklingnum. Stundum fundust henni kvalaópin hljóma sem ásökun. Öcru hverju reyndi hún aö átta sig á tímanum og Ýegalengdunum. Pabbi ætti ekki að vera langt frá Saint Cæur de Marie núna. Ef læknirinn er þar, þá láta þcir hestinn hvíla sig í nokkra klukkutíma og koma svo. En veg- irnir hljóta að vera slæmir. 1 svona tíð á vor- in eru þeir stundum ófærir . . . Og seinna: ■— Þeir hljóta að vera lagðir af stað. Kannski þeir stanzi i Pipe og hafi tal af prestinum. Eöa þá að presturinn hefur lagt af stað strax og hann vissi hvernig á stóð, án þess að bíca þeirra. Þá getur hann komið á hverri stundu. En það fór að kvölda og enginn kom. Klukk- an sjö heyrðist loks bjölluhljómur fyrir utan. Það voru Chapdelaine og læknirinn, sem komu. Sá síðarnefndi kom einn inn í húsið, setti tösk- una sína á borðið og færöi sig stynjandi úr frakkanum. — Það er enginn leikur að koma til sjúklings, þegar vegirnir eru svona slæmir. Þið hafið sýni- lega falið ykkur eins langt inni í skóginum og hægt er. Þið gætuð öll dáið hér, án þess að geta sótt hjálp. Hann hlýjaði sér svolitla stund við eldinn og gekk svo að rúminu: — Jæja, kona góð, svo að þú hefur þá tekið upp á því að verða veik, al- veg eins og þeir sem hafa efni á því. En þeg- ar hann var búinn að líta á hana, hætti hann að gera að gamni sínu. — Ég er hræddur um að hún sé alvarlega veik. VEIZTU —? 1. Hvað heitir mað- urinn á myndinni ? 2. Hver hefndi Njáls- brennu ? 3. Hvort er Kyrra- hafið eða Atlants- hafið blárra ? En saltara ? 4. Hverjir eru: a) Lennard Edren b) Valentina Cortese c) Anders Skás- heim. Nöfn þeirra hafa öll staðið i fréttadálkum blað- anna nýlega. 5. Má maður ráð- stafa öllum eigum slnum með erfðaskrá? 6. Hvaða riki liggur á milli Sviss og Austurríkis ? 7. Sigldi Magellan suður fyrir Cape Horn ? 8. Hvort er hægara andante eða andant- ino (á músikmáli). 9. Hvenær er þjóðhatíðardagur Fralíiia ? 10. Gáta: Hvað er það sem ég séogþú séró', kóngurinn sjaldan, en Guð aldrei ? Sjá svör á bls. 1J,). Honum var það eðlilegt að tala bændamállýzku. Faðir hanc og afi liöfðu veriö bændur og sjáli'- ur haföi hann ckki fariö að lieiihan, fyrr en hann fcr að læra læknisfræði í Québec, ásamt nokkri rn öörum ungum mönnum úr sömu stétt, sem höfðu allir haldið sveitasiðunum og voru hógværir í tali. Hann var hár og þrekvaxinn, moö grátt yfirsliegg og svipurinn á bústna and- litinu vf.r alitaf dálítið vandræðalegur en þó glaolcgur. En þegar hann var búinn aö heyra um þjáningar sjúklinga sinna breyttist hann, því lionum fannst það skylda sín að sýna sarnúð. Þegar Chapdelaine var búinn að spenna hest- inn frá, kom hann inn og settist hjá börnum sínum, í hæfilegri fjarlægð frá sjúklingnum og beið eftir úrslcurði læknisins. Öll hugsuðu þau: — Nú fáum við að vita hvað er að henni og svo gefur hann henni rétta meðalið . . . En þegar rannsókninni var lokið, byrjaði lækn- irinn að spyrja þau, í stað þess að fara a'ö róta í töskunni sinni. Hvernig hafði þetta byrjað og hvar fann hún mest til ? Hafði hún nokkurn tíma fengið þessa veiki áður? Svörin virtust ekki veita honum miklar upplýsingar. Hann beindi því máli sínu til sjúklingsins, dn fékk að- eins óljós svör og kvartanir frá henni. — Ef hún hefur bara ofreynt sig, þá batnar henni af sjálfu sér, sagði hann að lokum. -— Þá þarf hún aðeins að lig'gja hreyfingarlaus í rúm- inu. En ef það er innvortis meinsemd, í nýrun- um eða annars staðar, þá getur það verið mjög erfitt viðureignar. Hann fann að Chapdelaine fjölskyldan var von- svikin yfir því að hann skyldi vera í vafa og vildi því bjarga áliti sínu. — Innvortis mein- semdir eru alvarlegar og það er ekkert við þeim að gera. Mestu vísindamenn heimsins gætu eklci veitt ykkur nákvæmari upplýsingar um það, hvað að henni gengur en ég. Við verður að bíða . . . cn kannski hef ég ekki rétt fyrir mér. Hann byrjaði að skoða sjúklinginn og hristi höfuðið. — Ég get að minnsta kosti gefið henni eitthvað til að linna kvalirnar. Nú loks komu hinar dularfullu fiöskur upp úr leðurtöskunni. Fimm dropar af gulleitum vökva voru látnir út í vatn, sem sjúklingurinn drakk veinandi, því til þess þurfti að lyfta henni frá koddanum. Eftir það var sýnilega ekki um ann- að að gera en að bíöa. Karlmennirnir kveiktu í pípunum sínum og læknirinn teygði fæturna að ofninum og ræddi um starf sitt og lækningar. — Það er verra fyrir læknirinn að fást við svona sjúkdóma, sem hann veit ekki hverjir eru, heldur en alvarlega sjúkdóma, sem hann þekkir, sagði hann. Til dæmis deyja þrir fjórðu hlutar íbúanna hérna úr lungnabólgu eða taugaveiki, þeir sem ekki verða ellidauðir. 1 hverjum einasta mánuði fæ ég taugaveikissjúkling eða lungna- bólgusjúkling. Þið kannist við Viateur Tremblay, póstmeistara í Saint-Henri . . . Hann virtist vera dálítið móðgaður yfir því að frú Chapdelaine skyldi vera meö óþekktan sjúkdóm, sem erfitt var að átta sig á, í ctaj annars hvors þeirra sjúkdóma, sem hann kunni bezt að lækna og hann lýsti því í öllum smá- atriðum hvernig hann hefði læknað póstmeist- arann í Saint-Henri. Eftir það fór hann að seg’a frcttirnar úr sveitinni, sem höfðu gengið bæ frá bæ. kringum Saint-Jean vatnið og voru miklu mikilvægari í augum fólksins en fréttir af hung- úrmorSum eða styrjöldum, cnda gat sögumaður alitaf tcngt þær við einhvern liv.nningja cða ætt-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.